Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 72 svör fundust

Hver eru einkenni ebóluveirunnar?

Við eigum svar við þessari spurningu. Þú getur lesið það með því að smella hér. Í svarinu kemur fram að veiran dragi nafn sitt af ánni Ebólu í Austur-Kongó þar sem veiran kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1976. Þar segir ennfremur: Ebóla veldur því að frumur og vefir skemmast. Fyrstu einkenni ebólublæðingarsó...

Nánar

Af hverju er maður með astma?

Astmi er langvinnur bólgusjúkdómur í berkjum. Í astmakasti leiða vöðvasamdráttur og bólgubreytingar í berkju til þrengsla í öndunarvegi. Sjúklingurinn finnur fyrir andþyngslum, mæði, hósta og surgi eða ýli sem heyrist við útöndun. Þessi einkenni þurfa þó ekki öll að vera til staðar samtímis. Sumir astmasjúklingar...

Nánar

Hver eru einkenni blóðtappa í fæti?

Áður hefur verið fjallað um blóðtappa í hægra og vinstra heilahveli í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað er blóðtappi? Í blóðinu eru efni og ferlar sem stjórna því að blóð storknar þegar á þarf að halda, til dæmis til að loka sári og til að hindra útbreiðslu sýkingar. Blóð getur þó einnig stor...

Nánar

Hvað er klemmd taug og hverjar eru orsakirnar?

Taugar eru eins konar rafmagnskaplar gerðir úr mörgum taugaþráðum milli miðtaugakerfis (heila og mænu) og hinna ýmsu líffæra líkamans. Sumar taugar eru hreyfitaugar eða útsæknar taugar, sem flytja boð frá miðtaugakerfinu, til dæmis boð til vöðva um að hreyfa sig, til kirtla um að seyta afurðum sínum eða til hjarta...

Nánar

Hvað orsakar heilahimnubólgu?

Hér er einnig að finna svar við spuningunum: Getur heilahimnubólga komið aftur eftir að maður hefur fengið hana einu sinni?Ef heilahimnubólga er ekki smitandi, hvernig fær maður hana þá? Heilahimnubólga er eins og nafnið ber með sér bólga í himnum sem umlykja heilann. Orsakir bólgunnar geta verið margar en oftast...

Nánar

Af hverju fá kýr júgurbólgu?

Júgurbólga er einfaldlega bakteríusýking í spenum/mjólkurkirtlum spendýra. Hjá kúm eru það bakteríur úr umhverfi þeirra eða frá öðrum kúm sem berast á júgrið og þaðan inn um spenaopið. Eftir því sem fleiri kýr í fjósinu eru með júgurbólgusmit og hreinlæti er lakara, þeim mun meiri hætta er á að heilbrigðar kýr smi...

Nánar

Hvaða munur er á ómega-3 og ómega-6 fitusýrum?

Mikið hefur verið rætt og ritað um ómega-3 og ómega-6 fitusýrur undanfarið. Stundum hefur þessi umfjöllun verið nokkuð misvísandi. Skilaboðin hafa gjarnan verið á þá leið að ómega-3 fitusýrur séu hollar og ómega-6 fitusýrur óhollar. Svo einfalt er þetta þó alls ekki. Báðar þessar fitusýrur eru líkamanum nauðsynleg...

Nánar

Hvað er gyllinæð og hvernig er hægt að losna við hana?

Gyllinæð (e. hemorrhoids) er þrútin bláæð (æðahnútur) í endaþarmi eða endaþarmsopi og finnst sem þykkildi. Bæði er til innri og ytri gyllinæð. Innri gyllinæð er inni í endaþarminum undir þekju endaþarmsopsins. Ef hún rifnar blæðir úr endaþarmsopinu en slíkt gerist iðulega við hægðir. Ytri gyllinæð er í húðinni nál...

Nánar

Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis lýsi virki?

Lýsi hefur verið notað til manneldis í aldaraðir. Það inniheldur mikilvæg efni eins og A- og D-vítamín en einnig ómega-3 fitusýrur og eru fitusýrurnar dókósahexaenóínsýra (DHA) og eikósapentaenóínsýra (EPA) áhugaverðastar. Ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur eru mikilvægar í uppbyggingu frumuhimna og eru hvarfefni fyr...

Nánar

Hvað er kawasaki-sjúkdómur?

Kawasaki-sjúkdómurinn er sjaldgæfur en mjög merkilegur sjúkdómur. Honum var fyrst lýst í Japan af lækninum Tomisaku Kawasaki fyrir fáeinum áratugum. Kawasaki-sjúkdómurinn hefur síðan greinst um heim allan. Ekki er að fullu ljóst hvað veldur kawasaki-sjúkdómi. Svo virðist þó sem saman þurfi að fara ák...

Nánar

Hvað er vöðvabólga og hvernig losnar maður við hana?

Hér er einnig svarað spurningunum:Er slæmt að fara í líkamsrækt ef maður er með vöðvabólgu?Hvort er betra að nota heitt eða kalt á vöðvabólgu og af hverju? Eins og nafnið bendir til er vöðvabólga bólga í vöðvum, en einnig getur verið um að ræða bólgu í aðliggjandi bandvef. Orsakir vöðvabólgu geta verið margví...

Nánar

Hvað eru rósahnútar (ekki rósroði)?

Hnútarós eða rósahnútar eru gömul heiti á meininu erythema nodosum. Níels Dungal, prófessor í meinafræði, lýsti einkennum og ferli sjúkdómsins mjög skilmerkilega í bókinni Heilsurækt og mannamein, sem var gefin út árið 1943. Þar segir meðal annars:Hnútarós er út af fyrir sig ekki alvarlegur sjúkdómur, en hún er of...

Nánar

Hverjar eru batahorfur og meðferð við Crohns-sjúkdómi?

Crohns-sjúkdómur hrjáir bæði kynin og gerir oftast fyrst vart við sig á aldrinum 14 til 24 ára. Tveir langvinnir bólgusjúkdómar í þörmum, Crohns-sjúkdómur og sáraristilbólga (ulcerative colitis), eru um margt líkir en sáraristilbólga byrjar oft ekki fyrr en eftir miðjan aldur. Crohns-sjúkdómur virðist fylgja v...

Nánar

Hvað er fílaveiki og hvernig lýsir hún sér?

Fílaveiki er landlæg víða í heiminum. Meira en milljarði manna í yfir áttatíu löndum stafar hætta af smiti. Árið 2000 höfðu 120 milljónir fengið sjúkdóminn og af þeim voru meira en 40 milljónir sem hlutu varanlega hömlun eða lýti af hans völdum. Um þriðjungur tilfella er á Indlandi og þriðjungur í Afríku, en önnu...

Nánar

Fleiri niðurstöður