Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 408 svör fundust

Hver voru vinsælustu svörin á Vísindavefnum árið 2014?

Árið 2014 var birt 431 svar við spurningum á Vísindavefnum. Sú tala segir þó ekki allt um það hversu mörgum spurningum var svarað það árið. Oft spyrja notendur Vísindavefsins spurninga sem ekki er til birt svar við á Vísindavefnum. En svarið er kannski að finna í öðru svari um skylt efni. Þá senda starfsmenn ve...

Nánar

Hvernig kæsir maður skötu?

Vera má að aðferðir séu eitthvað breytilegar á milli manna en í grunninn er skata einfaldlega kæst þannig að börðin eru tekin af, þau sett í ílát og látin standa í einhverjar vikur þar til fiskurinn er tilbúinn. Kæsing er gömul aðferð við verkun matvæla þar sem maturinn er látinn gerjast og byrja að rotna. Á me...

Nánar

Er til lyf við bólusótt?

Nei, ekkert þekkt lyf er til við bólusótt annað en tafarlaus bólusetning. Engu að síður hafa veirulyfjameðferðir verið notaðar og lyfjarannsóknir hafa gefið til kynna að veirulyfið Cidofovir gæti gefið góða raun.1 Bóluefni er gefið innan fjögurra daga eftir smitun og áður en útbrot koma fram. Bóluefnið kemur í veg...

Nánar

Er meira járn í íslensku bergi en annars staðar?

Ísland er að langmestum hluta úr blágrýti (basalti) og sú bergtegund er járnríkari en flestar aðrar, 8-10% járnmálmur (Fe) sem jafngildir 11-14% járnoxíði (Fe2O3). Basalt er algengasta bergtegund yfirborðs jarðar: Hafsbotnarnir eru basalt, sem og úthafseyjar (eins og Ísland) og enn fremur rúmmálsmiklir blágrýtiss...

Nánar

Hver voru vinsælustu svör júnímánaðar 2018?

Í júnímánuði 2018 voru birt 58 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Þrjú af mest lesnu svörum júnímánaðar koma úr flokki sem helgaður er 100 ára afmæli fullveldis á Íslandi. Það e...

Nánar

Er eldur efnasamband?

Áður en spurningunni er svarað er rétt að velta því aðeins sér hvað eldur sé. Er hann hitinn sem stafar af loganum, er hann ljósið sem skín frá honum eða á jafnvel hvor tveggja við? Og af hverju stafa hiti og ljós eldsins? Logi frá kertaljósum er dæmigerður logi sem flestir þekkja. Neðst við kertalogann bráðnar...

Nánar

Hvað búa margir Íslendingar í útlöndum?

Eftir að kreppan skall á okkur Íslendingum hefur töluvert verið rætt um að fólk flytji úr landi. Það er því ekki óeðlilegt að upp vakni spurningar um hversu margir Íslendingar séu búsettir erlendis. Spurningin kann að hljóma einföld en svarið við henni er hins vegar ekki auðfengið, allavega ekki eitt endanlegt og ...

Nánar

Fleiri niðurstöður