Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 689 svör fundust

Hver er uppruni orðtaksins „Þar stendur hnífurinn í kúnni"?

Þetta orðatiltæki er notað til að lýsa aðstæðum þar sem allt situr fast eða þar sem ágreiningsatriði hamlar frekari framgöngu einhvers. Dæmi um notkun: „Búið er að semja um taxtahækkanir en ekki hefur náðst samkomulag um vaktaálag. Þar stendur hnífurinn í kúnni.” Elsta mynd orðatiltækisins er „Nú stendur hnífur...

Nánar

Hvað eru mörg lbs í einu kílói?

Skammstöfuni lb stendur fyrir breskt pund og lbs fyrir pund í fleirtölu, en hægt er að lesa meira um mynteininguna pund í svari við spurningunni Hver er uppruni pundsmerkisins og af hverju er það táknað með £? Í einu kílógrammi eru rúm 2,2 pund en pundið er um 0,45 kg. Til eru fjölmargar síður á Netinu sem bjóð...

Nánar

Hvaðan er orðið eykt komið? Hver er upprunaleg merking þess?

Hér er jafnframt svarað spurningu Björgvins Ármannssonar Hver er uppruni orðsins eykt? Hver er skyldleiki þess við önnur orð í íslensku eða öðrum málum? Orðið eykt er notað annars vegar um þrjár klukkustundir og hins vegar um tímann frá 3.30–4.30. Það finnst einnig í öðrum Norðurlandamálum, til dæmis nýnorsku ø...

Nánar

Hvaða dýrategund er elst?

Út frá rannsóknum á steingervingum er sennilegt að tegund nokkur af fylkingu armfætlinga (brachiopoda), sem fengið hefur íslenska nafnið tyngla en nefnist á latínu lingula, sé sú tegund sem lengst hefur verið við lýði af núlifandi tegundum jarðarinnar. Tegund þessi hefur fundist í steingervingalögum frá kambríum t...

Nánar

Hvað heita tungl Mars?

Mars hefur tvö lítil tungl, Fóbos (e. Phobos) og Deimos. Bandaríski stjörnufræðingurinn Asaph Hall sá þau fyrstur manna árið 1877. Þá var Mars bæði í gagnstöðu (e. opposition) og sólnánd (e. perihelion), en þá er fjarlægð hans frá jörð í algeru lágmarki. Tunglin draga nöfn sín af hestunum sem drógu vagn stríðsg...

Nánar

Hvað þýðir orðið gerpi í raun og veru og hver er uppruni þess?

Í fornu máli var til lýsingarorðið gerpilegur í merkingunni ‛garpslegur, vænlegur’. Í Þorsteins sögu Síðu-Hallssonar, 4. kafla, stendur til dæmis: at ráð þitt var gerpiligt, þá er þú vart með goðorð Þorsteins ok veittir mörgum bæði í fjártillögum ok málafylgjum, en nú gefr þér glámsýni … Einnig kemur fyri...

Nánar

Hvaða hött er átt við þegar eitthvað er 'út í hött'?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Af hverju er orðatiltækið „út í hött“ dregið? Samkvæmt Ásgeiri Blöndal Magnússyni er orðið höttur í orðasamböndum eins og svara (líta) út í hött 'út í bláinn' og að vera á höttunum eftir einhverju 'reyna að ná í eitthvað, svipast um eftir einhverju' þekkt frá því á 1...

Nánar

Hvaða gor er þetta hjá gormæltum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan er orðið gormæltur/gormæli og hver er skýring á því? Á vinnustað mínum skapaðist umræða um hvaðan orðið gormæltur er komið? Eitt okkar hafði til dæmis lifað í þeim misskilningi að það væri ritað gorm-mæltur og hugsaði sér að skýringin væri að hljóðið úr barka þess s...

Nánar

Hvað er átt við með orðinu endemi?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er endemi og eru þarna einhver tengsl (eða jafnvel ruglingur) við ein(s)dæmi? Orðið endemi hefur fleiri en eina merkingu. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:153) eru merkingarnar ‘e-ð dæmalaust eða fáránlegt; for, saurindi’ en fyrsta merking...

Nánar

Hver er uppruni orðsins að selflytja?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur orðatiltækið að selflytja og í hvaða merkingu var það notað í upphafi? Sögnin að selflytja var orðin vel þekkt í málinu á síðari hluta 19. aldar. Merkingin er samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:1259) að ‘flytja eitthvað í áföngum (í mörgum ferðum og aðeins nokkur...

Nánar

Hvaða draumur er í dós?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur hugtakið “draumur í dós”? Hvaða draumur og úr hvaða dós? Orðið draumur hefur tvær merkingar. Annars vegar ‘fyrirburður í svefni’ og hins vegar ‘eitthvað ljómandi gott, indælt’. Síðari merkingin virðist tiltölulega ung og hefur líklega borist hingað frá Dan...

Nánar

Fleiri niðurstöður