Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 73 svör fundust

Hvernig verka leitarvélar?

Leitarvélar á vefnum eru samsettar úr tveimur aðskildum einingum. Annars vegar er hópur tölva, svokallaðar köngulær, sem rekja sig í sífellu í gegnum vefinn og geyma allar síður sem þær finna í risastórum gagnagrunni, og hins vegar eru vefþjónar sem fólk um allan heim getur notað til að leita í gagnagrunninum. ...

Nánar

Var einhver munur á stöðu kvenna í Aþenu og Spörtu til forna?

Já, munur var á stöðu kvenna í Aþenu annars vegar og Spörtu hins vegar. Í Aþenu var staða kvenna á klassískum tíma afar bág, þær höfðu ekki borgararéttindi þótt þær væru aþenskir borgarar og þær nutu á engan hátt jafnræðis á við karla. Þær fengu ekki að taka þátt í stjórnmálum, máttu ekki eiga eignir og gátu alla ...

Nánar

Hvaða dýr veiddi neanderdalsmaðurinn?

Neanderdalsmenn veiddu sér hreindýr og önnur hjartardýr til matar, loðfíla, birni og nashyrninga, auk þess að borða sitthvað úr jurtaríkinu og annað sem til féll. Sú tegund manna sem kallast venjulega Homo neanderthalensis var uppi á árabilinu frá því fyrir um það bil 120.000 árum og þar til fyrir um 28.000...

Nánar

Hver var Lao Tse og hvað gerði hann?

Lao Tse var uppi í Kína á 6. öld fyrir Krist. Hann var umsjónarmaður við bókasafn framan af ævinni. Á leið sinni burt frá Kína, á efri árum, skrifaði hann bókina Tao-te-king sem þýdd hefur verið á íslensku með titlinum Bókin um veginn. Sú bók er höfuðrit taóisma, kínverskrar heimspekihefðar. Konfúsíus og Lao Ts...

Nánar

Hverjar eru orsakir þess að Aralvatn minnkar svona mikið?

Tvö ríki í Mið-Asíu eiga land að Aralvatni, Kasakstan og Úsbekistan, en vatnasvið þess nær til þriggja annarra ríkja, Túrkmenistan, Tadsjikistan og Kirgistan. Áður tilheyrði þetta svæði Sovétríkjunum. Aralvatn var fjórða stærsta stöðuvatn jarðar, 68.320 km2. Svo háttar til um Aralvatn að frá því rennur ekkert vatn...

Nánar

Hvað er kjarnorka og hvernig verkar hún?

Til að svara þessari spurningu er best að skoða fyrst uppbyggingu frumeinda. Hún er þannig að lítill kjarni gerður úr óhlöðnum nifteindum og jákvætt hlöðnum róteindum er umlukinn neikvætt hlöðnum rafeindum. Milli kjarneindanna, en svo nefnast nifteindir og róteindir einu nafni, verkar svonefndur kjarnakraftur. Mei...

Nánar

Hvernig er kjarnorka búin til og úr hvaða efnum er hún?

Kjarnorka er orka sem eins og nafnið gefur til kynna er falin í kjörnum atóma. Kjarnorka er að því leyti ekkert frábrugðin annarri orku eða eins og ÞV segir í svari sínu við spurningunni Hvað er í kjarnorku?:Kjarnorka er ein tegund orku og dregur nafn sitt af því að hún á upptök sín í atómkjörnunum. Að því leyti e...

Nánar

Hvaða reglur gilda í ESB um helgunarsvæði raflína?

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarsviði orkumála hjá framkvæmdastjórninni eru engar reglur um nýtingu lands í Evrópurétti þar eð aðildarríkin fara ein með þá valdheimild. Allar reglur um nýtingu lands fyrir verkefni á sviði almennrar orkuvinnslu eða rafmagnsflutninga svo og réttindi landeigenda í þessu tilliti fall...

Nánar

Af hverju stafar þunglyndi?

Hér er einnig að finna svör við spurningunum Hverjar eru algengustu orsakir þunglyndis? frá Baldri Þórssyni og Er þunglyndi andlegur eða líkamlegur sjúkdómur? frá Gunnari Aroni Ólasyni. Ekki er vitað með vissu hvað það er sem veldur þunglyndi. Greina má ætlaðar orsakir gróflega í 3 flokka: Líffræðilega þætti, sál...

Nánar

Hvaða trúarbrögð, sem eru stunduð enn þann dag í dag, eru elst?

Hér verður einnig svarað spurningunni: Hver algengustu trúarbragða nútímans eru elst? Verður sagt frá þeim trúarbrögðum sem flestir aðhyllast í heiminum í dag, kristni, íslam, hindúisma og búddisma. Auk þess verður fjallað um gyðingdóm sem fellur ekki í flokk útbreiddustu trúarbragða nú á tímum en sem er engu að s...

Nánar

Hver var Erasmus frá Rotterdam og fyrir hvað er hann þekktur?

Erasmus frá Rotterdam eða Erasmus Desiderius Rotterdamus fæddist 28. október 1466 (eða 1469) í Rotterdam á Hollandi. Hann kenndi sig ætíð við þá borg þó að hann byggi þar ekki nema fyrstu bernskuár sín. Hann var settur til mennta og eftir lát foreldra sinna 1483 var honum komið í latínuskóla í Deventer þar sem grí...

Nánar

Hvernig urðu siðareglur til?

Ein leið til að svara þessari spurningu er að beita aðferðum og röksemdum mannfræðinnar til að skýra tilurð siðareglna. Það verður ekki gert hér. Þess í stað verður sagt frá röksemdum enska heimspekingsins Thomas Hobbes (1588-1679) fyrir því að samlíf manna sem ekki lýtur siðareglum og viðurlögum við broti á þeim ...

Nánar

Er hægt að lækna nærsýni og sjónskekkju með skurðaðgerð?

Framfarir í augnlækningum hafa verið gríðarlegar á undanförnum árum. Eitt af því nýstárlegasta sem fram hefur komið á síðustu áratugum eru aðgerðir við sjónlagsgöllum, það er að segja nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju. Þessar aðgerðir voru þróaðar á síðustu áratugum tuttugustu aldar og hafa náð gríðarlegum vinsældu...

Nánar

Fleiri niðurstöður