Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2324 svör fundust

Hvers konar dí er í því sem er dísætt?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hverjar eru orðsifjar orðsins 'dísætt'? Ég skil þetta sætt en hvað er þetta dí? Orðið dísætur er kunnugt í málinu allt frá 17. öld í merkingunni ‘mjög sætur’. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:116) getur Ásgeir Blöndal Magnússon sér þess til að orðið sé tökuorð úr dönsku og ben...

Nánar

Var é tvíhljóð fyrr á öldum?

Stefán Karlsson handritafræðingur skrifaði árið 1989 ágæta grein sem hann nefndi „Tungan“. Hún birtist síðar í afmælisriti hans árið 2000 og er vísað í það hér. Þar gerði hann grein fyrir þróun tungumálsins, meðal annars sérhljóðakerfisins og skrifaði að á 13. öld hefði é (sem þá var einhljóð) fengið framburðinn í...

Nánar

Hvaða skefjar eru þetta í orðinu skefjalaust?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaða skefjar er átt við þegar eitthvað er skefjalaust og af hverju er orðið aðeins haft í fleirtölu? Orðið skefjar er fleirtöluorð eins og ýmis önnur, til dæmis refjar (vilja mat sinn og engar refjar). Skefjar merkir ‘hörð meðferð; (fast) aðhald, takmörkun; rifrildi; móðganir...

Nánar

Hvað er að fara á tvist og bast?

Orðasambandið fara á tvist og bast merkir ‘dreifast, fara á víð og dreif’. Samkvæmt íslensku fornmálsorðabókinni í Kaupmannahöfn virðist upphaflega átt við rangeygðan mann. Dæmið þar er svona (stafsetningu breytt):hann var ... skakktenntur og skjöpulmynntur og útskeifur. Annað auga hans horfði á bast en annað á kv...

Nánar

Hver er uppruni orðsins grautur?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver er uppruni orðsins „grautur“? Tengist það á einhvern hátt flæmska orðinu „gruit“? Orðið grautur kemur fyrir í málinu þegar í fornum heimildum. Það þekkist vel í grannmálunum, í færeysku greytur, nýnorsku graut, sænsku gröt, dönsku grød < *grauti-, eiginlega ‘e-ð mulið, ko...

Nánar

Hvað þýðir skor í orðinu skordýr?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað þýðir skorið í skordýr? Tengist það herdeildum Rómverja, eins og skor í háskólum (t.d. íslenskuskor)? Ég sá þá útskýringu á vefnum ykkar. Elsta dæmið um orðið skordýr í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu Sá gudlega þenkjandi Náttúru-skodari ... Asamt annari Hugl...

Nánar

Af hverju fá karlkyns ljón makka en ekki kvenkyns?

Það er vel þekkt í náttúrunni að karldýr hafi eitthvað sem hjálpar þeim til að ganga í augun á kvendýrunum. Til dæmis eru karlfuglar oft æði litskrúðugir og er tilgangurinn sá að vekja athygli kvenfuglanna. Makki ljónsins gegnir sama hlutverki og skrautlegar fjaðrir eða litir meðal ýmissa fugla, það er að gera kar...

Nánar

Hvað þurfa margir að búa í bæ til að hann verði að borg?

Vísindavefurinn hefur fengið nokkrar spurningar um hvar mörkin liggi á milli bæjar og borgar. Spurningarnar eru meðal annars: Hvenær verður bær að borg? Hvað þurfa margir að búa í Akureyrabæ til að hann verði kallaður borg? Hvenær verður bær að borg og kauptún að kaupstað? Hvenær breytist Kópavogur úr bæ í borg...

Nánar

Hvaða orð eru til á íslensku um rigningu?

Orðið rigning er kvenkyns nafnorð. Til forna var einnig til karlkynsorðið rigningur, en önnur merking þess er ánamaðkur. Önnur orð um rigningu eru til dæmis: úrfelli, úrkoma, regn, úrhellisrigning, suddi, regndemba, skrumba, deyfa, deyfla, hraglandi, regn, regnskúr, rekja, slepja, úði, úrfelli, slúð, vatnsveðu...

Nánar

Hvað eru margir grunnskólar á Íslandi?

Samkvæmt upplýsingum Menntamálaráðuneytisins eru 192 grunnskólar á Íslandi. Þar af eru 46 í Reykjavík, 39 í Norðvesturkjördæmi, 45 í Norðausturkjördæmi, 62 í Suðurkjördæmi og 25 í Suðvesturkjördæmi. Fjórir þessara 192 skóla eru einkareknir. Leikskólar á Íslandi eru 253, framhaldsskólar 36 og skólar á háskólast...

Nánar

Hver bjó til skírnarfontinn í Dómkirkjunni í Reykjavík?

Myndhöggvarinn Bertel Thorvaldsen (1770-1844) gerði skírnarfontinn í Dómkirkjunni í Reykjavík. Thorvaldsen var sonur íslensks myndhöggvara, Gottskálks Thorvaldsen, og átti danska móður, Karen Dagnes. Því stendur slagurinn milli Íslendinga og Dana hvorum hann tilheyrir. Líklegt er að Thorvaldsen hafi sjálfur talið ...

Nánar

Er örnefnið Katla aðeins notað um eldstöðina í Mýrdalsjökli?

Nafnið Katla er af sömu rót og ketill, en í Mýrdalsjökli eru sigkatlar stundum sýnilegir. Kvenmannsnafnið Katla kemur fyrir í Landnámu og í Íslendingasögum og er á sama hátt rótskylt karlmannsnafninu Ketill. Nafnið er ekki aðeins til sem heiti á eldstöðinni í Mýrdalsjökli í Vestur-Skaftafellssýslu, heldur er þ...

Nánar

Hvaða fuglar verpa í Vatnsmýrinni?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaða fugla er hægt að finna á Tjörninni í Reykjavík? Hversu margar eru endurnar á Tjörninni í Reykjavík og hve margar tegundir eru þar að staðaldri? Má veiða endur við Tjörnina? Það er nokkuð breytilegt milli ára hvaða fuglar verpa í Vatnsmýrinni og við Tjörnina. Helstu varp...

Nánar

Hvað gerir forseti Íslands og hvaða völd hefur hann?

Hver forseti mótar embættið eftir eigin höfði. Það þarf hann þó að gera innan þeirra marka sem stjórnarskrá, venjur og jafnvel tíðarandi setja honum. Starfssviði og völdum forseta má í grófum dráttum skipta í sex hluta: Formlegt hlutverk í stjórnskipun. Vald til synjunar laga. Pólitískt áhrifavald. Landkynning...

Nánar

Fleiri niðurstöður