Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 738 svör fundust

Hvers vegna eru stjörnurnar hvítar?

Í raun eru stjörnurnar ekki allar hvítar. Þær virðast aðeins vera það vegna þess að þær eru of litlar og daufar til að augu okkar greini litina í þeim. Augljósasta sannindamerkið um það að stjörnur eru ekki allar hvítar blasir við á himninum. Sólin okkar er stjarna og eins og allir vita er hún gul á l...

Nánar

Af hverju er krabbamein kallað þessu nafni?

Áður en komið er að nafngiftinni er ekki úr vegi að gera grein fyrir eðli krabbameina. Krabbamein eru margvísleg að uppruna, en að mörgu leyti sambærileg hvað hegðun varðar. Þau mynda flokk alvarlegra sjúkdóma sem yfirleitt eru lífshættulegir ef viðeigandi meðferð er ekki beitt. Krabbamein einkennast flest af f...

Nánar

Finna skordýr til?

Hér er einnig svar við spurningunni:Hafa ormar tilfinningar? Öllum dýrum er lífsnauðsynlegt að skynja umhverfi sitt. Án skynjunar væri þeim voðinn vís þar sem þau gætu ekki skynjað hættur í umhverfinu og forðast þær. Jafnvel einföldustu dýrin, sem eru aðeins ein fruma (einfrumungar), skynja aðstæður í umhve...

Nánar

Er líf á sólinni?

Svarið er nei; það er ekkert líf á sólinni. Til þess liggja margar ástæður sem eru þó ekki með öllu óskyldar. Veigamesta ástæðan er sú að það er gríðarlega heitt á sólinni. Hitinn í iðrum hennar mælist í milljónum stiga á Selsíus og hitinn við yfirborðið í þúsundum stiga. Í slíkum hita verður allt efni gerólíkt...

Nánar

Af hverju er maður með blóð í líkamanum?

Blóðið gegnir mjög mikilvægu hlutverki þar sem það sér um að koma súrefni til vefja líkamans og losa þá við koltvíoxíð þannig að þeir geti starfað eðlilega eins og fjallað er um í svari við spurningunni: Hvernig flyst koltvíoxíð frá vefjum til lungna? Einnig gegnir það hlutverki í vörnum líkamans þar sem hvítkorni...

Nánar

Hvað er sogæðabólga?

Umhverfis allar frumur í líkamanum er vökvi sem er kallaður millifrumuvökvi og er hann nálægt því að vera 15% af líkamsþyngdinni. Þessi vökvi endurnýjast stöðugt vegna leka út úr háræðunum og hann tæmist út í sogæðakerfið eða öðru nafni vessaæðakerfið. Sogæðarnar liggja í gegnum eitla, sem gegna meðal annars því h...

Nánar

Hvað eru örverur?

Örverur (e. microbes, microorganism) eru ekki vel skilgreint líffræðilegt hugtak heldur safnheiti yfir smásæjar lífverur sem ekki er hægt að greina með berum augum. Þetta geta verið einfrumungar, hvort sem er heilkjarna eða dreifkjarna, en einnig smásæir fjölfrumungar. Fræðigreinin sem fjallar um þessar lífve...

Nánar

Af hverju verða bananar brúnir eða svartir?

Hér er einnig svarað spurningunni:Þroskast bananar fyrr í kulda? Ef ég set banana í frystinn og tek þá út stuttu síðar þá eru komnir brúnir blettir í þá. Eflaust hafa margir tekið eftir því að þegar bananar eru geymdir í nokkra daga breytist litur hýðisins úr gulum yfir í brúnan eða svartan. Það sama á sér stað...

Nánar

Af hverju er fólk á móti fötluðum?

Ég held það sé of mikið sagt að fólk sé á móti fötluðum. Hins vegar búa fatlaðir við neikvæð viðhorf og fordóma sem gera þeim lífið erfitt. Margir líta á fatlaða sem „bagga” á samfélaginu. Fræðimenn vilja rekja slík viðhorf til breyttra þjóðfélagshátta í kjölfar iðnbyltingarinnar (Barnes, Mercer og Shakespeare,...

Nánar

Hvað er POSIX?

POSIX (Portable Operating System Interface for UNIX) er staðall sem skilgreinir viðmót stýrikerfis gagnvart notendaforritum. Þessi staðall er um 15 ára gamall og var upphaflega ætlaður til þess að samræma viðmót þeirra mörgu stýrikerfa sem svipuðu til UNIX stýrikerfisins og voru í notkun á þeim tíma. Þetta voru st...

Nánar

Hvers vegna er dáleiðsla ekki notuð í dómsal?

Saga dáleiðslu hófst á 18. öld með læknisfræðitilraunum Austurríkismannsins Franz Antons Mesmers (1734-1815) og eftir nafni hans er orðið 'mesmerize' dregið, en það þýðir 'að dáleiða'. Upphaflega reyndi Mesmer að lækna ýmiss konar sjúkdóma með því að leggja segla við þau svæði líkamans þar sem fólk kenndi sér einh...

Nánar

Hvað merkir hugtakið smásaga?

Það er hægt að skilgreina hugtakið smásaga á ýmsa vegu, til dæmis svona: Smásaga er skálduð frásögn, styttri en skáldsaga. Lengd smásagna getur þó verið allt frá einni eða nokkrum síðum upp í um eða yfir hundrað síður. Um mjög stutta texta sem geta staðið sjálfstæðir er þó stundum notað hugtakið örsaga og að sama ...

Nánar

Fleiri niðurstöður