Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 629 svör fundust

Hvað er langt þangað til jörðin eyðist?

Það er mjög langt þangað til að sólin okkar mun þenjast út og gleypa jörðina. Það mun gerast eftir um það bil 8 milljarða ára sem er tæplega helmingi lengri tími en aldur jarðarinnar er nú (4,6 milljarðar ára). Hún er sem sagt ekki ennþá komin á miðjan aldur. Hægt er að lesa um þróun sólstjarna í svari við spur...

Nánar

Hvaða dýrategund er elst?

Út frá rannsóknum á steingervingum er sennilegt að tegund nokkur af fylkingu armfætlinga (brachiopoda), sem fengið hefur íslenska nafnið tyngla en nefnist á latínu lingula, sé sú tegund sem lengst hefur verið við lýði af núlifandi tegundum jarðarinnar. Tegund þessi hefur fundist í steingervingalögum frá kambríum t...

Nánar

Hvort eru fleiri karlar eða konur í heiminum?

Karlar eru aðeins fleiri eða 102 á móti 100 konum samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum fyrir árið 2000. Það þýðir að um 50,49% mannkyns eru karlar. Ekki er ljóst hvers vegna svo er en yfirleitt fæðast fleiri drengir en stúlkur í heiminum en það er samt svolítið misjafnt eftir árum. Kynjahlutfallið er einnig br...

Nánar

Hvernig er nútímahraunum skipt eftir aldri?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru nútímahraun? eru nútímahraun þau hraun sem runnið hafa á nútíma og ísaldarjökull ekki gengið yfir. Yfirleitt er nútímahraunum skipt í tvennt eftir aldri og miðast skiptingin við landnám manna. Hraun sem runnu fyrir landnám eru nefnd forsöguleg hraun en hraun ...

Nánar

Hve lengi lifa ernir?

Erfitt getur verið að meta aldur dýra í náttúrunni. Þó er staðfest að haförn (Haliaeetus albicilla) nokkur sem búsettur var í Finnlandi náði rúmlega 25 ára aldri. Nokkur staðfest dæmi eru um að villtir skallaernir (Haliaeetus leucocephalus) í Norður-Ameríku hafi orðið rúmlega 28 ára gamlir, en skallaernir í ha...

Nánar

Hvenær varð alheimurinn til?

Hægt er að beita nokkrum aðferðum til að finna aldur alheimsins og þessum aðferðum ber ekki alveg saman. Auk þess þróast aðferðir og hugmyndir ört. Um þessar mundir telja flestir aldur alheimsins vera á bilinu 11-20 milljarðar ára og margir þrengja bilið frekar og tala um 12-14 milljarða. Þetta er gífurlega lan...

Nánar

Hvaða aðferðir nota fornleifafræðingar við að tímasetja fornleifar?

Aðeins er hægt að tímasetja hluti sem bera læsilegar áletranir, nema eitthvað annað sé vitað um þá. Fyrir iðnbyltingu eru það einkum legsteinar og mynt sem bera áletranir. Tímasetningar slíkra áletrana eru sjaldnast ákveðin ártöl heldur til dæmis veldistími konunga eða annars konar tilvísanir í fólk eða atburði se...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Brennisteinsfjöll?

Ein megingosrein þessa kerfis liggur um Brennisteinsfjöll og kallast Brennisteinsfjallarein. Hún er með suðvestur-norðaustur stefnu og um 45 kílómetra löng, sjá mynd 1. Gosstöðvar ná yfir syðstu 33 kílómetrana. Suðurmörk reinarinnar eru við Geitahlíð, um tvo kílómetra frá sjó, og norðurmörkin norður undir Borgarhó...

Nánar

Hvað geta hrafnar, álftir og grágæsir náð háum aldri?

Lengsti sannanlegi aldur villtra hrafna (Corvus corax) samkvæmt merkingu á unga úr hreiðri og endurheimt þegar hann drapst eru 20 ár og 5 mánuðir. Þetta var fugl sem merktur var í Finnlandi. Hrafn (Corvus corax). Hæsta staðfesta aldri álftar (Cygnus cygnus) í Evrópu náði fugl sem Sverrir Thorstensen merkti s...

Nánar

Hvað geta skjaldbökur orðið gamlar?

Í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hve lengi lifir risaskjaldbakan? kemur fram að risaskjaldbakan er langlífust allra hryggdýra. Þar segir: Elsta skjaldbakan sem heimildir eru um varð að öllum líkindum 152 ára. Heimildum ber þó ekki fyllilega saman um þennan aldur, en risaskjaldbökur hafa ekki verið r...

Nánar

Hver er elsta manneskja sem hefur lifað og hvað lifði hún lengi?

Japaninn Shigechiyo Izumi varð allra karla elstur. Izumi fæddist 29. júní árið 1865 og dó 21. febrúar 1986, líklega af völdum lungnabólgu. Hann náði því 120 ára aldri, og 237 dögum betur. Það er aftur á móti hin franska kona Jeanne-Louise Calment sem hefur lifað lengst allra. Hún fæddist í 21. febrúar árið 187...

Nánar

Hver er vaxtarhraði líkamans og hvernig breytist hann eftir aldri?

Vaxtarhraði er mismunandi eftir einstaklingum og eftir aldri. Fyrstu tvö ár ævinnar einkennist vöxtur af því að það hægir á bæði hraða lengdarvaxtar og hraða þyngdaraukningar sem eru orðin nokkuð stöðug við tveggja til þriggja ára aldur. Á fyrstu tveimur árunum er vöxturinn í samræmi við erfðabakgrunn barnsins. Tv...

Nánar

Fleiri niðurstöður