Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4520 svör fundust

Hvað er kadmín og hvaða áhrif hefur það á líkamann?

Kadmín er mjúkur og silfurlitur málmur.Kadmín (e. cadmium) er frumefni númer 48 í lotukerfinu og er skammstöfun þess Cd. Kadmín er mjúkur og silfurlitur málmur með bræðslumarkið 321°C. Rafeindir á ysta hvolfi frumeindar kallast gildisrafeindir (e. valence electrons) og ræður skipan þeirra miklu um eiginleika fr...

Nánar

Skiptir einhverju máli hvernig álpappír snýr við matargerð?

Upprunalega hljóðuðu spurningarnar svona: Skiptir máli hvernig maður snýr álpappír sem maður notar við matargerð t.d. þegar kartöflum er pakkað inn í álpappír þegar á að grilla þær? Er betra að láta glansandi hliðina snúa að matnum til að halda á honum meiri hita? Hvor hliðin á álpappírnum á að snúa að matvæl...

Nánar

Hvaða vefir í líkamanum gera ekki við sig?

Eftir að taugafrumur og vöðvafrumur hafa náð fullum þroska gera þær ekki fullkomlega við sig verði þær fyrir alvarlegum skaða. Sem dæmi má nefna að kransæðastífla í hjartavöðva leiðir til þess að hluti af vöðvanum fær ekki súrefni og deyr í kjölfarið. Þetta kallast hjartadrep og ef um stóran hluta af hjartanu er a...

Nánar

Af hverju er sagt að eitthvað sé laukrétt og pottþétt?

Í orðunum laukréttur 'alveg réttur'og laukjafn 'hnífjafn, alveg jafn' er líkingin sótt til lauksins en einkenni hans eru hin jöfnu lög sem leggjast hvert yfir annað. Orðin virðast innlend smíð. Í orðinu pottþéttur 'alveg traustur', sem einkum er notað í sambandinu að eitthvað sé pottþétt er líkingin sótt í pot...

Nánar

Er íslenska sauðkindin vörn Íslands fyrir moskítóflugum?

Á Íslandi eru ekki moskítóflugur. Ein tegund fannst í flugvél á Keflavíkurflugvelli sumarið 1986 þegar hún var að koma frá Nassaquaq á Grænlandi á leið til Frankfurt í Þýskalandi. Þetta var tegundin Aedes nigripes. Í svari sem ég skrifaði fyrir Vísindavefinn við spurningunni Af hverju lifa ekki moskítóflugur á Ísl...

Nánar

Hvað eru nýrnasteinar og hvað veldur þeim?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvers vegna fær fólk nýrnasteina og hvers vegna leggjast þeir fekar á eldra fólk? Er einhver leið til að sporna við þeim? Nýrnasteinar eru einn af þeim sjúkdómum sem valda hvað sárustum verkjum. Erfitt er að bera saman verki en margir telja nýrnasteinaverki vera þá verstu sem...

Nánar

Hvernig verður efni til?

Stutta svarið er að við vitum ekki allt um það hvernig efni getur orðið til, en við vitum þó að það getur orðið til úr orku og getur líka breyst í orku. Í daglegu lífi er efnið eða massinn þó varðveitt; þar verður nýtt efni bara til úr öðru efni. En þetta er afar eðlileg spurning sem menn hafa lengi velt fyrir ...

Nánar

Hver eru einkenni blóðtappa í fæti?

Áður hefur verið fjallað um blóðtappa í hægra og vinstra heilahveli í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað er blóðtappi? Í blóðinu eru efni og ferlar sem stjórna því að blóð storknar þegar á þarf að halda, til dæmis til að loka sári og til að hindra útbreiðslu sýkingar. Blóð getur þó einnig stor...

Nánar

Hver var Enrico Fermi og hvert var hans framlag til vísindanna?

Enrico Fermi var eðlisfræðingur sem fæddist á Ítalíu árið 1901 og lést árið 1954 í Bandaríkjunum. Hann markaði djúp spor í eðlisfræði tuttugustu aldar, einkum í kjarneðlisfræði og öreindafræði. Lengdareiningin fermi er til dæmis kennd við hann, og sömuleiðis fermíeindir en skiptaeðli þeirra er lykilatriði í skammt...

Nánar

Af hverju hafa sumir meiri kynlífslöngun en aðrir?

Sálkönnuðurinn Sigmund Freud fjallaði um libido sem ákveðna lífsorku en lagði sérstaka áherslu á kynlífsorkuna (Garsee og Schuster, 1992). Oftast er fjallað um libido sem kynlöngun einstaklingsins. Aðeins um tuttugu ár eru síðan byrjað var að greina skerta kynlöngun (hypoactive sexual desire). Við frekari rannsókn...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Þorsteinn Helgason stundað?

Þorsteinn Helgason er dósent emeritus í sagnfræði og sögukennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa beinst að kennslufræði sögu, námsgagnagerð (einkum í sögu), gagnrýninni hugsun í kennslu, minningafræði og munnlegri sögu. Viðamestu verkefnin hafa þó fjallað um Tyrkjaránið á Íslandi 1627 o...

Nánar

Hvað á Curiosity að rannsaka á Mars og hvernig fer hann að því?

Könnunarjeppanum Curiosity var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar. Curiosity er fyrst og fremst ætlað að finna út hve lífvænleg Mars var í fyrndinni eða er hugsanlega í dag. Til þ...

Nánar

Hvað er líftækni?

Líftækni (e. biotechnology) er mjög víðtækt hugtak og ekki létt að skilgreina það í stuttu máli. En skilgreining gæti til dæmis verið þessi: Líftækni er sérhver tækni þar sem líffræðilegum kerfum, lífverum eða hlutum þeirra, er beitt til að framleiða vörur eða breyta vörum eða vinnuferlum til ákveðinna nota. Lí...

Nánar

Fleiri niðurstöður