Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1176 svör fundust

Hvað getið þið sagt mér um mjólkursnáka?

Mjólkursnákur (Lampropeltis triangulum, e. milk snake) er tegund innan ættkvíslar svokallaðra kóngasnáka (Lampropeltis>), en innan hennar eru þekktar tegundir á borð við skartsnák (Lampropeltis doliata), kóngasnákar (Lampropeltis Getulus) og beltasnákur (Lampropeltis zonata). Mjólkursnákar eru greindir niður í...

Nánar

Hvernig smitast maður af kláðamaur?

Mannakláðamaur (Sarcoptes scabiei) eða bara kláðamaur er örsmár áttfætlumaur (um 0,2-0,4 mm) sem sést varla með berum augum. Hann þrífst bara á fólki og hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára. Menn hafa áætlað að um 300 milljónir manna smitist árlega í heiminum af kláðamaur og hér á landi smitast talsverður fjöldi ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um skónef eða á ensku shoebill?

Skónefur (Balaeniceps rex) þykir afar forn í útliti og hafa flokkunarfræðingar lengi verið í vafa um hvar eigi að staðsetja hann í flokkunartrénu. Lengi vel var hann talinn skyldur storkum (Ciconiiformes) en nýlegar líffæra- og lífefnafræðilegar samanburðarrannsóknir sýna að hann er í raun skyldastur pelíkönum (Pe...

Nánar

Hvers konar sveppir í híbýlum eru hættulegir fólki?

Hér er væntanlega spurt um myglusveppi. Myglusveppir og gró þeirra finnast alls staðar í náttúrunni. Myglusveppir tilheyra svokölluðum sundrendum og hafa það hlutverk að brjóta niður og flýta fyrir rotnun á lífrænum leifum. Utandyra eru þeir skaðlausir en ef þeir hreiðra um sig inni í húsum, eins og stundum gerist...

Nánar

Af hverju eru kýr heilagar í hindúasið?

Margt bendir til þess að nautgripir hafi um árþúsundir gegnt einhvers konar trúarlegu hlutverki í samfélagi manna. Fyrir fimmtán til þrjátíu þúsund árum voru dregnar upp myndir af nautum á bergveggi í hellum í Evrópu. Naut voru vafalaust veidd vegna kjötsins, en oft eru myndirnar þannig að engu er líkara en verið ...

Nánar

Hvers vegna eru eiturefni búin til?

Það eru ýmsar ástæður fyrir því að menn búa til efni sem reynast eitruð. Reyndar er það svo að skaðleg efni eru ekki endilega framleidd eða búin til heldur finnast líka víða í náttúrunni. Miðevrópski læknirinn Paracelsus (1494-1541) sem nefndur hefur verið faðir nútíma lyfja- og eiturefnafræði hélt því fram að ...

Nánar

Hvað er útvarp, hver fann það upp og hvenær kom það til Íslands?

Útvarp er tæki sem tekur á móti útvarpsbylgjum sem berast um loftið. Útvarpsbylgjur eru með tíðni fyrir neðan sýnilegt ljós, frá 3 kHz til 300 GHz. Útvarpsmerkið er flutt um tvær tegundir af bylgjum, AM og FM, það er langbylgjur og stuttbylgjur. AM stendur fyrir amplitude modulation en AM-bylgjur eru með tíðnina 1...

Nánar

Mæla jarðskjálftamælar eitthvað annað en jarðskjálfta?

Ef titringur í jörðu er mældur samfellt í langan tíma með næmum mælitækjum, kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Í fyrsta lagi má sjá, að lágtíðnibylgjuhreyfingar (tíðni minni en eitt Hertz (rið)) eru meiri á haustin og yfir vetrarmánuðina heldur en að vori og sumri. Þetta skýrist af því að veðurlag er kröftugra og sjó...

Nánar

Hvaða hlutverki gegnir litli heilinn og hvað gerist ef hann skemmist?

Litli heili eða hnykill (e. cerebellum) gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnun hreyfinga. Boð um að hefja hreyfingu koma þó ekki frá litla heila heldur á hann þátt í samhæfingu hreyfinga, nákvæmni þeirra og tímasetningu. Hann fær skynboð frá mænu og öðrum hlutum heilans og tengir þessi boð saman til að fínstilla hr...

Nánar

Eru naggrísir ennþá borðaðir í Perú?

Í hugum flestra sem búa á Íslandi eru naggrísir hugguleg gæludýr. Margir íbúar Perú og annarra landa í Suður-Ameríku líta hins vegar fyrst og fremst á naggrísi sem fæðutegund. Naggrísir eru ræktaðir til matar í Perú og víðar. Naggrísir eiga uppruna sinn í Andesfjöllum í Suður-Ameríku. Þeir eru meðalstór nagd...

Nánar

Hvers vegna eru jöklar mikilvægir?

Jöklar eru mikilvægur hlekkur í hringrás vatns um jörðina. Snjór fellur úr lofti, safnast á jökla en leysingarvatn fellur frá þeim til sjávar þar sem vatn gufar upp og berst síðan með vindum um andrúmsloft uns það fellur aftur til jarðar, að hluta til á jöklana. Samfélög manna og vistkerfi, plöntur og dýr hafa...

Nánar

Hvað eru einlendar dýrategundir?

Einlend (e. endemic) tegund er tegund sem er upprunaleg og finnst aðeins á einu tilteknu svæði og hvergi annars staðar. Svæði getur verið eyja, land eða ákveðið búsvæði. Til að mynda eru allir lemúrar einlendir á afrísku eyjunni Madagaskar. Á hinum enda „útbreiðslurófsins“ eru tegundir sem hafa alheimsútbreiðslu e...

Nánar

Hvers konar lyf á að hafa læknað Bandaríkjaforseta af COVID-19?

Bandaríkjaforseti mun hafa verið meðhöndlaður með tilraunalyfinu REGN-COV2 en hann fékk líka annars konar meðferð. Samkvæmt bestu heimildum var hann líka meðhöndlaður með remdesivír sem farið er að nota við COVID-19 með nokkuð góðum árangri. Hann mun einnig hafa fengið barkstera sem er einnig farið að gefa illa ve...

Nánar

Fleiri niðurstöður