Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 147 svör fundust

Er til fólk með rafsegulóþol?

Rafsegulóþoli, eða ofurnæmi fyrir rafsegulsviði (e. electromagnetic hypersensitivity) hefur verið lýst, meðal annars af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) á síðunni Radiation and health. Einkenni rafsegulóþols eru ósértæk, mismunandi milli einstaklinga og ekki hefur tekist að finna á þeim læknisfræðilegar ...

Nánar

Hvað er talið að margir muni deyja af völdum fuglaflensunnar?

Það er ómögulegt að segja til um hversu margir muni deyja af völdum fluglaflensunnar. Gera verður greinarmun á fuglaflensu og heimsfaraldri inflúensu. Fuglaflensa er sjúkdómur í fuglum og berst á milli fugla. Smit yfir í menn er sjaldgæft og þá helst ef um er að ræða mjög nána snertingu við saur eða aðra líkamsve...

Nánar

Hvaða sjúkdómar eru algengastir í þróunarlöndunum?

Þeir alvarlegu sjúkdómar sem eru algengastir í þróunarlöndunum eru bakteríusjúkdómar eins og berklar, magaveiki og heilahimnubólga. Einn alvarlegasti heilbrigðisvandinn víða í Afríku er þó alnæmi sem breiðist mjög hratt út. Auk þess eru mislingar og malaría víða vandamál. Flestir þessara sjúkdóma finnast einnig...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Gunnarsdóttir rannsakað?

Rannsóknarsvið Sigrúnar Gunnarsdóttur snýr að velferð starfsfólks með áherslu á starfsumhverfi, samskipti, stjórnun og forystu. Sigrún er hjúkrunarfræðingur og starfaði fyrst í heilsugæslu og síðar hjá heilbrigðisráðuneyti og landlæknisembætti sem verkefnisstjóri heilsueflingar. Í framhaldi af starfi á vettvangi h...

Nánar

Hvenær er sjúkdómur faraldur og hvenær verður hann heimsfaraldur?

Faraldur (e. epidemic): Alþjóða heilbrigðismálastofnunin WHO hefur skilgreint faraldur sem tilvist sjúkdóms, ákveðins heilsutengds atferlis eða annarra atburða sem varða heilsu fólks innan ákveðins samfélags eða landsvæðis, í tíðni sem er umfram það sem vænta má undir eðlilegum kringumstæðum. Hægt er að skilgreina...

Nánar

Hvaða áhrif hefur svifryk á heilsu fólks?

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans. Samkvæmt mati stofnunarinnar er hægt að rekja allt að sjö milljón dauðsföll á ári til loftmengunar og talið er að flest þeirra orsakist af fínu svifryki (IARC, 2013; WHO, 2016, 2017; HEI, 2017). Svifryk, sem...

Nánar

Hver eru einkenni fuglaflensu bæði í mönnum og dýrum?

Í svari við spurningunni Getur maður dáið úr fuglaflensu? á Vísindavefnum er að finna eftirfarandi um einkenni fuglaflensu í mönnum: Þar sem fuglaflensutilfelli í mönnum eru fátíð eru einkennin ekki að fullu þekkt. Þau geta meðal annars líkst venjulegum flensueinkennum svo sem hiti, hósti, hálsbólga og verkir í ...

Nánar

Hvað er fuglaflensan búin að vera til lengi?

Fuglaflensa hefur verið mikið í fréttum undanfarin misseri en er þó ekkert nýtt fyrirbæri þó umræða um hana sé mikil þessa dagana. Veirur sem valda flensu í fuglum hafa sjálfsagt verið til mjög lengi, rétt eins og veirur sem valda flensu í mönnum. Það er hins vegar sjaldgæft að fuglaflensuveirur smiti menn og þega...

Nánar

Geta tvíburar átt hvor sinn föðurinn?

Já, það er möguleiki á að tvíeggja tvíburar eigi hvor sinn föður. Þá losna tvö egg í sama tíðahring hjá móðurinni og ef hún hefur samfarir við tvo menn í kringum egglosið getur sáðfruma frá þeim báðum frjóvgað sitt hvort eggið. Þetta er mjög sjaldgæft en mögulegt. Tvíburarnir og hálfbræðurnir Marcus og Lucas me...

Nánar

Getið þið sagt okkur hversu margir jarðarbúar þjást af hungri?

Upprunalega spurningin var: Ég og vinkona mín erum að vinna verkefni um matarsóun og finnum ekki hversu mörg prósent af fólki á jörðinni sveltur. Í örstuttu máli þá er talið að rúmlega 820 milljónir manna búi við hungur og um 2 milljarðar búi við ótryggt fæðuöryggi. Árið 2015 settu Sameinuðu þjóðirnar f...

Nánar

Hvað hafa margir dáið úr fuglaflensunni nú?

Hér er einnig svarað spurningunni:Er fuglaflensan nokkuð komin til Spánar? Á heimasíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) er hægt að finna upplýsingar um hversu margir hafa greinst með fuglaflensu og hversu margir hafa látist. Nýjustu upplýsingarnar þar eru frá 24. mars 2006. Þá höfðu greinst 186 fuglafle...

Nánar

Hvað er holdsveiki?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvernig lýsir holdsveiki sér?Hvernig smitast holdsveiki? Í hugum flestra Íslendinga og íbúa nálægra landa hljómar orðið holdsveiki eins og eitthvað aftur úr öldum, eitthvað sem tilheyrir fortíðinni. Þetta gildir því miður ekki alls staðar í heiminum því í byrjun árs 2003 var áæ...

Nánar

Hvað er bólusótt og hvenær geisaði fyrsta bólusóttin í heiminum?

Bólusótt er bráðsmitandi sjúkdómur sem herjar eingöngu á mannskepnuna og orsakast af veirunni variola virus. Bólusótt er einnig þekkt undir heitunum variola major og variola minor. Nafnið variola var fyrst notað á 6. öld og er afleiða af latneska orðinu varius sem merkir „flekkóttur/blettóttur“. Hugtakið bólusótt ...

Nánar

Notaði fólk tannbursta í gamla daga?

Þótt almenn tannburstanotkun hafi ekki fest sig í sessi fyrr en á síðustu öld hefur það þekkst í árþúsundir að hreinsa tennur á einhvern hátt. Fyrr á tímum var til dæmis algengt að nota litlar trjágreinar í þeim tilgangi og eins notuðu menn tuskur til að nudda óhreinindi af tönnum. Heimildum ber ekki alveg sama...

Nánar

Fleiri niðurstöður