Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 488 svör fundust

Hvernig æxlast froskar?

Óhætt er að segja að æxlunarhættir froska séu þeir „upprunalegustu“ meðal landhryggdýra, sérstaklega þegar haft er í huga að frjóvgun eggja verður fyrir utan líkama kvendýrsins en ekki innvortis eins og tíðkast meðal annarra landhryggdýra (fugla, skriðdýra og spendýra). Að því leyti líkjast æxlunarhættir froskdýra...

Nánar

Eru lygamælar til og ef svo er hvernig verka þeir?

Lygamælar heita á erlendum málum 'polygraph' en ganga oftast undir svipuðu nafni og íslenska heitið á þessu fyrirbæri; á ensku kallast þeir 'lie detectors'. Orðið polygraph merkir eiginlega að 'skrifa margt', enda eru lygamælar tæki sem nema og skrá samtímis ýmsar breytingar á líkamsstarfsemi, til dæmis á hjartslæ...

Nánar

Hvaða atvik í Bandaríkjunum 1964 átti að tengjast geimverum?

Með því að leita í leitarvélum eftir efnisorðunum 1964 UFO er í fljótu bragði hægt að finna ýmsar frásagnir af geimverum og fljúgandi furðuhlutum frá árinu 1964. Í svonefndri UFO Casebook eru fjölmargar stuttar atvikasögur sem lesendur geta skemmt sér við að lesa. Um þessar sagnir gildir það sama og sögur af draug...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Winston Churchill?

Sir Winston Leonard Spencer-Churchill fæddist 30. nóvember 1874. Hann var mikilsmetinn breskur stjórnmálamaður og hermaður í breska hernum. Hann var áberandi í breskum stjórnmálum í um 60 ár og í seinni heimsstyrjöldinni leiddi hann baráttu Breta sem forsætisráðherra landsins. Winston Churchill á góðri stundu ...

Nánar

Er virkilega haldinn árlegur tómataslagur á Spáni?

Eins undarlega og það hljómar er svarið já, árlega er haldinn risastór tómataslagur í smábæ á Spáni. Bærinn heitir Buñol og er um 40 kílómetra fyrir vestan Valencia. Þar búa að öllu jöfnu tæplega 10.000 manns, en síðasta miðvikudag í ágúst á hverju ári flykkjast þangað um 30.000 ferðamenn til þess eins að taka þát...

Nánar

Af hverju kallast einmánuður þessi nafni?

Einmánuður er síðasti mánuður vetrar og tekur við af góu. Hann hefst á þriðjudegi á bilinu 20.–26. mars og stendur þar til harpa tekur við á bilinu 19.–25. apríl. Nafnið kemur fyrir þegar í fornum bókmenntum, meðal annars í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu. Þar segir um skiptingu ársins (1949: 239):Frá jafndægri er ha...

Nánar

Liggja bæði karl- og kvenfugl svartþrastarins á eggjum?

Svartþröstur (Turdus merula) er nýlegur landnemi á Íslandi en fyrsta staðfesta varp hans hér á landi var árið 1969. Til að byrja með var varpið nokkuð óreglulegt en um 1991 voru svartþrestir farnir að verpa reglulega á höfuðborgarsvæðinu. Stór hópur kom hingað vorið 2000 og eftir það tók varpstofninn að eflast og ...

Nánar

Af hverju eru farangursbox ofan á bílum kölluð tengdamömmubox?

Orðið tengdamömmubox er ekki gamalt í málinu. Sjá má á Tímarit.is að það kemur nær eingöngu fyrir í auglýsingum um sérstök box undir farangur, farangursbox, sem hægt er að festa á þak bifreiðar til þess að hafa rúm fyrir farangur sem ekki kemst fyrir í farangurshólfinu (skottinu) á bílnum. Elsta auglýsingin er frá...

Nánar

Hvar finnast blóðsugur eða iglur?

Iglur (Hirudinea), sem oft eru kallaðar blóðsugur á íslensku, eru afar sérhæfður ættbálkur lindýra. Til ættbálksins teljast að minnsta kosti 680 tegundir sem flokkaðar eru í 91 ættkvísl. Iglur eiga heimkynni í öllum heimsálfum, að Suðurskautslandinu undanskildu. Meirihluti tegunda finnst á því svæði sem kallast ho...

Nánar

Hvernig myndast hraunstöplar og finnast þeir á Íslandi?

Hraunstöplar (e. lava spine) myndast þegar ólseig og tölulega köld andesít-, dasít- eða ríólítkvika ýtist upp upp úr gosrás en storknar í gosopinu og verður eins konar tappi efst í gosrásinni. Slíkir tappar kýtast upp vegna aðstreymis að neðan og standa upp úr hrauninu eins og drangar. Þessi fyrirbæri nefnast hrau...

Nánar

Hvað er áburðarsprengja?

Áburðarsprengju mætti frekar kalla ammoníumnítratsprengju, því hægt er að gera sprengju úr ammoníumnítratáburði en ekki öðrum tegundum áburðar. Snemma á 19. öld var farið að nota Chile saltpétur eða natríumnítrat (NaNO3) sem áburð og vitað var að það var köfnunarefnið (efnatákn N) sem jók mjög vöxt plantna. Þe...

Nánar

Fleiri niðurstöður