Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 337 svör fundust

Hver er frummerking nafnorðsins „synd” og hverjar eru orðsifjar þess orðs?

Sú skoðun hefur mestan hljómgrunn að synd sé gamalt tökuorð sem unnið hafi sér sess í norður-germönskum málum fyrir kristin áhrif. Veitimálið sem orðið kom úr er fornsaxneska þar sem til var orðið sundia í merkingunni ‘yfirsjón, brot á réttri hegðun’. Orðið var einnig til í öðrum vestur-germönskum málum, í fornháþ...

Nánar

Af hverju nefnist Vetrarbrautin Milky Way á erlendum málum?

Ekki er vitað fullkomlega hvernig nafnið á Vetrarbrautinni okkar, Milky Way, er til komið en á latínu heitir hún Via lactea sem hefur sömu merkingu. Alþjóðaorðið sem nú heitir á ensku galaxy er hins vegar komið beint úr grísku og er dregið af gala sem þýðir mjólk. Það er nú notað sem safnheiti um þau fyrirbæri alh...

Nánar

Hvers vegna eru ein auðugustu fiskimið jarðarinnar í kringum Ísland?

Grundvöllur hinna auðugu fiskimiða við Ísland er mikil framleiðni svifþörunga við landið. Svifþörungar eru smásæjar plöntur sjávar. Á sumrin hafast þeir við í yfirborðslögum þar sem þá rekur með straumum. Eins og plöntur á landi búa svifþörungarnir yfir þeim eiginleikum að þeir geta með hjálp sólarljóssins myndað ...

Nánar

Af hverju skilja sár eftir sig ör?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju koma ör á húðina, af hverju nær hún ekki að endurnýja sig og af hverju er sagt að ör komi ef maður kroppar í sár? Myndun öra er eðlilegur þáttur í því líffræðilega ferli sem á sér stað þegar sár í húð og öðrum vefjum líkamans gróa. Allir áverkar eftir slys, sjúkdóma...

Nánar

Hver er réttarstaða samkynhneigðra í staðfestri samvist eða sambúð og í hverju er hún frábrugðin réttarstöðu gagnkynhneigðra?

Samkvæmt 1 gr. laga nr. 87/1996, sem sett voru árið 1996, geta tveir einstaklingar af sama kyni stofnað til svokallaðrar staðfestrar samvistar. Hugtakið staðfest samvist hafði ekki verið notað áður í lögum og var það tekið upp til aðgreiningar frá óvígðri sambúð og hjúskap. Í 5. gr. laganna kemur fram að aðilar í...

Nánar

Hversu stór hluti jarðar er járn?

Járn kemur fyrir í jörðinni með tvennum hætti, sem málmur (Fe) og í efnasamböndum (til dæmis oxíðið magnetít: Fe3O4 og silíkatíð ólivín: (Fe,Mg)2SiO4). Því má skilja spurninguna tvennum hætti: Að spurt sé um járnmálm (sem er 32% af massa jarðar) eða allt járn, bundið og óbundið (sem er um 39%). Skoðum hvort tveggj...

Nánar

Má þvo íslenska fánann, til dæmis í þvottavél?

Um íslenska fánann gilda lög sem í daglegu tali eru oft kölluð fánalögin en raunverulegt heiti þeirra er: Lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Í þessum lögum kemur fram hvernig íslenski fáninn skuli líta út og undir hvaða kringumstæðum hann má nota. Í 12. gr. laganna segir meðal annars: Enginn má óvi...

Nánar

Hvernig verða steinar til?

Orðið steinn getur bæði átt við berg/bergtegund (grjót) og steindir (steintegundir) eins og fram kemur í svari við spurningunni Af hverju eru flestir steinar gráir? Þar segir meðal annars: Steindir eru kristallað frumefni eða efnasamband sem finnst í náttúrunni. Þær eru í raun smæstu eindir bergtegunda; sumar b...

Nánar

Er bannað að rassskella börn á Íslandi?

Lengst af tóku lög ekki sérstaklega á hinni fornu uppeldisaðferð að aga börn með flengingum. Nýlega varð hins vegar breyting þar á og þann 16. apríl 2009 voru samþykkt á Alþingi breytingar á barnaverndarlögum sem banna þetta athæfi. Kveikjan að þeirri lagabreytingu var meðal annars dómur sem gekk í Hæstarétti 2...

Nánar

Hvað eru til margar tegundir af sólmyrkva og hvað heita þær?

Sólmyrkvi (e. solar eclipse) verður þegar tunglið gengur milli sólar og Jarðar svo tunglið myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá Jörðu séð. Það gerist aðeins þegar sólin, tunglið og Jörðin eru í beinni línu (kallað raðstaða eða okstaða). Skuggi tunglsins skiptist í tvo hluta: Alskugga (e. umbra) og hálf...

Nánar

Fleiri niðurstöður