Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1176 svör fundust

Hvaða dýr eru á Suðurskautslandinu?

Þessi spurning er nokkuð víðfeðm en hér er gert ráð fyrir að spyrjandi sé að falast eftir upplýsingum um dýr sem finnast á þurrlendi Suðurskautslandsins. Hér verður því ekki fjallað um dýralíf í grunnsævinu umhverfis Suðurskautslandið og heldur ekki sagt frá dýralífinu á eyjum umhverfis þetta mikla landflæmi. Þ...

Nánar

Geta kettir orðið þunglyndir?

Ef marka má frásagnir fólks sem umgengst dýr mikið leikur enginn vafi á því að kettir og önnur spendýr geta lent í geðlægð og jafnvel þjáðst af þunglyndi. Til marks um þetta nefna gæludýraeigendur að þegar miklar breytingar verða á heimilishögum fólks, til dæmis við andlát eða flutninga, verður hegðun katta ön...

Nánar

Hvað er jarðköttur?

Jarðkettir (Suricata suricatta) eru smávaxin dýr af ættbálki rándýra. Þeir lifa í suðurhluta Afríku, nánar tiltekið í Kalahari-eyðimörkinni í Botsvana, Namib-eyðimörkinni í Namibíu og Angóla og auk þess í Suður-Afríku. Jarðkettir lifa neðanjarðar í göngum sem þeir grafa sjálfir. Þeir hafa mjög ríkt hópeðli og l...

Nánar

Af hverju strjúka kettir oft?

Kötturinn fer sínar eigin leiðir, segir máltækið, og það er talsvert til í því. Sambýli manns og kattar hefur lengst af helgast af því gagni sem kettir gera með því að veiða mýs, rottur og önnur dýr sem valdið geta tjóni. Þetta hefur helst skipt máli þar sem menn stunda akuryrkju og annar landbúnað og safna birgðu...

Nánar

Eru rándýr talin óæt?

Svarið við þessari spurningu hlýtur að vera nei. Rándýr eru ekki talin óæt og í raun finnst mörgum kjöt rándýra hreinasta lostæti. Rándýr eru afar fjölbreytilegur hópur og má þar meðal annars nefna hvali, seli, birni, ketti og hunda, auk fjölda annarra dýra. Rándýr eru nýtt til átu um allan heim. Hér á landi...

Nánar

Hvað eru til margar dýrategundir í heiminum?

Á jörðinni er afar fjölbreytt dýralíf og um þessar mundir eru þekktar um 1,5 milljónir dýrategunda. Innan dýraríkisins (Animalia) skiptast tegundirnar í mjög ólíka hópa dýra sem aðskildust tiltölulega snemma í þróunarsögunni. Dýr skiptast fyrst í fylkingar hryggleysingja (Protochordata) og seildýra (Chordata)m en ...

Nánar

Gæti einhver íslenskur fugl drepið mann?

Í íslenskri náttúru eru engin lífshættuleg dýr líkt og í náttúru margra annarra landa. Sum dýr hér á landi sýna þó mikla árásarhneigð við ákveðnar kringumstæður, til dæmis þegar fólk fer of nærri hreiðrum þeirra eða búi. Einhverjir hafa eflaust lent í árásum geitunga á sumrin. Nokkrar fuglategundir vernda hreið...

Nánar

Eru eitruð dýr ónæm fyrir eitri annarra eitraðra dýra af sömu tegund?

Ýmis dýr nota eitur sér til varnar, til dæmis tegundir sporðdreka, köngulóa og snáka. Í þessu svari eru eitraðir snákar notaðir sem dæmi. Eitur snáka er gert úr prótínum. Éti snákur eitraðan snák ætti honum vart að vera meint af neyslunni. Skýringin liggur í ofursúru umhverfi meltingarvegarins en súrt umhverf...

Nánar

Hvað getur þú sagt mér um afríska buffla?

Afríski buffallinn (Syncerus caffer) greinist í tvær deilitegundir, gresjubuffal (S. caffer caffer) og skógarbuffal (S. caffer nanus). Flokkunarfræðilega tilheyrir tegundin ættbálki klaufdýra (Artiodactyla), ættinni Bovidae og undirætt nautgripa (Bovinae). Heimkynni gresjubuffla. Gresjubuffallinn er nokkuð s...

Nánar

Hvað eru einhyrningar og fyrir hvað standa þeir?

Einhyrningar eða Unicornus eru þjóðtrúardýr, það er að segja dýr sem finnast í þjóðtrú víða um heim en eru ekki til í veruleikanum eins og við skiljum hann yfirleitt. Einhyrningar líkjast oft venjulegum hvítum hestum en hafa eitt langt snúið horn fram úr enninu. Til eru margar ólíkar sagnir um einhyrninga en ein f...

Nánar

Hvernig vita menn að flugur sjá allt í bláu?

Okkur er ekki kunnugt um að skordýr sjái allt í bláu. Þekkt er þvert á móti að litasjón kemur fyrir hjá skordýrum í flestum ættbálkum enda kemur hún sér vel fyrir þau. Almennt hafa skordýr þó betri næmni fyrir bláa hluta litrófsins og nær sjónsvið þeirra í sumum tilfellum yfir í útfjólublátt. Þannig sjá þau útfjól...

Nánar

Hvað eru hvalir með langa þarma?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað þarf marga hvalaþarma, ef þú bindur þá saman, til að ná umhverfis jörðina? Hvað er einn hvalaþarmur langur? Hvalir eru með hlutfallslega lengri meltingarveg en menn og aðrir prímatar. Smágirni í mönnum eru sennilega um þrisvar sinnum lengri en heildarlengd (hæð) okkar ...

Nánar

Af hverju mega hundar ekki vera lausir úti eins og kettir?

Hundar eru á margan hátt hættulegri og varasamari dýr en kettir. Hundar eiga það til að bíta fólk og bit þeirra getur verið býsna hættulegt vegna þess að það getur flutt með sér sjúkdóm sem nefnist hundaæði (rabies á erlendum málum). Það er bráður veirusjúkdómur í heila og getur lagst á öll dýr með heitt blóð. Það...

Nánar

Fleiri niðurstöður