Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 594 svör fundust

Viljið þið segja mér hvað öll lönd í heiminum heita?

Upprunalega var einnig spurt hversu mörg lönd eru í heiminum en þegar hefur verið fjallað um það á Vísindavefnum, annars vegar í svari Ögmundar Jónssonar við spurningunni Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum? og hins vegar í svari EDS við spurningunni Hvað eru til mörg lönd á jörðinni? Því verður ekki fjallað u...

Nánar

Hvaðan kemur nafngiftin Bíldudalur?

Nafnið Bíldudalur er ekki til í fornritum en Bíldudalseyri er þekkt úr Grímsstaðannál um atburði árið 1579 (Annálar 1400-1800 III:463-464. Reykjavík 1933). Orðið bílda getur merkt ‘drafna í andliti’ og eins ‘ær með andlitsdröfnu’ og er til sem ærnafn en ekki er líklegt að það hafi gefið dalnum nafnið. Bíld...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um drauginn Kampholtsmóra?

Kampholtsmóri hét upphaflega Skerflóðsmóri. Sagt er að nokkru eftir Skaftárelda hafi Eiríkur bóndi á Borg í Hraunshverfi á Eyrarbakka úthýst dreng nokkrum austan úr Skaftafellssýslu. Hann fannst svo drukknaður í tjörn þeirri skammt frá Borg sem heitir Skerflóð. Drengurinn fylgdi síðan Eiríki bónda og sonardætrum h...

Nánar

Af hverju kallast hrossafluga þessu nafni?

Ýmsar ástæður geta legið að baki nafngiftum dýra hvort sem er á íslensku eða í erlendum málum. Sum dýrsheiti eru forn og hafa borist hingað í gegnum fjölmörg tungumál. Dæmi um það er heitið ljón sem hljómar nokkuð líkt á flestum indóevrópskum tungum. Á latínu er það leo. Á ensku og frönsku kallast dýrið 'lion'...

Nánar

Hvað merkir forna mánaðarheitið ýlir?

Ýlir er annar mánuður vetrar að íslensku misseratali. Hann tekur því við af gormánuði og hefst á mánudegi í fimmtu viku vetrar á tímabilinu 20. nóvember til 27. nóvember og nær til þess er mörsugur tekur við seint í desember. Sami mánuður er í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu nefndur frermánuður. Þar stendur:Frá jafnd...

Nánar

Hvers konar vöttur er í götunni Vattarás?

Spurningin í heild hljóðaði svona: Sæl, rakst á götuheitið Vattarás og hef ekki hugmynd um af hverju það er dregið eða hvað það þýðir. Nafnorðið vöttur merkir ‘hanski, vettlingur’ og þekkist þegar í fornu máli. Það kemur einnig fyrir sem eiginnafn í Ynglinga sögu í Heimskringlu. Það bar Vöttur, einn jarla Fróð...

Nánar

Getið þið sagt mér allt um Samójed-sleðahundana?

Samójed-hundar eru nefndir eftir samójed-þjóðflokknum sem líklega er mongólskur að uppruna. Þessi þjóðflokkur skiptist í nokkra hópa, Nenets, Enets, Naganasat og Yurat, sem lifa í Norður-Síberíu, aðallega við Úralfjöll og allt austur að hinu mikla Jenisej fljóti. Í gegnum tíðina hefur þjóð þessi verið hreindýrahir...

Nánar

Má fella hlébarða eða önnur vernduð dýr til þess að stoppa þau upp?

Hlébarðinn (Panthera pardus) er eina kattardýrið af hinu svokallaða stórkattakyni sem er ekki í útrýmingarhættu. Eyðing búsvæða og veiðiþjófnaður hefur höggvið stór skörð í stofna annarra stórra kattadýra sem flest teljast nú í útrýmingarhættu eða bráðri útrýmingarhættu. Talið er að heildarstofnstærð hlébarða s...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Þingeyrar í Húnaþingi?

Þingeyrar er býli í Austur-Húnavatnssýslu milli Hóps og Húnavatns. Þar var klaustur fram að siðaskiptum árið 1550 en fyrir stofnun þess héldu Húnvetningar þing sitt á staðnum. Engar menjar tengdar þinginu hafa varðveist og þess er jafnframt ekki getið í heimildum eftir 1133 en það ár er talið stofnár klaustursins....

Nánar

Getið þið sagt mér eitthvað um eyðimerkurref?

Eyðimerkurrefur (Vulpes zerda), sem stundum er kallaður fennec-refur, er smávaxinn refur sem finnst á eyðimerkursvæðum norður Afríku (Sahara) og á Arabíuskaga. Hann lifir víðsvegar í Norður-Afríku og í miðri Sahara-eyðimörkinni og virðist dafna vel á þurrustu og verstu eyðimerkursvæðunum í Norður-Sahara. Útbreiðs...

Nánar

Hver er raunverulegur tímamismunur á milli Reykjavíkur og Egilsstaða?

Í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum? kemur fram að:[b]auganet jarðar byggist á ímynduðu hnitakerfi sem lagt er yfir jarðarkúluna og er notað til að gefa upp nákvæma staðsetningu á yfirborði jarðar. Breiddarbaugar eru no...

Nánar

Hvernig komst „þjóð“ inn í heiti landsins Svíþjóð?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Sverige er íslenskað Svíþjóð. Hvernig kemur „þjóð“ inn í þetta - og hvenær? Eru til eldri þýðingar? Orðið þjóð er allajafna haft um tiltekinn hóp fólks sem síðan má afmarka nánar eftir atvikum. Það er því sannarlega sérstakt að orðið Svíþjóð sé haft um sjálft landsvæðið þ...

Nánar

Hvernig urðu loðfílarnir til?

Loðfílar urðu til með milljón ára þróun þar sem tegundir þurftu að aðlagast breyttum aðstæðum í náttúrunni. Talið er að ísöld (pleistósen) hafi hafist fyrir um 2,6 milljónum ára og lokið fyrir um 10.000 árum. Á þessum tíma í jarðsögunni skiptust á kuldaskeið þar sem loftslag var kalt og styttri hlýskeið þar sem...

Nánar

Hverjir eru Gyðingar og hver er sérstaða þeirra?

Þegar við tölum um Gyðinga er sennilega bæði átt við trúarbrögð þeirra og tungumál. Gyðingar hafa nefnilega ekki verið sérstakur „kynþáttur” síðan einhvern tíma langt aftur í fornöld. Þeir Gyðingar sem mestu hafa ráðið í Ísrael eru almennt upprunnir frá Austur-Evrópu og eru líffræðilega skyldastir íbúunum þar. Mar...

Nánar

Fleiri niðurstöður