Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 24 svör fundust

Hvenær verður Vatnajökull orðinn að engu?

Við vitum ekki nákvæmlega hvenær Vatnajökull hverfur en jöklafræðingar spá því að ef loftslag haldist næstu 50 ár eins og það var að meðaltali á 20. öld gæti Vatnajökull rýrnað um 10% eða 300 km3 á næstu hálfri öld. Það er jafnmikil rýrnun og varð alla 20. öldina. Ef sú rýrnun helst stöðug gætum við þess vegna ...

Nánar

Hver er munurinn á femínisma og jafnréttisstefnu?

Munurinn á femínisma og jafnréttisstefnu er ekki mikill. Femínismi er margþætt hugtak sem getur meðal annars vísað til fræðigreinar, aðgerðarstefnu, stjórnmálastefnu, auk margs annars. Þó þessi svið haldist í hendur rúmast einnig innan þeirra ólíkar stefnur og ólík sjónarhorn. Einnig er rétt að hafa í huga að femí...

Nánar

Hvað er fullkomnun?

Stórt er spurt og kannski ekkert annað en dæmi um guðsduld að ætla sér að svara þessari spurningu, sérstaklega ef svarið á að vera fullkomið! Með það í huga er þó hægt að benda á einhverjar leiðir til þess að hugsa um fullkomnun og þá sérstaklega af hverju við leitum hennar í ótal myndum. En fyrst er gott að hu...

Nánar

Hver er munurinn á falli og vörpun í stærðfræði?

Oftast er ekki gerður neinn greinarmunur á skilgreiningunni á vörpun og falli. Hins vegar er stundum munur á því hvernig orðin eru notuð. Vörpun eða fall, F, er skilgreint sem ákveðin „aðgerð“ sem úthlutar sérhverju staki úr tilteknu mengi, köllum það A, staki í öðru mengi sem kalla má B (sjá dæmi á mynd). Stakið ...

Nánar

Hvers vegna er rökfræðin svona flókin og hver er tilgangurinn með henni?

Rökfræði fjallar um það hvenær eina setningu, sem við köllum niðurstöðu, leiðir af öðrum setningum, sem við köllum þá forsendur. Og ástæðan fyrir því að rökfræði getur verið flókin er í sem stystu máli sú að það getur verið flókið mál hvenær niðurstöðu leiðir af gefnum forsendum. Aþenuskólinn e. Rafael. Aristótel...

Nánar

Hvernig leysi ég x og y út úr jöfnunum y = 1 + x og 2x + 3y = 28?

Svokölluð jöfnuhneppi eru notuð þegar leysa þarf tvær jöfnur sem hafa tvær óþekktar stærðir. Þá er önnur óþekkta stærðin einangruð í annarri hvorri jöfnunni. Hún er síðan sett inn fyrir óþekktu stærðina í hinni jöfnunni. Í dæminu sem spyrjandi kemur með er y einangrað í fyrri jöfnunni. Þá þarf einungis að setja...

Nánar

Hvað hafa Íslendingar verið margir frá landnámi?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað hafa Íslendingar verið margir frá landnámi? Heildartala allra Íslendinga. Takk. Í svari við spurningunni Er það satt að innan við milljón manns hafi fæðst á Íslandi frá upphafi? áætlar Gísli Gunnarsson að um 1.300.000 einstaklingar hafi fæðst á Íslandi frá landná...

Nánar

Hvar finn ég upplýsingar um aldursdreifingu Íslendinga?

Vísindavefurinn fær stundum spurningar um hversu margir Íslendingar tilheyra tilteknum aldurshópi, til dæmis:Hvað búa margir 12 ára og eldri á Íslandi í dag? Hvað eru margir Íslendingar 67 ára og eldri og hvað eru margir 70 ára og eldri? Getið þið sýnt fjölda Íslendinga í árgöngum 1936 til 1942? Upplýsingar a...

Nánar

Af hverju er unglingaólétta algengari í Bandaríkjunum en Evrópu?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvaða breytur hafa áhrif a tíðni unglingaóléttu? Af hverju er tíðni unglingaóléttu hærri í Bandaríkjunum en Evrópu?Tíðni þungana unglingsstúlkna má skýra út frá margvíslegum sjónarhornum, það er samfélaginu, fjölskyldunni og unglingnum. Samfélagssjónarhornið kemur inn á ski...

Nánar

Gæti Grænland orðið fjölmennara en Ísland í framtíðinni?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Á Grænland raunhæfan möguleika á að verða fjölmennara en Ísland í framtíðinni? Í stuttu máli sagt er afar ólíklegt að Grænland verði fjölmennara en Ísland í fyrirsjáanlegri framtíð nema eitthvað stórkostlegt gerist sem veldur mjög mikilli fólksfækkun á Íslandi eða mjög...

Nánar

Hvað er algrím og hvernig nýtist það í tölvufræði?

Algrím er forskrift eða lýsing, á einhvers konar læsilegu mannamáli, sem segir glöggum lesanda hvernig leysa megi tiltekið reiknivandamál. Reiknivandamál er þá í víðum skilningi hvert það vandamál sem felst í að vinna úr tilteknum gerðum gagna og fá önnur gögn sem niðurstöður. Al-Khowârizmî ritaði því algrím samkv...

Nánar

Hvað er flugvél lengi að fljúga kringum jörðina?

Þann 14. desember árið 1986 tókst flugvélin Voyager á loft í Kaliforníu í Bandaríkjunum í þeim tilgangi að fljúga umhverfis jörðina án millilendingar og án þess að taka eldsneyti á flugi. Voyager var sérsmíðuð fyrir þetta verkefni, drifin áfram af tveimur skrúfuhreyflum og höfð eins létt og mögulegt var. Í áhöfnin...

Nánar

Hvort er Eyjafjallajökull 1666 metrar eða 1651 metri?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvort er Eyjafjallajökull 1666 metrar eða 1651 metri? Ég sé mismunandi hæðartölur. Breyttist hæðin eitthvað við gosið? Mörg atriði geta haft áhrif þegar hæð lands er mæld. Þar má nefna mismunandi mæliaðferðir og mismunandi skilgreining á 0-punkti. Með nútíma mæliaðferðum er...

Nánar

Hvað er sýndarfylgni?

Hugtakið sýndarfylgni (e. spurious correlation) er notað þegar tengsl mælast á milli tveggja breyta, köllum þær x og y, en á milli þeirra er ekki orsakasamband. Þetta getur gerst fyrir hreina tilviljun en algengara er að breyturnar tvær tengjast báðar annarri breytu, köllum hana z, sem veldur því að svo gæti virst...

Nánar

Hvenær fóru Íslendingar að borða af diskum?

Upprunalega spurningin var: Hvenær byrjaði fólk á Íslandi að borða af diskum? Til að byrja með ætla ég að gefa mér að hér sé spurt um leirdiska, en það eru diskarnir sem við borðum af í dag. Áður en askurinn tók við sem algengasta matarílátið á 18. öld borðuðu Íslendingar af trédiskum og tindiskum. Þannig d...

Nánar

Fleiri niðurstöður