Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 462 svör fundust

Er það rétt að tannskemmdir hafi ekki þekkst meðal Forngrikkja?

Nei, það er ekki rétt. Þótt ekki sé mikið rætt um tannpínu í þeim forngrísku textum sem varðveist hafa eru þó til orðin odontalgía, sem þýðir tannpína, og sögnin odontalgeo, sem þýðir að hafa tannpínu. Þessi orð koma til að mynda fyrir í ritum hins fræga læknis Galenosar. Nú er vitaskuld hægt að finna til tannpínu...

Nánar

Hvaða kona var fyrst til þess að fara út í geiminn?

Fyrsti kvenkyns geimfarinn var hin sovéska Valentina Tereshkova. Tereshkova var ekki flugmaður eins og svo margir af fyrstu geimförunum, heldur starfaði hún áður í textílverksmiðju. Hún var ein fimm kvenna sem valdar voru árið 1962 til þess að taka þátt í geimferðaþjálfun, en Sovétmenn höfðu mikinn áhuga á að ...

Nánar

Hvaða lækningagildi hefur lúpínan?

Hér er einnig svar við spurningunni: Er lúpínuseyði gott til verndar ónæmiskerfinu og hefur það verið rannsakað vísindalega? Maður að nafni Ævar Jóhannesson hefur framleitt lúpínuseyði frá árinu 1988 og gefið þeim sem þiggja vilja. Hefur það verið notað af fjölmörgum einstaklingum sem hafa glímt við ýmsa kvilla ...

Nánar

Er hægt að sitja einhvers staðar annars staðar en á rassinum?

Eftir nokkrar vettvangsrannsóknir, verklegar tilraunir og aðrar raunir hefur ritstjórn komist að þeirri niðurstöðu að það er vissulega hægt að sitja annars staðar en á rassinum. Í undirbúningi jólanna er stundum svo mikið kapp lagt á að gera "allt klárt" að sjálf börnin sitja á hakanum. Það er fremur ónotalegt ...

Nánar

Hvað er vitað um gos í Grímsvötnum sem verða utan Grímsvatnaöskjunnar?

Goshættir í Grímsvatnakerfinu ráðast mjög af umhverfisaðstæðum. Mestu munar hvort gosin verða innan Vatnajökuls, þar sem áhrif utanaðkomandi vatns eru ráðandi, eða á gosreininni utan hans, þar sem hegðunin ræðst mest af samsetningu og eiginleikum kvikunnar. Jafnframt hafa gos innan Grímsvatnaöskjunnar ákveðin eink...

Nánar

Hvað er átt við þegar talað er um „eðli vísindalegra skýringa“?

Þegar talað er um eðli vísindalegra skýringa er átt við einkenni slíkra skýringa sem gera þær frábrugðnar annars konar skýringum, til dæmis hversdagslegum skýringum. En hvaða einkenni skyldu þetta vera? Lítum fyrst á skýringu á einhverju hversdagslegu fyrirbæri. Í bókinni Þannig hugsum við segir bandaríski hei...

Nánar

Hver er munurinn á slettum, slangri og tökuorðum?

Með orðinu sletta er átt við orð eða samband orða sem borist hefur inn í tungumál úr öðru máli en er ekki viðurkennt þar sem það hefur ekki aðlagast hljóð- eða beygingarkerfinu. Í íslensku er helst talað um dönsku- eða enskuslettur. Enska orðið sjeik 'mjólkurhristingur' er til dæmis merkt ?? í nýju orðabókinni frá...

Nánar

Hvað eru samsætur?

Frumeindir (atóm) samanstanda af jákvætt hlöðnum kjörnum og neikvætt hlöðnum rafeindum á sveimi umhverfis kjarnana. Frumeindakjarnar samanstanda ennfremur af jákvætt hlöðnum róteindum og óhlöðnum nifteindum. Fjöldi róteinda segir til um sætistölu viðkomandi frumeinda og er hún einkennandi fyrir viðkomandi frumefni...

Nánar

Hvað kallast fólkið frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á íslensku?

Sameinuðu arabísku furstadæmin kallast United Arab Emirates á ensku og á því tungumáli er orðið Emiratis notað þegar vísað er til þegnanna. Íslenskan virðist hins vegar ekki eiga neitt orð yfir íbúa landsins ef marka má lista yfir ríkjaheiti sem er að finna á vef Árnastofnunar. Listi þessi var tekinn saman af...

Nánar

Hvað merkir holið í Hollandi?

Hol-ið í landaheitinu Holland er alls engin hola eða holrúm heldur táknaði það upprunalega skóg. Holland hét áður fyrr Holtlant, en það merkir bókstaflega skóglendi. 'Holt' þýðir skógur og 'lant' er sama og 'land'. Síðan hefur t-ið fallið úr nafninu. Horft til himins úr holtlendi. Eldri merking orðsins holt á ...

Nánar

Hvað á afríkufíll mörg afkvæmi í einu, getur hann eignast tvíbura?

Það er almenn regla meðal stærri spendýra að þau eignist aðeins eitt afkvæmi í einu. Tvíburafæðingar hjá þessum dýrum eru því afar sjaldgæfar en slíkt kemur þó fyrir, meðal annars hjá fílum (Elephantidae), en höfundur hefur ekki upplýsingar um tíðni slíkra fæðinga. Það má segja að fílar sem tegund græði lítið...

Nánar

Finnast albínóar meðal allra dýrategunda?

Albínismi er þekkt erfðafræðilegt ástand hjá öllum hryggdýrum. Albínóar finnast einnig meðal skordýra, til að mynda eru til hvítingjar af fiðrildategundinni Erebia epiphron silesiana. Orsökin fyrir albínisma liggur í stökkbreytingu í geni sem tjáir ensímið týrósínasa en það leikur mikilvægt hlutverk í myndun me...

Nánar

Fleiri niðurstöður