Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 92 svör fundust

Af hverju kemur aska frá eldfjalli?

Eldgos er náttúrleg aðferð jarðarinnar til að losna við varma sem er annars vegar af völdum geislavirkra efna í jörðinni og hins vegar frá jarðkjarnanum. Hægt er að lesa meira um af hverju eldgos verða í svari Ármanns Höskuldssonar við spurningunni Hvað er eldgos? Gosaska myndast þegar glóandi kvika eða bergbr...

Nánar

Hver er munurinn á grágrýti og blágrýti?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hver er munurinn á grágrýti og blágrýti? Hvers vegna er grágrýti mismunandi á milli myndunarstaða? Storkuberg er annars vegar flokkað eftir efnasamsetningu og hins vegar eftir myndunarháttum. Þannig getur bergkvika sömu samsetningar myndað basaltgler (sem oft ummyndast í m...

Nánar

Hvað er helluhraun og hvar er slík hraun helst að finna?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað getur þú sagt mér um helluhraun? Hvað er það, hvar er það helst að finna og hverjar eru helstu upplýsingar um slík hraun? Helluhraun (e. pahoehoe) er algengasta tegund basalthrauna á landi. Eins og nafnið gefur til kynna, auðkennist yfirborð helluhrauna af samfelld...

Nánar

Hvenær myndast helluhraun?

Helluhraun (e. pahoehoe) er algengasta tegund basalthrauna á landi. Helluhraunbreiður myndast að jafnaði í mörgum hraunflóðum, þar sem hvert þeirra er mótað úr fjölda hraunsepa (sjá skýringarmynd). Slíkar hraunbreiður myndast í hraungosum, hvort heldur frá sprungum eða hringlaga gosrás, þar sem framleiðnin er hl...

Nánar

Hvernig myndast súr kvika?

Súr kvika getur myndast á tvennan máta: Í fyrsta lagi getur hún orðið til við hlutkristöllun á basískri kviku (hlutkristöllun er útskýrð í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvernig er talið að ólíkar kvikugerðir sem koma upp í íslenskum eldstöðvum verði til?). Basísk kvika er frumkvikan sem verður...

Nánar

Hvers konar steintegund er kléberg?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Steintegundinn kléberg, er til einhver skýring eða hvernig steintegund er það? Í grein sinni „Kléberg á Íslandi“ (1951) segir Kristján Eldjárn að orðið kléberg sé ekki lifandi í íslensku og komi ekki heldur fyrir í fornritum. Ekkert sérstakt heiti hafi þessi steintegund í t...

Nánar

Af hverju finnast sömu hraunlög á Grænlandi og Bretlandseyjum?

Norður-Atlantshafið er hlutfallslega ungt á jarðsögulegum tíma. Fyrir um 55 milljón árum var Grænland hluti af meginlandi Evrópu og þá samfellt land með Skandinavíu og því landsvæði sem nú eru Bretlandseyjar. Fyrsta myndin sýnir legu landanna á þeim tíma. Áætluð landaskipan fyrir um 55 milljón árum. Fyrr ...

Nánar

Hverjar eru helstu aðferðir við flokkun bergs og hvernig fara þær fram?

Almennt er berg af þrennu tagi, storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Yfirborð Íslands er að langmestu leyti úr storkubergi og því lítum við svo á að spurningin vísi til flokkunar þess. Storkuberg myndast við kólnun úr glóandi bergbráð og flokkun bergsins byggist annars vegar á efnasamsetningu bráðarinnar og...

Nánar

Hvernig fara vísindamenn að því að breyta koltvíoxíði í grjót?

Í gömlum ævintýrum eru oft sagðar sögur af tröllum sem verða að steini, steinrenna, þegar sólin nær að skína á þau. Í tilraunaverkefni á Hellisheiði, svokölluðu CarbFix-verkefni, hefur hópur vísindamanna og verkfræðinga fangað aðflutt koltvíoxíð og koltvíoxíð frá Hellisheiðarvirkjun og breytt því í stein. Koltvíox...

Nánar

Úr hverju er Mars?

Kjarni reikistjörnunnar Mars er seigfljótandi og líklega að mestu úr járni en einnig brennisteini. Utan um kjarnann er svo möttull úr sílíkötum. Yfirborð Mars er að mestu talið vera úr basalti. Þó eru vísbendingar um að yfirborðið sé kísilríkara en venjulegt basalt, líkt og andesít á jörðinni. Stór hluti yfir...

Nánar

Hvernig mynduðust steindrangarnir tveir við Drangey?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaðan kemur nafnið á Drangey? Nú stendur sunnan við eyna Drangey í Skagafirði eyjan Kerling, sagan segir að önnur eyja hafi einhvern tíma verið norðan við eyna sem hét Karl. Svo ég spyr: er vitað hvenær Karlinn hrundi? Drangey mun bera nafn af dröngum tveim, Karli og Kerlin...

Nánar

Fleiri niðurstöður