Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5166 svör fundust

Hver var þjóðsagnapersónan Ugluspegill?

Till Ugluspegill eða Till Eulenspiegel eins og hann nefnist á frummálinu, er söguhetja í þýskri arfsögn frá miðöldum. Hann var hrekkjalómur og prakkari sem átti að hafa verið uppi á fyrri hluta 14. aldar. Elsta varðveitta prentaða bókin um Ugluspegil er á þýsku frá árinu 1515 og nefnist hún Skemmtileg saga um T...

Nánar

Geta eplatré vaxið á Íslandi?

Já. Mörg dæmi eru um að fólk hafi ræktað eplatré með ágætum árangri hér á landi. Eplatré eru að vísu flest ættuð frá svæðum þar sem sumur eru lengri og hlýrri en hér gerist og því eru þau fremur illa aðlöguð íslensku veðurfari. Einkum vaxa þau lengi fram eftir hausti og verða því fyrir skemmdum í íslenskum ha...

Nánar

Af hverju sogar svartholið til sín?

Svarthol verða til þegar kjarnar stjarna falla saman undan eigin þunga. Allur massi stjörnunnar er þá samankominn á örlitlu svæði. Í kringum þetta svæði er þyngdarsviðið svo öflugt að ekkert sleppur þaðan, ekki einu sinni ljós. Þyngdarsvið svarthola er svo gífurlegt að það sýgur allt efni í sig sem fer of nálæg...

Nánar

Getur jörðin verið svarthvít þó við sjáum hana í litum?

Þessi spurning leynir svolítið á sér. Sjónskyn mannanna er með því besta sem gerist í náttúrunni. Þegar við sjáum hlut í litum þá hefur hann í reynd þessa liti sem við sjáum; við getum til dæmis sannfært okkur um það með mælingum á litrófi endurkastaða ljóssins sem fæst þegar hvítt ljós skín á hlutinn. Og ef við g...

Nánar

Hvað þýðir þetta svaka í svakalega?

Upphaflega var spurningin svona: Hvað þýðir orðið svakalega, og er til slæm merking t.d. fyrir orðatiltækið að verða fyrir svaka? Nafnorðið svaki er notað um ruddamenni eða ofsamenni en einnig um smábrim, vind og hláku. Það er ruddamerkingin sem er að baki fyrri liðnum í svakalegur. Til dæmis er sagt um mann að ...

Nánar

Hvar eru eldfjöllin á Íslandi?

Á vefsíðunni almannavarnir.is er að finna ýmsar upplýsingar um eldgos. Þar er meðal annars kort sem sýnir hraunrennsli á Íslandi frá lokum ísaldar. Dökkrauði liturinn sýnir hraun sem hafa runnið á síðustu 3000 árum en ljósrauði liturinn sýnir eldri hraun. Jöklarnir eru litaðir bláir. Kortið gefur góða mynd af...

Nánar

Hver var Hektor í rómversku sögunni?

Hektor er ekki persóna í rómverskri sögu, heldur grískri. Hann var prins í Tróju, elsti sonur Príamosar konungs og Hekúbu drottningar og mesta hetjan í liði Trójumanna í Trójustríðinu. Lík Hektors borið til Tróju. Hektor vó Patróklos, vin Akkillesar, sem neitaði að berjast fyrir Grikki vegna deilna sinna vi...

Nánar

Hver var Loðvík 14. Frakklandskonungur og hvað gerði hann?

Loðvík 14. fæddist 5. september 1638. Hann varð konungur Frakka aðeins fjögurra ára gamall, eða árið 1643, eftir fráfall föður síns Loðvíks 13. Sökum aldurs hafði hann þó sama og engin völd en Mazarin kardínáli stýrði ríkinu fyrir hann allt þar til hann lést árið 1661. Í tíð Loðvíks 14. var Frakkland með öflug...

Nánar

Hvers konar fuglar eru vákar og hvernig líta þeir út?

Vákar (Buteo) eru ættkvísl ránfugla sem telur tæplega 30 tegundir og er innan haukaættar (Accipitridae). Vákar eru ekki hluti af íslensku fuglafánunni en tvær tegundir, fjallvákurinn, (Buteo lagopus) og músvákur eða (Buteo buteo) hafa flækst hingað til lands. Fjallvákur er meðalstór ránfugl, oftast á bilinu 5...

Nánar

Hvað merkja orðin útsuður, landsuður, útnorður og landnorður?

Þegar í upphafi Íslands byggðar voru höfuðáttirnar fjórar: suður, vestur, norður og austur. Í fornu máli merkti orðið út meðal annars ‛í vestur frá Noregi’. Á milli höfuðáttanna voru því einnig notaðar áttatáknanirnar útsuður, það er suðvestur, og útnorður, það er norðvestur, til að tákna áttina nákvæmar. Á ...

Nánar

Hvað éta álar?

Állinn (Anguilla anguilla) byrjar lífsferil sinn í Þanghafinu sem er í suðvestanverðu Norður-Atlantshafi. Hann lifir hins vegar mestan aldur sinn í ósöltu vatni þar sem hann nærist og vex. Állinn (Anguilla anguilla). Það má segja að állinn éti allt það sem að kjafti kemur og hann ræður við. Meðal annars leg...

Nánar

Fleiri niðurstöður