Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3110 svör fundust

Hvenær fórum við að nota íslenskar stúdentshúfur?

Stúdentshúfur á Íslandi eiga sér langa sögu en segja má að stúdentshúfan sem flestir nota í dag eigi rætur að rekja til áranna rétt fyrir og eftir 1918, eða til þess tíma sem Íslendingar urðu fullvalda. Saga húfunnar tengist þeim hræringum sem urðu í íslensku þjóðlífi í aðdraganda fullveldis. Eiginlegar stúdent...

Nánar

Hvernig virka orgel?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvernig virka kirkjuorgel? Í íslensku er orðið orgel bæði notað um hljóðfærið sem hefur pípur og gömlu fótstignu hljóðfærin. Erlendis er orðið orgel ekki notað um fótstignu hljóðfærin heldur eru þau nefnd harmóníum enda er virkni þeirra allt önnur. Í þessu svari er fyrst o...

Nánar

Hversu langt getur hraun flætt áður en það storknar?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hversu langt getur hraun flætt áður en það storknar? Einfalda svarið er líklega: „það fer eftir aðstæðum“, en hvaða aðstæður spila stærstan þátt, og hvert er heimsmetið í hraunrennsli í kílómetrum talið? Hversu langt hraun getur flætt áður en það storknar fer eftir „efnum ...

Nánar

Hvað er spennuröð málma og hvernig tengist hún tæringu?

Hér er einnig svarað spurningunum:Er að velta fyrir mér hvort það sé rétt sem mér hefur verið sagt að járn og ál passi illa saman, þ.e að það verði tæring á milli þeirra.Hvernig tengist rafspenna tæringu, og hvaða efni er hægt að nota til að berjast gegn tæringu? Fæ ekki útskýringu neins staðar á veraldarvefnum. ...

Nánar

Hvernig er stöðuorku breytt í hreyfiorku?

Orka hlutar er í stuttu máli geta hans eða hæfileiki til að framkvæma vinnu, en þessi hugtök eru útskýrð nánar hér á eftir. Stöðuorka og hreyfiorka eru afar nátengd hugtök sem urðu til nokkurn veginn samhliða. Þegar hefðbundin aflfræði (classical mechanics) er kennd nú á dögum er stöðuorka venjulega kynnt fyrst...

Nánar

Hvað eru til margar tegundir af lifrarbólgu og hvað veldur þeim?

Margar tegundir eru til af lifrarbólgum og orsakast flestar þeirra af veirum. Sumar tegundir smitast með óhreinu vatni eða matvælum, sumar smitast á svipaðan hátt og alnæmi og enn aðrar eru hitabeltissjúkdómar sem moskítóflugur bera á milli manna. Sumar lifrarbólgur eru tiltölulega vægir sjúkdómar en aðrar eru mjö...

Nánar

Er hægt að "skrifa" á kristalla líkt og harða diska?

Athugum aðeins harða diska áður en spurningunni er svarað. Á stærðarkvarða les- og skrifhaussins hefur harður diskur í tölvu slétt yfirborð. Yfirborðið er fjölkristallur, það er ekki einn samfelldur kristallur með einsleitinni grind heldur eins og mörgum kristöllum með mismunandi grindarstefnur hafi verið þjappað ...

Nánar

Hvað er iktsýki?

Iktsýki eða Rheumatoid arthritis nefnist í daglegu tali liðagigt og er einn af algengustu liðabólgusjúkdómunum. Til liðagigtar teljast meðal annars liðbólgusjúkdómar eins og sóragigt (psoriasis-liðagigt = Psoriasis arthritis) og liðbólgusjúkdómar er geta fylgt iðrabólgusjúkdómum, ásamt fleirum fjölliðabólgusjúkdóm...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um stjörnuna Vegu?

Á norðurhveli jarðar er Vega næst bjartasta stjarna næturhiminsins, á eftir Síríusi, rétt aðeins bjartari en Kapella í Ökumanninum og fimmta bjartasta stjarna himins. Stjarnan er af birtustigi 0,03. Vega er pólhverf, það er sest aldrei frá Íslandi séð en er samt oft bara rétt ofan við sjóndeildarhringinn. Stjarnan...

Nánar

Hver var Wernher von Braun og fyrir hvað var hann frægur?

Wernher von Braun var annar í röð þriggja sona Magnúsar von Brauns baróns og Emmy von Quistorp barónessu. Hann fæddist 23. mars árið 1912 í Wirsitz í Poznan, sem þá var hérað í Prússlandi en tilheyrir nú Póllandi. Wernher var draumóramaður frá unga aldri og hann ákvað aðeins tíu ára gamall að markmið sitt í lífinu...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um samanburð á siðfræði Kants og Mills?

Hér er einnig svarað spurningu Hlínar Reykdal:Hver er munurinn á skyldusiðfræði og afleiðingasiðfræði?Siðfræði Johns Stuarts Mill (1806–1873) tilheyrir svonefndri nytjastefnu en megineinkenni hennar er að athafnir öðlast réttlætingu í ljósi afleiðinga þeirra fyrir almannaheill. Þetta hefur verið kallað hámarkshami...

Nánar

Hverjir eru íslensku sauðalitirnir og hversu margir eru þeir?

Íslenskt sauðfé mun hafa komið til Íslands frá Noregi um landnám. Það er náskylt gamla norska stuttrófufénu sem var upprunalega hyrnt en er nú mikið til orðið kollótt vegna ræktunar á kollóttu umfram hyrnt á síðustu áratugum. Sumir af íslensku sauðalitunum finnast í norska stuttrófufénu en litum mun hafa fækkað þe...

Nánar

Hvernig verka brúnkukrem?

Vísindavefnum hafa borist nokkrar spurningar um brúnkukrem enda hefur notkun slíkra krema aukist verulega síðustu misserin. Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Eru brúnkukrem (sólbrúnka án sólar) á einhvern hátt skaðleg húðinni?Hvernig verkar brúnkukrem? Er það bara litarefni sem klessist á húðina eða örv...

Nánar

Hvað getur þú sagt mér um þvottabirni?

Þvottabirnir (Procyon lotor, e. raccoon eða racoon) eru rándýr af ætt hálfbjarna (Procyonidae). Þeir eru kraftaleg og digur rándýr sem minna um margt á lítil bjarndýr. Þvottabirnir eru yfirleitt 60-100 cm á lengd og er skottið oft tæpur helmingur af lengd dýrsins. Höfuðið er breiðleitt en trýnið er stutt og mjótt....

Nánar

Fleiri niðurstöður