Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 72 svör fundust

Hvað getið þið sagt mér um drekaeðlur?

Drekaeðlur (Dilophosaurus) voru af meiði risaeðla (dinosauria) og lifðu í Norður-Ameríku snemma á júratímabilinu fyrir um 200 milljónum ára. Drekaeðlur voru meðalstórar kjötætur, um 3 metrar á hæð og gátu orðið um 6 metrar á lengd. Sennilega vógu þær um 500 kg sem telst ekki vera mikil þyngd miðað við margar stórv...

Nánar

Hvort þróuðust fuglar frá forsögulegum eðlungum eða fleglum?

Upprunalega spurningin var sem hér segir: Í bók um risaeðlur DK Guide to Dinosaurs: A thrilling journey through prehistoric times eftir David Lambert er því haldið fram að fuglar hafi þróast frá eðlungum (Saurischia) en ekki frá fleglum (Ornithischia) eins og mér var kennt í framhaldskóla. Er það rétt? Ef svo er ...

Nánar

Af hverju eru spendýr ekki eins litskrúðug og margar aðrar dýrategundir?

Almennt er lítið um litadýrð meðal spendýra, til dæmis eru engin eiginleg græn spendýr til en sá litur finnst hins vegar víða meðal fugla, fiska, skriðdýra og skordýra, eins og fram kemur í svari við spurningunni Eru til græn spendýr? Liturinn á feldi spendýra ræðst af litarefninu melaníni. Það eru til tvö afb...

Nánar

Hvað geta froskdýr orðið gömul?

Talið er að tegundir froskdýra (Amphipia) séu allt að 7.000 en talan er þó breytileg eftir flokkunarkerfum. Langflestar þessara tegunda eru froskar og körtur (Anura) en aðrir hópar froskdýra eru salamöndrur (Caudata eða Urodela) og hópur sem kalla má ormakörtur (Gymnophiona). Froskdýr finnast á ólíkum búsvæðum ...

Nánar

Hvaða slöngur eru hentugastar sem gæludýr?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Eru kyrkislöngur hentugustu gæludýrin af slöngutegundum Hvaða tegund þá? Fyrst er rétt að taka skýrt fram að innflutningur á slöngum er stranglega bannaður hér á landi og ef slíkt á sér stað og kemst upp eru dýrin strax aflífuð og þeim eytt. Eins og fram kemur í svari Sigurða...

Nánar

Getur þú sagt mér allt það helsta um froskdýr?

Froskdýr (Amphibia) er einn af fimm flokkum hryggdýra, hinir eru spendýr, fiskar, fuglar og skriðdýr. Froskdýr greinast í þrjá hópa, salamöndrur (Caudata eða Urodela) sem ólíkt öðrum froskdýrum hafa rófu alla ævi, froska og körtur (Anura) sem fullvaxnir eru rófulausir og að loks hóp sem kalla má ormakörtur (Gymno...

Nánar

Hvers konar markaðir eru votmarkaðir í Kína?

Svokallaðir „votmarkaðir“ hafa oft verið nefndir í tengslum við uppruna COVID-19-kórónuveirufaraldursins í Wuhan í Kína. Heiti þetta virðist hafa fyrst komið fram á ensku sem „wet markets“ og vísar aðallega til þess að gólf á slíkum mörkuðum eru að öllu jöfnu vot. Um er að ræða hefðbundna matarmarkaði þar sem sala...

Nánar

Hvað eru tsetse-flugur og hvað merkir orðið tsetse á máli innfæddra?

Nafnið tsetse er dregið af hljóðinu sem flugurnar gefa frá sér þegar þær fljúga. Nafnið sjálft þýðir "fluga” á Tsvana, tungumáli landsins Botsvana sem áður nefndist Bechuanaland. Flugan er afrísk. Bit hennar er mjög eitrað og jafnvel banvænt hrossum og nautgripum. Hún sýgur blóð og flytur þannig á milli dýra s...

Nánar

Getur þú sagt mér eitthvað um broddgelti?

Ætt broddgalta (Erinaceidae) skiptist í tvær undirættir, eiginlega broddgelti (Erinaceidae) og svokallaða rottugelti (Galericinae), eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hafa allir broddgeltir brodda? Evrópski broddgölturinn (Erinaceus europeus) tilheyrir ættkvísl skógarbroddgalta (Erinaceus), sem er ...

Nánar

Hvernig var þvengeðlan og hvar í fæðukeðjunni var hún?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Fyrirspurnir um Þvengeðlu (Compsognathus). Hvar í fæðukeðjunni var hún, hvað er vitað um hegðun hennar og var hún hjarðdýr? Þvengeðlan (Compsognathus) er með minnstu risaeðlum sem fundist hafa merki um. Hún var á stærð við lítinn heimiliskött eða um 30-50 cm á lengd og vó aðei...

Nánar

Hvernig er dýralífið í Sahara?

Sahara-eyðimörkin er sú stærsta í heimi. Hún er um 5.000 kílómetrar frá austri til vesturs og 2.000 kílómetrar frá norðri til suðurs. Sahara nær yfir nánast alla Norður-Afríku og þekur um þriðjung heimsálfunnar. Eyðimörkin nær frá Atlantshafinu í vestri, að Rauðahafinu í austri og frá Atlasfjöllunum og Miðjarðarh...

Nánar

Er vitað hvers vegna risaeðlur dóu út?

Flestir hallast nú að því að risaeðlurnar hafi dáið út í hræðilegum náttúruhamförum sem urðu á mörkum krítar- og tertíertímabilanna (K/T-mörkin, fyrir 65 milljón árum), og þurrkuðu raunar út um 70% allra tegunda lífvera sem þá lifðu. Sambærilegt aldauðaskeið, en þó enn þá altækara, varð á mörkum perm og trías fyri...

Nánar

Af hverju eru menn einu kjötæturnar meðal prímata?

Forsenda þessarar spurningar er ekki alveg rétt því kjötát er mun útbreiddara meðal fremdardýra (prímata) en margir gera sér grein fyrir. Áður fyrr var almennt talið að einu fremdardýrin sem stunduðu reglubundið kjötát væru menn og simpansar (Pan troglodytes). Fræðimenn hafa þó lengi vitað af meira og útbreiddara ...

Nánar

Fleiri niðurstöður