Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 689 svör fundust

Hver er uppruni og merking páskaeggsins?

Saga páskaeggsins á Íslandi er ekki löng og nær reyndar ekki lengra aftur í tímann en til annars áratugs 20. aldar. Saga páskaeggsins er þó mun lengri í Evrópu. Upphafið má rekja til þess að á miðöldum þurftu leiguliðar í Mið-Evrópu að gjalda landeigendum skatt í formi eggja fyrir páska. Leiguliðar þurftu reynd...

Nánar

Hvernig á að beygja heiti bókstafanna í eintölu og fleirtölu?

Ef þörf er á að beygja bókstafina eru þeir allir auðbeygðir nema helst a-ið. Ef stafirnir d og f eru teknir sem dæmi beygjast þeir á eftirfarandi hátt í eintölu og fleirtölu: FallEintalaFleirtala Nf.dédé Þf.dédé Þgf.déidéum Ef.désdéa FallEintalaFleirtala Nf.effeff Þf.effeff Þgf...

Nánar

Hvað gera þjóðfræðingar?

Fræðigreinin þjóðfræði fæst við hvers kyns þjóðlegan fróðleik, þjóðsögur, þjóðkvæði, þjóðlög og margt fleira. Þjóðfræði er kennd við Háskóla Íslands og tilheyrir félagsvísindasviði, innan félags- og mannvísindadeildar. Um þjóðfræði og störf þjóðfræðinga er til dæmis hægt að lesa um á vef Háskóla Íslands. Textinn s...

Nánar

Hvort er maður þúsundþjalasmiður eða þúsundfjalasmiður?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Segir maður þúsundþjalasmiður eða þúsundfjalasmiður? Ég lærði að þetta ætti við um handlaginn trésmið, en ég hef einnig heyrt að það sé komið frá Völundi úr Völundakviðu. Orðið sem spurt er um er þúsundþjalasmiður, samsett af orðunum þúsund, þjöl og smiður. Orðið er notað u...

Nánar

Af hverju heitir bakkelsið ástarpungar?

Heitið ástarpungur um kúlulaga, djúpsteikt kaffibrauð þekkist að minnsta kosti frá fjórða áratug 20. aldar. Sennilega er það lögun kökunnar sem kallað hefur á nafnið en óneitanlega minnir hún á þennan hluta af kynfærum karla. Elsta dæmi á timarit.is er úr sögu í dagblaðinu Vísi frá 1934: ofan á allar góðgerðir...

Nánar

Hvað er skammrif og hvaða böggull fylgir því?

Skammrif er annars vegar notað um stutt rifbein í kind, það er eitthvert af fjórum fremstu rifjunum en hins vegar um framhluta kindarskrokks (bringu, hrygg og fjögur fremstu rifin). Orðið er notað í tveimur orðasamböndum, það eru komin/farin skammrifin úr deginum ‘það er tekið að líða á daginn’ og þar fylgir böggu...

Nánar

Hver er saga sextugakerfis Babýloníumanna?

Líklegt er að Babýlóníumenn hafi fengið sextugakerfi sitt í arf frá Súmerum. Lítið er vitað um Súmera en talið er að menning þeirra sé upprunnin í Mesópótamíu, þar sem nú er suðurhluti Íraks, um 4000 fyrir Krist. Viðtekin kenning gerir ráð fyrir að tveir eldri þjóðflokkar hafi runnið saman og myndað Súmera. Talnak...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Anh-Dao Katrín Tran stundað?

Anh-Dao Katrín Tran er aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknaverkefni Anh-Dao snúast um fjölmenningarmenntunarfræði og ungt fólk af erlendum uppruna. Hún er virk í rannsóknum bæði á Íslandi og í Evrópulöndum. Anh-Dao var þátttakandi í rannsóknarhópi Hönnu Ragnarsdóttur prófessors um Learning S...

Nánar

Hvenær, hvar og hvers vegna byrjaði fólk að ganga í sokkum?

Maðurinn hefur notað sokka síðan á fornöld en fyrstu sokkarnir voru mjög ólíkir þeim sem við notum í dag. Þá voru sokkar aðallega gerðir úr skinni eða klæði sem var vafið um fótinn og fest upp undir hné með leðurböndum. Þessir sokkar, eða skósokkar, voru fóðraðir með grasi. Elsta heillegi mannslíkami sem fundis...

Nánar

Hvernig urðu öll trúarbrögð til?

Þessari spurningu er erfitt að svara. Fyrir það fyrsta er erfitt að skilgreina hugtakið trúarbrögð. Og einnig er erfitt að gera sér grein fyrir hvar einum trúarbrögðum lýkur og hvar þau næstu taka við. Er kristni ein tegund trúarbragða eða eru eru hinir ýmsu "skólar" innan kristninnar sérstök trúarbrögð? Og þurfum...

Nánar

Af hverju verða tennur skakkar?

Tann- og bitskekkja er talin stafa fyrst og fremst af arfgengum orsökum. Hvert mannsbarn hlýtur í vöggugjöf úr ýmsum áttum fjölda eininga sem þurfa að raðast vel saman til þess að úr verði rétt bit og réttar tennur. Ef kjálkar, tennur og mjúkvefir andlitsins mynda ekki samræmda heild verður útkoman meira eða minna...

Nánar

Hvað merkir forna mánaðarheitið ýlir?

Ýlir er annar mánuður vetrar að íslensku misseratali. Hann tekur því við af gormánuði og hefst á mánudegi í fimmtu viku vetrar á tímabilinu 20. nóvember til 27. nóvember og nær til þess er mörsugur tekur við seint í desember. Sami mánuður er í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu nefndur frermánuður. Þar stendur:Frá jafnd...

Nánar

Fleiri niðurstöður