Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 82 svör fundust

Hvert er elsta þekkta íslenska leikritið?

Elsta varðveitt leikrit sem samið er á íslensku er Sperðill eftir sr. Snorra Björnsson á Húsafelli (1710- 1803). Það birtist þó ekki á prenti fyrr en árið 1989 í bók Þórunnar Valdimarsdóttur Snorri á Húsafelli. Áhugavert er að leikritið ber keim af alþýðugamanleikjum sem rekja má aftur til miðalda og kallaðir eru ...

Nánar

Hvað var Sturlungaöld?

Sturlungaöldin var í raun einungis 42-44 ára tímabil á miðri 13. öld. Hún er einn ofbeldisfyllsti tími Íslandssögunnar. Sturlungaöldin einkenndist af liðssafnaði valdamikilla höfðingja sem herjuðu hverjir á aðra með vígaferlum og gripdeildum. Sturlungaöldin dregur nafn sitt af Sturlungunum sem voru valdamesta ætti...

Nánar

Hver er nákvæm íbúatala Íslands?

Samkvæmt tölum Hagstofunnar var mannfjöldi á Íslandi þann 1. desember 2004 alls 293.291. Ári fyrr var mannfjöldinn 290.490 og er fjölgunin því 0,96%. Fleiri svör um mannfjölda á Vísindavefnum:Hversu margir bjuggu á Íslandi þegar Snorri Sturluson var uppi?Hvað bjuggu margir á Íslandi árin 1918 og 1944?Hvað mu...

Nánar

Hvað bjuggu margir á Íslandi árin 1918 og 1944?

Samkvæmt áreiðanlegustu upplýsingum bjuggu 91.368 manns á Íslandi í byrjun árs 1918 og 91.897 manns í árslok sama ár; meðalmannfjöldinn árið 1918 var því 91.633 manns. Samsvarandi tölur fyrir árið 1944 eru 125.967 og 127.791. Meðalmannfjöldinn það ár var 126.879 manns. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvers...

Nánar

Hver var æviferill Sturlu Þórðarsonar sagnameistara?

Sturla Þórðarson var fæddur á Ólafsmessu, 29. júlí, árið 1214. Faðir hans var höfðinginn Þórður Sturluson (1165-1237), en móðir hans hét Þóra og var frilla Þórðar. Er hún ekki ættfærð frekar, en vitað er að hún lést þegar Sturla var á barnsaldri, árið 1224. Þau Þórður áttu fleiri börn saman. Sturla og Ólafur, ...

Nánar

Af hverju eru trýni á hundum alltaf blaut?

Nef hunda er venjulega rakt. Á trýni hunda eru frumur sem seyta vökva (e. mucus) og þannig helst trýnið rakt og hundarnir viðhalda sínu gríðarlega næma þefskyni, en nefið er sjálfsagt það skynfæri sem hundar styðjast helst við. Hundaeigendur kannast vel við að hundar sleiki á sér trýnið. Vökvinn sem frumurnar ...

Nánar

Hvaðan kemur málshátturinn „fall er fararheill“ og hvað merkir hann?

Elsta heimild um málsháttinn fall er fararheill, sem mér er kunnugt um, er úr Heimskringlu Snorra Sturlusonar, nánar tiltekið úr Haralds sögu Sigurðarsonar. Í 90. kafla sögunnar segir (stafsetningu breytt):Haraldur konungur Guðinason var þar kominn með her óvígan, bæði riddara og fótgangandi menn. Haraldur konungu...

Nánar

Hvernig myndaðist Svínahraun?

Svínahraun hefur runnið úr Eldborg undir Lambafelli, árið 1000 (eða 999) að því talið er. Gosið tengist þessari sögu frá kristnitökunni á Þingvöllum: Þá kom maður hlaupandi og sagði, að jarðeldur var upp kominn í Ölfusi og mundi hann hlaupa á bæ Þórodds goða. Þá tóku heiðnir menn til orðs: „Eigi er undur í, að go...

Nánar

Hver skrifaði Njálu og hvenær var hún skrifuð?

Höfundur Njálu er óþekktur. Hvergi í handritum sögunnar né í neinum fornum heimildum er þess getið hver hafi skrifað hana. Sagan sjálf gefur heldur engar upplýsingar sem geti leyft ótvíræða ályktun um þetta. Á síðari tímum hafa margar tilraunir verið gerðar til að leiða líkur að því hver höfundurinn sé. Í formá...

Nánar

Hvað hét bústaður Freys og annarra norrænna goða?

Úr brám Ýmis gerðu goðin virkisgarð umhverfis mannheim til að verjast jötnum. Þessi víggirta borg heitir Miðgarður. Eftir að Bors synir höfðu skapað fyrstu mennina komu þeir saman ásamt goðum og gyðjum á Iðuvöllum og reistu sér borg í miðjum heimi sem fékk nafnið Ásgarður, því næst voru bústaðir Ásgarðs byggðir. Í...

Nánar

Hvenær var stafurinn y tekinn upp á Íslandi?

Stafurinn y hefur verið ritaður hérlendis allt frá elstu textum. Í upphafi var y kringt, bæði langt og stutt og borið fram eins og y í dönsku. Á síðari hluta 15. aldar hófst sú breyting að stutt og langt y afkringdist og féll í framburði saman við i og í. Sama gerðist með tvíhljóðið ey. Það afkringdist og féll ...

Nánar

Er hægt að senda fólk á milli staða með teleport-tækni? - Myndband

Engin þekkt tækni eða eðlisfræðileg lögmál leyfa slíkan flutning á efni milli staða þannig að svarið við spurningunni er ótvírætt nei! Hins vegar hefur hugtakið "quantum teleportation" verið notað fyrir flutning á ástandi skammtafræðilegs kerfis. Slíkan „ástandsflutning“ má til dæmis framkvæma með því að senda ...

Nánar

Hvert leituðu norrænir ásatrúarmenn til lækninga? Hver var guð lækninga?

Svo virðist sem bæði konur og karlar hafi fengist við lækningar að fornu. Í Snorra-Eddu er sagt að gyðjan Eir sé „læknir bestur" og í fornsögum kemur víða fyrir að konur og karlar geri að sárum manna. Hildigunnur læknir er nefnd í Njálu, Hjalti Skeggjason læknar blástur í fæti Ingjalds frá Keldum í sömu sögu, Álfg...

Nánar

Er karlinn í tunglinu til?

Í evrópskri þjóðtrú er oft minnst á karlinn í tunglinu. Hér á landi er til þjóðsaga um karlinn og hann sagður hafa verið bóndi nokkur sem hafi bundið hey sitt á sunnudegi. Guð ákvað að refsa honum fyrir að vinna á hvíldardaginn með því að setja hann upp í tunglið. Í Noregi ber samsvarandi karl hrís í körfu á bakin...

Nánar

Fleiri niðurstöður