Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 11789 svör fundust

Af hverju sogar svartur litur í sig mest ljós en samt er hann dökkur?

Ljósir hlutir endurkasta yfirleitt sólarljósinu sem fellur á þá. Hvítt blað endurkastar til dæmis nær öllu sólarljósinu og það er einmitt ástæðan fyrir því að blaðið er hvítt. Hvítt sólarljós er nefnilega blanda af öllum litum. Ef við litum blaðið grænt þá gleypir það í sig aðra liti úr sólarljósinu en einmitt þan...

Nánar

Hvað er mikill sykur í kóki?

Samkvæmt upplýsingum um næringargildi sem eru á kókflöskum og dósum eru 10,6 grömm af kolvetnum (sykri) í hverjum 100 millilítrum af gosdrykknum. Það þýðir að í hálfum lítra, sem er vinsæll skammtur af kóki, eru um 53 grömm af sykri. Í tveggja lítra flösku er sykurmagnið um 212 grömm. Til þess að átta sig betu...

Nánar

Hvað er rót nafnorða?

Rót er minnsti orðhluti sem ber orðasafnsmerkingu, það er merkingu sem geymd er í minninu í eins konar orðasafni. Sem dæmi má nefna að í orðunum glaður, glaðlegur, glaðna, glaðvær er rótin glað-. Lýsingarorðið glað-ur er þá myndað af rót ásamt beygingarendingu, glað-legur af rót ásamt viðskeyti, sögnin glað-n-a af...

Nánar

Af hverju finna bara sumir vont bragð af gúrku?

Það er rétt sem spyrjandi bendir á að sumum finnast gúrkur mjög vondar. Við þekkjum það öll að smekkur er afar mismunandi og á það við um mat eins og flest annað. Sumir elska sjávarrétti á meðan aðrir geta ekki hugsað sér neitt betra en blóðuga nautasteik. Fyrir þessum skoðunum okkar geta legið ýmsar ástæður og í...

Nánar

Af hverju breytist lyktin af kaffi þegar það kólnar?

Upprunalega spurningin var: Oft getur maður fundið á lyktinni að kaffið er orðið of kalt til að drekka. Af hverju breytist lyktin af kaffi þegar það kólnar? Við finnum lykt þegar nógu margar sameindir á gasformi berast inn í nasir okkar og bindast þar viðtökum sem senda boð til heilans. Ef þetta er í fyrsta ...

Nánar

Hvers vegna eru hægðir okkar stundum harðar og stundum mjúkar?

Það fer eftir mataræði hvernig hægðirnar okkar eru. Áferð hægða ræðst af því hvort við fáum nóg af vökva og svokölluðum trefjaefnum í fæðunni. Trefjaefni eru flókin kolvetni sem finnast í plöntufrumuveggjum, til dæmis beðmi og lignín. Við meltum ekki trefjaefnin og þau fara því óbreytt í gegnum meltingarveginn...

Nánar

Hverjar eru helstu orkulindir Íslendinga?

Vatnsafl og jarðhiti eru helstu orkulindir Íslendinga. Í svari Braga Árnasonar við spurningunni Hvað er að segja um vetni sem orkugjafa framtíðarinnar? er meðal annars fjallað stuttlega um orkubúskap Íslendinga í dag. Þar segir:Vatnsorka sem talið er hagkvæmt að virkja er um 30 TWh á ári. Þar af voru í árslok 1999...

Nánar

Er afbragð vont bragð?

Hvorugkynsorðið afbragð er í Íslenskri orðabók Eddu (2002:8) sagt hafa merkinguna ‘ágæti, prýðilegur maður eða hlutur’. Í Íslenskri orðsifjabók stendur: h. 'e-ð frábært'... Leitt af so. *ab-bregðan eða bregða af, sbr. afbrugðinn 'frábrugðinn, ólíkur'... Ekkert er minnst á vont bragð af mat en sú merking er þó ti...

Nánar

Á að segja: „Að leggja að velli“/„að leggja af velli“; „að gefnu tilefni“/„af gefnu tilefni“; „að leggja að mörkum“/„að leggja af mörkum“?

Leggja einhvern að velli: Merkingin er að 'fella einhvern, sigra einhvern'. Að baki liggur nafnorðið völlur og á orðasambandið rætur að rekja til þess er menn féllu til jarðar í bardaga. Þeir féllu þá til jarðar, að vellinum. Þess vegna er forsetningin að sú sem nota á. Að gefnu tilefni: Í þessu fasta orðasamba...

Nánar

Er af hverju skrifað í einu eða tveimur orðum?

Af hverju er ritað í tveimur orðum. Fyrra orðið er forsetningin af sem stýrir falli spurnarfornafnsins hver. Fallið er þágufall og kynið hvorugkyn. Hugsa má sér að sambandið sé liðfellt, það er að á eftir fornafninu hafi farið nafnorð í hvorugkyni, til dæmis: „Af hverju tilefni er þessi fundur? sem verður við liðf...

Nánar

Hvers vegna mega samkynhneigðir karlmenn ekki gefa blóð?

Samkynhneigðir karlar mega ekki gefa blóð vegna þess að taldar eru meiri líkur á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni (HIV) en gagnkynheigðir karlar eða konur yfirleitt, hvort sem þær eru samkynhneigðar eða gagnkynhneigðar. Samkynhneigðir karlar eru því í svokölluðum áhættuhópi hvað varðar blóðgjafir ásamt þeim...

Nánar

Fleiri niðurstöður