Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 308 svör fundust

Hver var véfréttin í Delfí og hvaða hlutverki gegndi hún?

Véfréttin í Delfí var staður þar sem Forngrikkir gátu fengið goðsvar frá hofgyðju Apollons. Delfí var forngrísk borg í suðurhlíðum Parnassosfjalls í Fókishéraði. Eldra nafn borgarinnar var Pýþó, dregið af nafni Pýþonsslöngu sem Apollon átti að hafa drepið. Ekki er ljóst af hverju borgin var síðan nefnd Delfí, s...

Nánar

Hvenær fóru menn fyrst á hestbak?

Fræðimenn sem hafa stundað rannsóknir á sögu hestsins (Equus caballus) greinir á um upphaf þess að menn fóru að hagnýta sér þessa nytsemdarskepnu. Elstu vísbendingar um slíka hagnýtingu á hrossum eru frá svæði sem nú tilheyrir Mið-Asíulýðveldinu Kasakstan, nánar tiltekið á stað sem heitir Krasni Yar eða rauða jörð...

Nánar

Hvað þýðir BC og AD?

Skammstafanirnar BC og AD eru notaðar um ártöl í ensku til að tákna fyrir Krist og eftir Krist. AD er komið úr latínu og stendur fyrir "Anno Domini" sem merkir eiginlega "á því Herrans ári". BC stendur hins vegar fyrir einföld ensk orð, "before Christ," sem merkir orðrétt "fyrir Krist". Samsvarandi skammstafanir á...

Nánar

Í hvaða píramída er Kleópatra grafin?

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega þetta: Enginn veit hvar gröf Kleópötru Egyptalandsdrottningar er að finna en víst er að hún er ekki í píramída. Talið er að fyrsti egypski píramídinn, sem kallast þrepapíramídinn í Sakkara, hafi verið reistur í valdatíð Djoser fyrsta konungs þriðju konungsættarinnar...

Nánar

Hvers vegna eru árin í Kína látin heita eftir dýrum?

Til forna höfðu Kínverjar tunglmiðað tímatal sem byggði á 60 eininga hringrás. Slíkt dagatal er ævagamalt, eða allt frá þeim tíma sem kenndur er við Shang-ríkið frá um 1600 til 1040 f.Kr. Nú er ár galtarins samkvæmt kínversku tímatali (þegar þetta er skrifað í maí 2007). Ekki er með fullu ljóst hvernig daga...

Nánar

Hvernig varð heimspekin til? Hvert er upphaf hennar?

Ómögulegt er að segja til um hver velti fyrstur fyrir sér heimspekilegri spurningu og hvenær. Aftur á móti er hægt að segja frá upphafi tiltekinna heimspekihefða. Upphaf vestrænnar heimspeki má rekja til Forngrikkja og hún á sér órofa sögu til nútímans. Á flestum evrópumálum er sjálft orðið fyrir heimspeki komið a...

Nánar

Hvers konar bókmenntastefna er klassisismi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða bókmenntastefna tíðkaðist á tímum upplýsingarinnar? Upplýsingin var ekki eiginleg bókmenntastefna þó að áherslumál hennar birtust með ýmsum hætti í skáldskapnum. Mikið var lagt upp úr skynsemi og þekkingarleit en bókmenntir áttu líka að vekja ánægju. Svokallaður ...

Nánar

Hvað varð um steintöflurnar með boðorðunum tíu?

Afdrif steintaflnanna með boðorðunum 10 eru samofin afdrifum sáttmálsarkarinnar. Í raun veit enginn með vissu hvað um þetta varð en ýmsar kenningar hafa verið settar fram, flestar byggðar á lestri á Biblíunni. Steintöflurnar Samkvæmt 5. Mósebók gerði Drottinn sáttmála við Ísrael nærri fjallinu Hóreb (Sínaí) o...

Nánar

Hvenær var þverflautan fundin upp?

Þverflauta er tréblásturshljóðfæri með blástursopið á hliðinni, sem haldið er láréttri þegar leikið er á hana. Fyrsta þverflautan sem fundist hafa heimildir um er kínversk chi-flauta, sem talið er að menn hafi leikið á snemma á 9. öld f.Kr., fyrir næstum því 3000 árum. Hindúaguðinn Krishna er gjarnan sýndur með þv...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Pýþagóras og framlag hans til fræðanna?

Margar sögur hafa verið sagðar af gríska stærðfræðingnum Pýþagóras (um 572 - 497 f.Kr.) en tilvist hans er sveipað móðu fyrnskunnar og óvíst um sanngildi sagnanna. Hann var fæddur á Samos, ey utan við vesturströnd Litlu-Asíu sem tilheyrir nú Tyrklandi, en settist að í Króton, grískri borg á Suður-Ítalíu um 530 f.K...

Nánar

Hvað er fiskeldi?

Fiskeldi, stundum kallað sjávardýraeldi er hvers kyns ræktun á sjávar og ferskvatns dýrum. Ræktun sjávardýra á borð við karpa á sér mjög langa sögu. Forn kínversk handrit sem talin hafa verið skrifuð á 5 öld f.Kr. sýna fram á að Kínverjar hafi ræktað vatnakarpa víða við austurströnd Kína. Mun eldri heimildir e...

Nánar

Hvað er akrópólis og hvaða tilgangi þjónaði staðurinn hjá Grikkjum?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvaða byggingar voru á Akrópólis í Aþenu og rústir hverra eru þar eftir?Gríska orðið pólis hefur verið þýtt á íslensku sem 'borgríki' og orðið akrópólis merkir 'háborg' og er notað um víggirtar hæðir forngrískra borga. Grískar borgir voru oft byggðar í hlíðum og frá ...

Nánar

Hvað er ataraxía?

Gríska nafnorðið ataraxía merkir „hugarró“. Það er sett saman úr neitandi forskeyti og nafnorðinu tarakhē, sem merkir „truflun“ eða „æsingur“. Hugtakið var notað innan grískrar siðfræði. Þar tilheyrði það upphaflega ekki þeirri markhyggju sem einkennir kenningar Platons og Aristótelesar um færsældina (evd...

Nánar

Hvar bjó Evklíð, hvenær var hann uppi og hvað er hann þekktastur fyrir?

Evklíð var uppi um 300 f.Kr. en á þeim tíma var grísk menning ríkjandi um allt austanvert Miðjarðarhaf. Evklíð var einn þeirra Grikkja sem bjó í grísku nýlendunni Alexandríu í óshólmum Nílar í Egyptalandi. Alexandría var þá mikið menningarsetur, reist af Alexander mikla keisara sem lést árið 323 f.Kr. Talið er að ...

Nánar

Hverjir voru Mayar og hvar bjuggu þeir?

Hugtakið Maya er notað um fjölda skyldra þjóða sem um langan aldur hafa byggt syðstu fylki Mexíkó, auk Gvatemala, Belís og nyrstu hluta Hondúras og El Salvador. Landsháttum má skipta í tvennt, láglendið í norðri í Mexíkó, Belís og Norður-Gvatemala er af kalksteini, sem risið hefur úr sjó, en fjalllendið í suðri er...

Nánar

Fleiri niðurstöður