Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 20 svör fundust

Hvaðan koma örnefnin Ljárskógar og Ljárvatn?

Örnefnin eru kennd við ána Ljá í Laxárdal í Dalasýslu. Ýmsar skýringar hafa verið uppi um nafnið. Í Noregi er til Ljå, samanber Ljådal, Ljåmo og fleiri örnefni. Norski fræðimaðurinn K. Rygh taldi nafnið vera skylt orðinu lé eða ljár og væri farvegur árinnar ljálaga. (Norske elvenavne, bls. 46). Ásgeir Bl. Ma...

Nánar

Hver var Joseph A. Schumpeter og hvaða áhrif hafði hann á hagfræðina?

Joseph Alois Schumpeter (1883-1950) er einn merkasti hagfræðingur 20. aldar. Hann fæddist í borginni Třešť sem nú er í Tékklandi en tilheyrði þá Austurísk-Ungverska keisaradæminu en foreldrar hans voru Þjóðverjar. Hann nam lögfræði í Vínarháskóla undir leiðsögn Eugen von Böhm-Bawerk og lauk doktorsprófi ...

Nánar

Hvernig varð Norður-Kórea svona spillt?

Norður-Kórea er án vafa eitt sérkennilegasta ríki heims. Allt frá stofnun þess árið 1948 hefur það farið eigin leiðir og takmarkað mjög samskipti sín við önnur ríki, að frátöldum Sovétríkjunum og Alþýðulýðveldinu Kína eftir stofnun hins síðarnefnda árið 1949. Þótt bæði Kóreuríkin hafi farið illa út úr Kóreustrí...

Nánar

Með hverju veiðir maður þorsk?

Hægt er að veiða þorsk með ýmsum veiðarfærum. Íslendingar hafa veitt þorsk allt frá dögum landnámsins og hefur hann í gegnum tíðina verið veiddur bæði á línu og í net. Þessi veiðarfæri eru enn þann dag í dag með afkastamestu veiðarfærum innan íslensku fiskveiðilögsögunnar. Botnvarpan hefur verið afkastamesta ve...

Nánar

Hvað er þungt vatn og til hvers er það notað?

Kjarnar frumeinda (e. atoms) eru samsettir úr tvenns konar ögnum; róteindum (e. protons) og nifteindum (e. neutrons). Fjöldi róteinda, sem bera jákvæða rafhleðslu, skilgreinir gerð frumeindarinnar en fjöldi nifteinda, sem eru óhlaðnar, getur verið breytilegur. Um kjarnann sveima neikvætt hlaðnar rafeindir (e. elec...

Nánar

Hvað er hvirfilbylur og hvers vegna gerast þeir?

Hvirfilbylur eða skýstrokkur er loft sem snýst ógnarhratt í hring, líkt og iða sem myndast yfir útfalli í baðkari þegar vatnið streymir út. Í samanburði við lægðir og fellibylji eru hvirfilbyljir örsmáir og skammlífir, en vindhraðinn í þeim getur samt verið meiri. Hvirfilbyljir eru aðeins nokkur hundruð metrar í þ...

Nánar

Hvað er hægt að gera til að bjarga tígrisdýrum frá útrýmingarhættu?

Tígrisdýrið (Panthera tigris) hefur orðið að tákni fyrir dýr í útrýmingarhættu í Asíu. Við upphaf aldarinnar voru líklega um 100.000 villt tígrisdýr í skóglendi Asíu, allt frá austustu héruðum Rússlands vestur til Kákasusfjalla. Nú eru eingöngu um 5000 til 7000 dýr í heiminum. Þá voru deilitegundir tígrisdýra átta...

Nánar

Er hægt að drekka súrefni á vökvaformi?

Stutta svarið við þessari spurningu er „já“. Hins vegar er rétt að vekja athygli á því að það að drekka súrefni á vökvaformi er stórhættulegt og mundi líklega valda dauða þess sem reyndi það! Mörgum finnst svalandi að drekka kalda drykki en við erum ekki vön að drekka vökva sem eru kaldari en við frostmark, sem...

Nánar

Af hverju er kívífuglinn í útrýmingarhættu?

Í þéttum skógum Nýja-Sjálands, sem sluppu við við ágang og eyðileggingu landnema, hefur einum alsérstæðasta núlifandi fugli í fánu jarðar tekist að halda velli. Þessi heimkynni hans eru nú sem betur fer vernduð með viðamiklu og öflugu neti þjóðgarða. Hér er um að ræða kíví eða kívífuglinn, sem frekar ætti að ta...

Nánar

Hvað fólst í menningarbyltingunni í Kína?

Hugtakið menningarbylting er oft notað sem samheiti yfir ólguskeið í Kína á árunum 1966-1969, sem einkenndist af uppgangi róttækra stefna. Þær áttu það sammerkt að vera stefnt gegn viðteknum menningarlegum og pólitískum gildum og var mikil áhersla lögð á virkni alþýðunnar í að varpa af sér oki yfirstéttar. Að loku...

Nánar

Hvað dóu margir í stóra jarðskjálftanum í Japan árið 2011?

Þegar atburðir verða sem kosta mörg mannslíf, eins og til dæmis miklar náttúruhamfarir, eru upplýsingar um manntjón yfirleitt mjög á reiki fyrst á eftir. Það getur tekið nokkurn tíma að fá rétta mynd af því hversu margir fórust og hversu margra er saknað. Sú var líka raunin í jarðskjálftanum mikla í Japan þann 11....

Nánar

Voru Íslendingar rík þjóð árið 1918?

Íslendingar voru fátæk þjóð þegar heimsstyrjöldin fyrri hófst og enn fátækari þegar henni lauk. Hagur þeirra hafði reyndar farið batnandi allt frá lokum 19. aldar en samt voru þeir meðal fátækustu þjóða Vestur-Evrópu. Það var ekki fyrr en í heimsstyrjöldinni síðari að Ísland komst í hóp ríkustu landa heims. Sa...

Nánar

Hvað er svona merkilegt við Amasonfljótið og Amasonregnskóginn?

Amasonfljót er langstærsta fljót í heimi og vatnsmagnið sem fellur til sjávar er meira en samanlagt vatnsmagn úr Níl, Mississippi- og Yangtze-fljótum. Þótt áin Níl sé 250 km lengri en þeir 6400 km sem Amasonfljótið telur, er hún bara um 2,3% af heildarflæði (m3/s) Amasonfljótsins. Amasonfljótið er um 13 sinnum len...

Nánar

Getið þið útskýrt fyrir mér Richterskvarðann?

Richterskvarðinn er notaður til að mæla og bera saman stærð jarðskjálfta. Hann á rót sína að rekja til mælinga með stöðluðum skjálftamælum í staðlaðri fjarlægð frá upptökum skjálfta. Stigafjöldi skjálfta samkvæmt honum miðast við útslag eða sveifluvídd á slíkum mæli, en er um leið grófur mælikvarði á orkuna sem lo...

Nánar

Fleiri niðurstöður