Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 594 svör fundust

Hvers vegna er mannkynið svo erfðafræðilega einsleitt sem raun ber vitni?

Eins og fram kemur í svari Agnars Helgasonar við spurningunni Eru kynþættir ekki til? er tegundin maður (Homo sapiens) óvenju einsleit í skilningi erfðafræðinnar þrátt fyrir landfræðilega útbreiðslu sem spannar nær öll landsvæði jarðar. Það er því ekki óeðlilegt að sú spurning vakni hvers vegna tegund okkar er svo...

Nánar

Hvenær voru górillur uppgötvaðar af vesturlandabúum?

Núlifandi górillum er skipt niður í tvær tegundir, vesturgórillur (Gorilla gorilla) og austurgórillur (Gorilla beringei). Báðar tegundirnar greinast svo í tvær deilitegundir. Vesturgórillur skiptast í vestur-láglendisgórillur (Gorilla gorilla gorilla) og krossfljótsgórillur (Gorilla gorilla diehli), en austurgóril...

Nánar

Hvað eru til mörg lönd í heiminum?

Þegar þetta svar er uppfært, 21. desember 2012, má segja með nokkuð góðum rökum að lönd heims séu 196. Reyndar hefur þessari spurningu verið svarað áður á Vísindavefnum og það tvisvar frekar en einu sinni, í nóvember árið 2000 (Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum?) og í apríl árið 2004 (Hvað eru til mörg l...

Nánar

Hvaða spendýr verpa eggjum?

Ýmislegt einkennir spendýrin. Þar mætti nefna loðinn feld sem veitir skjól en þó hafa margar tegundir misst hann í gegnum þróunarsöguna. Auk þess tengist neðri kjálkinn beint við höfuðkúpuna, þau hafa bein í miðeyra, það er hamar, steðja og ístað. En það sem flestum dettur í hug þegar talað er um spendýr er að þau...

Nánar

Hvað er eldský?

Eldský[1] (brímaský) er heitt, nánast glóandi flóð úr eldfjallagufum og gjósku sem geysist með ofsahraða (allt að 500 km/klst) niður hlíðar eldfjalls. Í eldgosi þeytist glóðheit eldfjallagufa upp úr gígnum. Vegna hitans er hún eðlisléttari en andrúmsloftið og stígur því upp — í Heklugosinu 1947 náði gosmökkur...

Nánar

Hvaða tegund af skjaldböku fann Einar Hansen á Hólmavík árið 1963?

Upprunalega spurningin var: Hvað getið þið sagt mér um skjaldbökufund Einars Hansen á Hólmavík 1963? Hafa áður fundist skjaldbökur svo norðarlega? Á haustmánuðum árið 1963 fann Einar Hansen, Hólmvíkingur af norsku bergi brotinn, nýlega dauða sæskjaldböku í Steingrímsfirði rétt innan við Grímsey. Einar og s...

Nánar

Hvað er Hreppafleki?

Upprunalega spurningin var: Hvers konar fleki er Hreppaflekinn sem mætir Norður-Ameríkuflekanum á Þingvöllum? Hreppaflekinn er lítill jarðskorpufleki á Suðurlandi, nokkurs konar örfleki eða míkrófleki. Jarðskorpa jarðarinnar er samsett úr nokkrum gríðarstórum meginlandsflekum, eins og Norður-Ameríkuflekanum ...

Nánar

Hvað er hægt að gera til að bjarga tígrisdýrum frá útrýmingarhættu?

Tígrisdýrið (Panthera tigris) hefur orðið að tákni fyrir dýr í útrýmingarhættu í Asíu. Við upphaf aldarinnar voru líklega um 100.000 villt tígrisdýr í skóglendi Asíu, allt frá austustu héruðum Rússlands vestur til Kákasusfjalla. Nú eru eingöngu um 5000 til 7000 dýr í heiminum. Þá voru deilitegundir tígrisdýra átta...

Nánar

Af hverju lifa moldvörpur ekki á Íslandi?

Moldvörpur lifa ekki í íslenskri náttúru en finnast víða í nágrannalöndunum, svo sem í Danmörku, syðst í Svíþjóð og á Bretlandseyjum, þó ekki á Írlandi. Um er að ræða tegund sem kallast Talpa europaea eða evrópska moldvarpan. Útbreiðsla tegundarinnar nær frá Bretlandseyjum austur í Mið-Rússland og suður til norður...

Nánar

Hvaða dýr veiddi neanderdalsmaðurinn?

Neanderdalsmenn veiddu sér hreindýr og önnur hjartardýr til matar, loðfíla, birni og nashyrninga, auk þess að borða sitthvað úr jurtaríkinu og annað sem til féll. Sú tegund manna sem kallast venjulega Homo neanderthalensis var uppi á árabilinu frá því fyrir um það bil 120.000 árum og þar til fyrir um 28.000...

Nánar

Hvaðan kemur íslenska sauðféð?

Upphafleg spurning var: „Hvaðan kemur íslenska sauðféð, er það frá Írum eða Norðmönnum o.s.frv. og hvernig er það blandað?"Það voru landnámsmennirnir sem komu með fyrsta sauðféð til landsins frá Noregi fyrir meira en 1100 árum. Fræðimenn telja að það hafi ekki verið margt í upphafi en fjölgað sér mjög hratt fy...

Nánar

Hver er fámennasti bær/þorp á Íslandi og hversu margir búa þar?

Til þess að svara þessari spurningu þarf fyrst að skilgreina hvað átt er við með hugtökunum bær eða þorp. Hér er gert ráð fyrir að bær eða þorp hafi sömu merkingu og þéttbýli. Í svari Sigurðar Guðmundssonar við spurningunni Hvernig eru hugtökin dreifbýli og landsbyggð skilgreind hér á landi? kemur fram að al...

Nánar

Fleiri niðurstöður