Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3111 svör fundust

Hversu mikið af fiski éta hvalir?

Spurningin í heild var svohljóðandi:Hversu mikinn fisk er talið að hvalir hafi étið á ári áður en þeir voru friðaðir og hversu mikið er talið að þeir éti nú?Erfitt er að meta fæðunám hvala þar sem oft er mikil óvissa um fæðuval, orkuþörf og stofnstærðir. Stofnstærðir hvala eru metnar út frá talningum og getur mat...

Nánar

Til hvers er botnlanginn?

Botnlanginn er hol tota sem gengur út frá botnristlinum. Hlutverk hans eða tilgangur í mönnum er mjög á huldu. Til dæmis virðist unnt að fjarlægja hann hvenær sem er á ævinni án þess að það hafi nein sýnileg áhrif. Hins vegar gegnir botnlanginn mikilvægu hlutverki í ýmsum dýrum. Talið er að botnlangi í mönnum sé l...

Nánar

Hver var Lao Tse og hvað gerði hann?

Lao Tse var uppi í Kína á 6. öld fyrir Krist. Hann var umsjónarmaður við bókasafn framan af ævinni. Á leið sinni burt frá Kína, á efri árum, skrifaði hann bókina Tao-te-king sem þýdd hefur verið á íslensku með titlinum Bókin um veginn. Sú bók er höfuðrit taóisma, kínverskrar heimspekihefðar. Konfúsíus og Lao Ts...

Nánar

Af hverju gerist alltaf eitthvað þrennt í ævintýrum?

Notkun tölunnar þrír í ævintýrum er sennilega tilkomin vegna þess að frá örófi alda hefur hún verið talin afar máttug og einnig vegna þess að í frásagnarlist er endurtekning stílbragð sem getur magnað upp spennu. Talan þrír hefur löngum þótt búa yfir yfirnáttúrulegum krafti ásamt fleiri tölum, til dæmis 7, 9 o...

Nánar

Hversu hátt fyrir ofan jörðina eru skýin?

Skýin eru mismunandi hátt frá yfirborði jarðar. Hvernig þau líta út og hve hátt þau eru fer eftir því hve heitt var þegar þau mynduðust. Talið er að til séu um það bil 100 ólíkar tegundir skýja. Ský teygja sig yfirleitt hærra í hlýrri beltum jarðar. Ský er raki sem gufað hefur upp frá yfirborði jarðar og færst...

Nánar

Hvernig lifir sleggjuháfur?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Hvar lifir sleggjuháfur? Lifir sleggjuháfurinn við Ísland? Ef svo er ekki hefur hann flækst hingað? Hvað borðar sleggjuháfur? Sleggjuháfar (e. hammerhead sharks) eru hákarlar af ættkvíslunum Sphyrna og Eusphyrna. Þeir eru auðþekkjanlegir vegna sérkennilegrar lögunar á haus sem...

Nánar

Er slæmt fyrir stelpur að slá með sláttuorfi?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvaða áhrif hefur það á móðurlífið að vinna á orfi? Ættu konur ekki að vinna á orfi eða er það bara vitleysa?Ekki er unnt að svara því á afgerandi hátt og með fullri vissu hvort hættulegt sé fyrir stúlkur að vinna með tæki sem valda titringi um allan líkamann eins og sláttuorf. ...

Nánar

Er sódavatn óhollt?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er sódavatn óhollt? Hefur koltvísýringurinn slæm áhrif á líkamann?Ekki er vitað til þess að koltvísýringur úr kolsýrðum drykkjum hafi nein alvarleg áhrif á líkamann. Koltvísýringur breytist í kolsýru í lausn og sýrir þannig lausnina eitthvað, en í flesta gosdrykki er einnig ...

Nánar

Geta dýr skynjað jarðskjálfta áður en þeir verða?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Er það ekki satt að dýr skynji jarðskjálfta áður en þeir fara alveg á fullt? Og hvernig bregðast þau við þeim?Fjölmörg dæmi eru þekkt um einkennilega hegðun dýra rétt fyrir jarðskjálfta. Í bænum Santa Cruz í Bandaríkjunum faldi heimilishundur sig undir rúmi sex klukkustundum fy...

Nánar

Hákarl sem veiðist við Ísland er sagður vera eitraður sé hann etinn ferskur, en erlendis borða menn hákarl ferskan. Hvernig stendur á þessu?

Ólíkt mörgum öðrum hryggdýrum hafa hákarlar ekkert þvagkerfi. Þvagefnið (urea) streymir þess vegna úr vefjum og blóðrás dýrsins með osmósu. Þessi leið til að losa þvagefni úr líkamanum kom snemma fram í þróunarsögunni og ber vitni um það hversu frumstæð dýr hákarlar eru, enda hafa þeir verið í nokkurn veginn óbrey...

Nánar

Hver er réttarstaða manns sem stelur þýfi?

Hér snýr málið nokkuð ólíkt við eftir því hverjar aðstæðurnar eru. Skoðum þrjú dæmi:A stelur sjónvarpi frá B en B stelur sjónvarpinu sjálfur til baka. A stelur sjónvarpi frá B en C stelur sjónvarpinu svo frá A. A stelur sjónvarpi frá B en C stelur sjónvarpinu aftur frá A til að skila B. Málið flækist nokkuð ef...

Nánar

Getur þú sagt mér allt um trúðfiska?

Alls eru þekktar um 25 tegundir innan ættkvíslarinnar Amphiprion eða trúðfiska og finnast langflestar þeirra í hitabeltissjó. Hinn eiginlegi trúðfiskur (Amphiprion percula), sem stundum nefnist einnig anemónufiskur, er appelsínugulur með þrjár breiðar hvítar rendur. Hann er frekar smár og verður vart meira en 8...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um arfgeng heilablóðföll?

Heilablóðfall eða heilaslag getur stafað af tveimur meginorsökum. Annars vegar er um að ræða svokallað heiladrep þegar fyrirstaða eins og blóðtappi verður í einni af heilaslagæðunum. Af því leiðir að það heilasvæði sem æðin liggur til fær ekki þá næringu og súrefni sem það þarfnast og deyr í kjölfarið. Hin...

Nánar

Hvað búa nákvæmlega margir í Kína?

Það er engin leið að segja til um hversu margir búa nákvæmlega í Kína, ekki frekar en það er hægt fyrir flest önnur lönd. Í fámennu vestrænu landi eins og okkar er það kannski ekki ýkja flókið að halda utan um upplýsingar um fólksfjölda en samt sem áður getum við ekki vitað upp á hár hversu margir búa hér á landi ...

Nánar

Fleiri niðurstöður