Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 131 svör fundust

Hvað getið þið sagt mér um James Dewey Watson?

James Dewey Watson fæddist þann 6. apríl árið 1928 í Chicago í Bandaríkjunum. Hann lauk B.Sc. prófi í dýrafræði frá Háskólanum í Chicago árið 1947, þá aðeins 19 ára. Þremur árum seinna lauk hann svo doktorsprófi (Ph.D.) frá háskólanum í Indiana. Árið 1951 hóf hann störf á rannsóknarstofu í Cambridge á Englandi...

Nánar

Má baða hunda og þá hve oft?

Já, það má baða hunda, og suma þarf meira að segja að baða mjög reglulega! Það er misjafnt eftir tegundum hversu oft þarf að baða þá. Hunda sem fara ekki úr hárum, til dæmis púðluhunda (e. poodle) og silky terrier, þarf að baða mjög reglulega, jafnvel vikulega, með sérstöku hundasjampói. Þetta á sérstaklega við ef...

Nánar

Hvað hafa margir látist af völdum ísbjarna hér á landi?

Ísbirnir koma oft til Íslands með hafís þegar hann er hér á annað borð. Þetta má meðal annars sjá í íslenskum annálum þar sem oft er sagt frá hafís og ísbjörnum sem ganga á land og eru oftast drepnir en stundum er getið um að þeir hafi líka drepið fólk. Þór Jakobsson veðurfræðingur hefur tekið saman fróðleik um þe...

Nánar

Hvert er stærsta skordýr í heimi?

Lengsta núlifandi skordýr sem mælst hefur er af ætt förustafa, og er þá miðað við heildarlengd. Lengsti búkurinn er hins vegar á Herkúlesbjöllu af ættkvísl nashyrningsbjalla. Þyngsta bjallan er golíatsbjallan af sömu ættkvísl. Stærsta skordýr sem lifað hefur á jörðinni er tröllaslenja af ættbálki drekaflugna. Þ...

Nánar

Vissu fornkappar Njálu hvernig ljón litu út?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Í Njálu stendur að Kári Sölmundarson væri með skjöld sem á væri mynd af ljóni. Hvernig átti Kári Sölmundarson að vita hvernig ljón liti út? Spurt er um eftirfarandi stað í Njálu: Skarphéðinn var fremstur. Hann var í blám stakki og hafði törguskjöld og öxi sína reidda ...

Nánar

Hvers vegna góla úlfar upp í tunglið?

Úlfar eru félagsverur og lifa venjulega í hópum. Kjarni hópsins er yfirleitt eitt par og afkvæmi þess. Afkvæmin staldra misjafnlega lengi við hjá foreldrum sínum. Sum fara að heiman á fyrsta vetri, önnur á öðrum vetri eða seinna, en úlfar verða kynþroska á öðrum vetri. Því eru yfirleitt nokkur fullvaxin afkvæmi m...

Nánar

Hvert er hættulegasta dýr A) í heimi, og B) á Íslandi?

Mörg spendýr geta verið hættuleg mönnum við vissar aðstæður. Almennt má segja að meðal spendýra skipta stærð, lífshættir og aðstæður einstaklingsins mestu máli. Þannig eru rándýr að jafnaði hættulegri en grasbítar af sömu stærð, stærri dýr eru hættulegri en minni dýr, hungruð rándýr hættulegri en södd, mæður með a...

Nánar

Af hverju strjúka kettir oft?

Kötturinn fer sínar eigin leiðir, segir máltækið, og það er talsvert til í því. Sambýli manns og kattar hefur lengst af helgast af því gagni sem kettir gera með því að veiða mýs, rottur og önnur dýr sem valdið geta tjóni. Þetta hefur helst skipt máli þar sem menn stunda akuryrkju og annar landbúnað og safna birgðu...

Nánar

Hverjir eru litir hesta?

Litafjölbreytni er eitt einkenna íslenska hestsins. Helstu litir og litaafbrigði eru þessi: Rauður: Fjölbreytilegur, frá fölrauðum til nánast bleiks yfir í sótrauðan. Liturinn á tagli og faxi er oft svipaður og á búk en einnig ljósari. Bleikur: Ljósari en rauði liturinn. Munurinn felst í því að húðin er ljós...

Nánar

Hvaða dýr lifa á Suðurpólnum?

Dýralíf á Suðurpólnum er ekki sérlega fjölskrúðugt sökum erfiðra lífsskilyrða, svo sem mikils kulda. Þar lifa samt allnokkur dýr, bæði á landi og í sjó. Suðurpóllinn, eða Suðurskautslandið réttara sagt, er hvað þekktast fyrir að vera heimkynni mörgæsa. Almennur misskilningur er að þær lifi hvergi annars staðar...

Nánar

Éta ísbirnir mörgæsir?

Stutta svarið er nei; villtir ísbirnir éta ekki mörgæsir úti í náttúrunni. Mörgæsum datt nefnilega það snjallræði í hug að koma sér fyrir á suðurhveli, einkum allra syðst, en ísbirnir eru hins vegar fastir á norðurheimskautssvæðinu og ná ekki einu sinni til Íslands með fasta búsetu þó að þeir slæðist hingað einsta...

Nánar

Hvað eru til margar tegundir af fuglahreiðrum?

Hreiðurgerð þekkist ekki bara meðal fugla heldur hjá öllum hópum hryggdýra. Tilgangur hennar er að útbúa skjól fyrir egg eða unga á viðkvæmasta tímabili ævinnar og skapa þeim ákveðið öryggi til að vaxa og dafna þar til þeir verða nokkurn veginn sjálfbjarga. Sem dæmi um hreiðurgerð annarra hópa en fugla má nefn...

Nánar

Hvaðan eru eyrnamörk á búfénaði?

Eignarmörk voru hvarvetna nauðsynleg þar sem búfé gekk sjálfala um lengri eða skemmri tíma. Einfaldast var að skera með ýmsum hætti í eyru dýranna eða brennimerkja þau sem voru hyrnd. Einnig voru viðarmörk eðlileg þar sem rekavið bar á fjöru tiltekinnar jarðar og ekki voru strax tök á að hirða hann. Jafnvel þótti ...

Nánar

Hver var James Dewey Watson og hvert var hans framlag til erfðafræðinnar?

James Dewey Watson var fæddur í Chicago árið 1928 og ólst þar upp. Árið 1947 brautskráðist hann frá Chicago-háskóla með B.Sc.-próf í dýrafræði. Á þessum árum var hann áhugasamur fuglaskoðari. Hann var síðan í doktorsnámi við Indiana-háskólann í Bloomington undir leiðsögn Salvadors E. Luria (1912-1991) sem hlaut Nó...

Nánar

Fleiri niðurstöður