Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2324 svör fundust

Af hverju hernámu Bretar Ísland?

Bretar hernámu Ísland 10. maí árið 1940. Fjögur herskip lögðust að bryggju í Reykjavík snemma morguns og innan skamms var bærinn fullar af hermönnum. Margir bæjarbúar höfðu vaknað um nóttina vegna flugvéladyns en menn áttu því ekki að venjast á þessum tíma. Grunur vaknaði þegar um hvað væri í aðsigi. Óvissan sneri...

Nánar

Hvar voru skip víkinga sem sigldu til Vesturheims smíðuð?

Öll spurningin hljóðaði svona: Við landnám uxu að öllum líkindum ekki viðartegundir hér sem hægt var að nota til að smíða víkingaskip. Endingartími þeirra var frekar stuttur. Kannski 10-20 ár. Eru einhverjar vísbendingar um að víkingaskip hafi verið smíðað í víkingaferðum til Vesturheims? Engar leifar skipa sem...

Nánar

Hvar er best að finna heimildir um leiklist Forn-Grikkja?

Langbest er að kynnast grísku harmleikjunum með lestri á harmleikjunum sjálfum. Það sama gildir vitaskuld um gamanleikina. Alls eru varðveittir 33 harmleikir auk brota úr glötuðum harmleikjum sem hafa meðal annars fundist á misheillegum papírusbrotum. Sjö verk eru varðveitt eftir Æskýlos, önnur sjö eftir Sófókl...

Nánar

Hvernig var daglegt líf almúgafólks á miðöldum?

Svarið við þessari spurningu gæti fyllt margar bækur og yrði þó aldrei tæmandi. Því er líklega best að umorða spurninguna dálítið og spyrja hvað var ólíkast með lífi almúgafólks á miðöldum og lífi fólks hér og nú. Og þá er best að hugsa um lífið eins og það var nær hvar sem var í Evrópu, að Íslandi meðtöldu. Me...

Nánar

Hver er munurinn á trölli, jötni og risa?

Í heild sinni hljómaði spurningin svona: Hver er munurinn á trölli, jötni og risa? Í Þýskalandi og víða eru tröll dvergvaxin og ljót en hér eru stór (sbr. tröllvaxinn). Vanalega er gerður greinarmunur á hugtökunum jötunn, tröll og risi, þó að vissulega skarist merking þeirra og skil geti verið óljós. Þannig til...

Nánar

Hver er saga grískrar heimspeki?

Grísk heimspeki á sér 2600 ára langa sögu frá fornöld fram á okkar daga. Eðlilegast er samt að skipta sögu grískrar heimspeki í fjögur megintímabil. Fyrsta tímabilið, heimspeki fornaldar, hefst á fyrri hluta 6. aldar f.Kr. og nær að minnsta kosti til ársins 529 e.Kr. en þá létJústiníanus I, keisari austrómverska r...

Nánar

Hvenær fluttu Íslendingar úr torfbæjunum?

Öldum saman voru öll íbúðarhús Íslendinga með veggi hlaðna úr torfi og grjóti og timburþök þakin torfi. Undantekningar voru örfáar; einna elst þeirra líklega timburstofa á Hólum í Hjaltadal sem norskur biskup, Auðunn rauði Þorbergsson, lét reisa þar á fyrri hluta 14. aldar og stóð öldum saman. Strax á miðöldum vor...

Nánar

Hvað þýðir orðið Hvítserkur?

Fjallið Hvítserkur (Röndólfur). Merking orðsins hvítserkur er ‘hvítur kyrtill (ermalaus eða ermastuttur)’. Hvítserkur sem örnefni er notað um eitthvað sem líkist slíku fati. Þannig heita eftirfarandi náttúrufyrirbæri Hvítserkur: Foss í Fitjaá í Skorradal í Borgarfirði (Annálar 1400-1800. Reykjavík 1940. IV:96...

Nánar

Hvort heitir vogur Elliðaáa Elliðavogur eða Elliðaárvogur?

Vogurinn heitir Elliðaárvogur að réttu lagi. Í Landnámabók er nefndur Elliðaárós fyrir neðan heiði (það er Mosfellsheiði) (Íslenzk fornrit I, bls. 384). Í sóknarlýsingu frá 1855 eftir sr. Stefán Þorvaldsson er ýmist nefndur Elliðaárvogur eða Elliðaárvogar (Gullbringu- og Kjósarsýsla. Sýslu- og sóknalýsingar. Rvk....

Nánar

Hvað er fóvella, sem Fóvelluvötn á Sandskeiði draga nafn sitt af?

Fóvella er gamalt orð yfir fugl sem nú til dags er kallaður hávella (Clangula hyemalis). Hávellan er af andaætt og verpir á Íslandi. Einnig eru til orðmyndirnar fóella og fóerla. Í seinni myndinni er liðurinn -erla ummótaður til samræmis við fuglsheitið erla. Heimildir: Íslensk orðabók, 3. útg., ritst...

Nánar

Hvaða 'flanki' er á Flankastöðum?

Flankastaðir eru bær í Miðneshreppi í Gullbringusýslu. Þeir eru nefndir í skrá um rekaskipti á Rosmhvalanesi frá um 1270, skrifað "flankastader", en í afritum bæði "flangastader" og"flantastader". Bæjarnafnið er einnig ritað "flankastader" í skrá um hvalskipti á sama stað og frá sama tíma (Ísl. fornbréfasafn II:7...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Bjarnadóttir rannsakað?

Kristín Bjarnadóttir er prófessor emerita í stærðfræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað sögu stærðfræðimenntunar á Íslandi. Megináhersla í rannsóknum hennar hefur verið á breytingar sem urðu á Íslandi á sjöunda áratug tuttugustu aldar í kjölfar námstefnu sem haldin var í Royaumont ...

Nánar

Hvað þýðir hugtakið fjölskylda og hvað er fjölskyldumeðferð?

Á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á fjölskyldustofnuninni. Gerð hennar, samsetning, stærð, verkefni og hlutverk hafa gjörbreyst. Þannig er ekki lengur hægt að tala um fjölskylduna. Til eru svokallaðar kjarnafjölskyldur, einforeldris- og stjúpfjölskyldur og svo framvegis. Sambúð/hjónabönd eru ýmist st...

Nánar

Hvar á landinu hefur komið mest úrkoma?

Í þessum texta er eingöngu fjallað um mælingar á mönnuðum veðurstöðvum. Sjálfvirkum mælingum fjölgar nú ört og er úrvinnsla þeirra hafin. Hærri gildi en nefnd eru hér að neðan hafa ekki fundist enn, en þar sem mælum er nú að fjölga í fjalllendi má búast við því að met af ýmsu tagi fari að bætast við. Sérstaklega v...

Nánar

Er Öræfajökull deyjandi eldstöð eða eykst eldvirkni þar?

Um 30-40 kílómetrum austan Austurgosbeltis eru megineldstöðvarnar Öræfajökull, Esjufjöll og Snæfell. Þessar eldstöðvar hafa verið tengdar saman og taldar mynda samhangandi belti.[1] Gosbelti þetta er ennþá illa þekkt vegna þess að það liggur að stórum hluta undir jökli. Erfitt er að ákveða aldur bergmyndananna, s...

Nánar

Fleiri niðurstöður