Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 320 svör fundust

Hvað er kör sem menn leggjast í?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hver er þessi kör sem menn leggjast stundum í og hvað er talið vera svona slæmt við þetta fyrirbæri? Kör merkti upphaflega ‘ellihrumleiki (sem veldur stöðugri sængurlegu)’ en í yfirfærðri merkingu er það notað um rúm þess sjúka og er þá talað um að leggjast í kör sem þekkti...

Nánar

Hverjar voru helstu heimspekihugmyndir Platons?

Höfundur þessa svars hefur þegar fjallað um heimspeki Platons í nokkrum svörum hér á Vísindavefnum. Í svarinu Eru menn aðeins eftirmyndir af hinum fullkomna manni eða konu, líkt og málverk af stól er aðeins eftirmynd af einhverjum ákveðnum stól? gerir hann grein fyrir frægustu kenningu Platons, frummyndakenningunn...

Nánar

Hvernig myndast öskjur?

Öskjur eru stórir hringlaga sigkatlar sem útlendingar nefna „kaldera“ eftir heiti sigketils á eynni Palma, einni Kanaríeyja: La Caldera de Tuburiente. Orðið „caldron“ merkir raunar stór hitapottur, (latína: caldarium = áhald til hitunar; caldus = heitur). Öskjur myndast við það að þakið yfir kvikuþró brestur o...

Nánar

Hvers vegna var Kópavogsfundurinn haldinn og hver var tilgangurinn með honum?

Kópavogsfundurinn 1662 var afleiðing af atburðum sem höfðu gerst í Danmörku næstu ár á undan. Í danska konungsríkinu hafði aðallinn lengi ráðið miklu. Konungar voru kjörnir, þótt þeir væru jafnan valdir úr ríkjandi konungsfjölskyldu, og gátu aðalsmenn sett nýjum konungi skilyrði sem takmörkuðu völd hans. Stéttaþin...

Nánar

Hver voru helstu umhverfisáhrif Skaftárelda?

Árið 1783 var þekkt í Evrópu sem „ár undranna“ (Annus Mirabilis) vegna þeirra mörgu sérstöku atburða sem þá urðu, ekki síst þeirrar undarlegu móðu sem fyllt andrúmsloftið frá júní til október og olli miklu umtali um alla álfuna.[1] Orsakavaldurinn var eldgosið í Lakagígum. Áhrif þess á umhverfi og veðurfar teygðu ...

Nánar

Hver var Konrad Maurer og hvert var framlag hans til íslenskra fræða?

Fáir eða engir erlendir fræðimenn og „Íslandsvinir“ hafa notið jafnmikillar virðingar meðal Íslendinga og þýski réttarsögufræðingurinn Konrad Maurer. Hans er einkum minnst fyrir rannsóknir sínar í fornnorrænum og íslenskum fræðum. Um miðja 20. öld skrifaði Sigurður Nordal að Maurer hafi verið sá fræðimaður „sem al...

Nánar

Af hverju heldur Alþingi hátíðarfund á Þingvöllum 18. júlí í sumar?

Hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum miðvikudaginn 18. júlí er liður í því að minnast aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Hinn 1. desember 2018 verða hundrað ár liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Hefð er fyrir því að Alþingi minnist merkra tímamóta í sögu landsins með því að funda á Þingvö...

Nánar

Hver var þekktasta skáldkona Forngrikkja?

Saffó (6. öld f. Kr.) er langþekktasta skáldkona Forngrikkja. Gríska heimspekingnum Platoni þótti svo mikið til skáldskapar hennar koma að hann vildi gera hana að tíundu músunni, en svo nefndust gyðjur mennta og lista meðal Grikkja. Lögspekingurinn Sólon (um 630-560 f. Kr.) sem lagði grundvöll að aþenska lýðræðinu...

Nánar

Hvað er þverbrotabelti og hvernig myndast það?

Misgengi eru af ýmsu tagi en megingerðirnar eru þrjár (sjá 1. mynd): Siggengi vegna gliðnunar (til dæmis Almannagjá). Ris- eða þrýstigengi vegna samþjöppunar (engin dæmi hér á landi, en fræg í fellingamyndunum). Sniðgengi vegna hliðrunar (til dæmis Suðurlands- og Tjörnes-brotabelti). 1. mynd. Þrjár gerðir misge...

Nánar

Hver kleif Hraundranga í Öxnadal fyrstur og hvenær var það?

Hraundrangi gnæfir yfir Öxnadal og Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu í 1075 metra hæð yfir sjó. Lengi fram eftir öldum var dranginn talinn ókleifur og spunnust um hann margar þjóðsögur. Ein þeirra segir frá því að á tindinum væri kútur fullur af peningum og skyldi hann falla þeim í skaut er fyrstur klifi Hraundranga. ...

Nánar

Er hægt að sigla yfir Kreppu?

Já það er vel hægt, enda er Kreppa á sem kemur undan Brúarjökli, sameinast Kverká nokkru norðar og rennur síðan í Jökulsá á Fjöllum. Hún er vatnsmikil og erfið yfirferðar vegna sandbleytu. Þorvaldur Thoroddsen segir að hún sé "mikið og ljótt vatnsfall" (Ferðabók I:370). Kreppa (til vinstri) og Jökulsá á Fjöllum ...

Nánar

Af hverju heitir vínarbrauð þessu nafni, er það komið frá Vínarborg?

Íslendingar hafa líklegast kynnst vínarbrauðum hérlendis á 19. öld því að Elín Jónsson Briem gefur uppskrift af þeim í Kvennafræðaranum. Hún segir: Vínarbrauð. Sama deig eins og í kökusnúðum smurt á plötu og stráð á það steyttum sykri (1911:189).Í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru ekki mörg dæmi um vínarbrauð, e...

Nánar

Fleiri niðurstöður