Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 879 svör fundust

Hvað er siðferðilega rétt ákvörðun?

Þessi spurning hefur vafist fyrir mannkyninu um aldir. Þótt margir helstu hugsuðir sögunnar hafi glímt við þessa spurningu er erfitt að setja fram skýrt svar við henni. Líklega er hún oftast borin upp þegar fólk vill gagnrýna ákvarðanir annars fólks. En spurningin er engu síður mikilvæg við mat á eigin ákvörðunum....

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um dansinn í Hruna?

Frá dansinum í Hruna segir meðal annars í samnefndri sögn í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar sem kom fyrst út á árunum 1862–1864. Sögnin er sögð gerast til forna og fjallar um prest í Hruna í Árnessýslu sem hafði þann sið að drekka og dansa í kirkjunni með sóknarbörnum sínum á jólanótt. Eina nótt stendur dansinn leng...

Nánar

Hvernig myndast föll í tungumálum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig myndast föll í tungumálum? Er einhver sem býr þau hreinlega til og aðrir herma eftir, eða gerist þetta einhvern veginn öðruvísi? Spurningin er áhugaverð en afar erfitt er að svara henni. Tungumálaættir eru margar og ólíkar og tungumál misjafnlega upp byggð. ...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Vilhjálmsdóttir stundað?

Guðbjörg Vilhjálmsdóttir er prófessor í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað áhrifaþætti náms- og starfsvals og mælt árangur af aðferðum í náms- og starfsráðgjöf. Áhrif á náms- og starfsval eru bæði af félagslegum og sálrænum toga. Til að kanna félagslega áhrifaþætti á náms- og starfsval...

Nánar

Hvernig myndast þrumur og eldingar?

Elding er þráðlaga ljósblossi frá rafstraumi sem hleypur milli staða í skýjum eða milli skýja og yfirborðs jarðar. Rafstraumurinn sem myndar eldinguna hitar loftið í næsta nágrenni svo snöggt að úr verður sprenging og hljóðbylgja sem við köllum þrumu berst í allar áttir. Elding er þráðlaga ljósblossi frá rafstr...

Nánar

Getið þið útskýrt hvernig gosmökkur í eldgosum hegðar sér?

Gosmökkur er blanda gjósku, vatnsgufu, annarra kvikugasa og lofts. Í sinni einföldustu mynd er hann þrískiptur. Neðsta hluta hans mætti kalla gasspyrnuhluta, miðhlutann uppdrifshluta og efsta hlutann kúf. Þessi skipting skýrist af því hvaða kraftar knýja einstaka hluta makkarins.[1] Kvikuhólf, eldfjall og gosm...

Nánar

Finnst grafít á Íslandi?

Grafít (e. graphite) er annað af tveimur kristalformum kolefnis (C), hitt er demantur. Á kvarða Mohs fyrir hörku steinda er grafít mýkst, harka < 1, en demantur harðastur, harka 10. Þetta stafar af grindbyggingu steindanna tveggja, það er hvernig kolefniseindirnar raðast og tengjast saman í kristalnum (sjá mynd hé...

Nánar

Hvers vegna er stundum sagt að núgildandi stjórnarskrá sé „bútasaumur“?

Þetta orð lýsir því einkenni stjórnarskrárinnar okkar að hún á rætur að rekja til ólíkra tíma og hefur verið endurnýjuð að hluta oftar en einu sinni. Eins hefur henni verið líkt við „stagbætta flík“. En bútasaumur er ekki nauðsynlega neikvætt hugtak eins og allir sem eiga falleg bútasaumsteppi vita. En það þótti e...

Nánar

Af hverju mjálma kettir?

Í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju gefa kettir frá sér einkennilegt kjökur þegar þeir sjá bráð? er sagt frá nokkrum hljóðum sem kettir gefa frá sér og sennilegri merkingu þeirra. Þegar kattareigendur og aðrir fylgjast með ólíkum blæbrigðum mjálms, verður þeim ljóst að kötturinn er að reyna að tjá sig...

Nánar

Virkar silfur gegn örverum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Nú eru til vörur sem eru með silfurjónir á yfirborðinu í þeim tilgangi að hefta vöxt og eyða bakteríum (ISO 22196). Virkar þetta einnig gegn veirum? Silfur hefur örveruhindrandi áhrif og hefur verið notað í þúsundir ára í lækningaskyni og til varðveislu matvæla.[1] Silfurjónir...

Nánar

Hvar pissar maður á leiðinni til tunglsins?

Hér er einnig svarað spurningunni:Er hægt að pissa í geimnum? Ekki hafa verið farnar mannaðar ferðir til tunglsins síðan snemma á 8. áratug síðustu aldar þannig að enginn hefur þurft að pissa á þeirri leið í langan tíma. Síðast þegar einhver þurfti að pissa á leið til tunglsins var aðstaðan hins vegar mjög bágb...

Nánar

Getur vatn brunnið?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Af hverju slekkur vatn eld ef vetni er eldfimt og súrefni nauðsynlegt fyrir eld? Af hverju er ekki hægt að kveikja í vatni, það er bæði hægt að kveikja í vetni og súrefni en hvers vegna ekki vatni? Vatnsameind er uppbyggð af einni súrefnisfrumeind (O) og tveimur...

Nánar

Hvað er virðiskeðja?

Virðiskeðja er eitt af þeim fræðilegu lykilhugtökum sem mikið eru notuð í tengslum við stefnumótun og stefnumiðaða stjórnun fyrirtækja. Það má einnig nota hugtakið við greiningu á annars konar skipulagsheildum en fyrirtækjum, til að mynda nýtist það við stefnumótun opinberra stofnana og félagasamtaka. Virðiskeð...

Nánar

Fleiri niðurstöður