Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 113 svör fundust

Af hverju þarf að stilla efnajöfnur?

Í svari Einars Arnar Þorvaldssonar við spurningunni Hvernig skrifar maður og stillir efnajöfnu? kemur meðal annars eftirfarandi fram:Efnajöfnur eru notaðar til að lýsa þeim breytingum sem verða í efnahvörfum, það er að segja þegar tiltekin efnasambönd breytast í önnur. Sem dæmi getum við tekið óstöðugu sameindina ...

Nánar

Úr hverju er blý?

Blý er eitt frumefnanna en svo nefnast þau efni sem öll önnur efni eru samsett úr. Samkvæmt vísindum nútímans eru stöðug frumefni 90 talsins. Grunneining frumefna nefnist atóm sem merkir ódeilanlegt en eitt sinn töldu menn að atómið, á íslensku frumeind, væri smæsta byggingareining efnis. Öllum frumefnum er rað...

Nánar

Hver var Avogadro og hvert var hans framlag til vísindanna?

Avogadro var ítalskur raunvísindamaður sem átti mikinn þátt í að þróa hugmyndir manna um frumeindir og sameindir á 19. öld. Eftir hann liggur meðal annars lögmál Avogadros og tala Avogadros (e. Avogadro’s number eða Avogadro’s constant, um það bil 6,022×1023), sem tilgreinir fjölda einda í einu móli, er kennd við ...

Nánar

Af hverju deyr maður út af geislavirkni?

Það er rétt að menn geta dáið vegna geislavirkni en það gerist þó ekki með verulegum líkum nema hún sé mikil eða langvarandi. Geislar frá geislavirkum efnum geta valdið margvíslegum breytingum í efni sem þeir fara um. Þeir geta meðal annars jónað frumeindir í efnunum en það þýðir að rafeindir losna frá frumein...

Nánar

Af hverju lýsa sjálflýsandi armbönd og þess háttar?

Sjálflýsandi armbönd og ‘annað þess háttar’ byggja á efnahvörfum sem leiða til útgeislunar frá orkuríkum sameindum eða frumeindum. Slíkt nefnist hvarfljómun (e. chemiluminescence). Svonefnd útvermin (e. exothermic) efnahvörf valda orkumyndun jafnt sem nýmyndun efna. Dæmi um slík efnahvörf er til dæmis bruni...

Nánar

Af hverju er formúla vatns H2O en ekki OH2?

Reglan sem vanalega gildir um röðun tákna í efnaformúlum er sú að frumefnið sem er rafjákvæðara (e. more electropositive), það er að segja með minni rafdrægni, kemur fyrst. Þannig skrifum við HCl fyrir vetnisklóríð en ekki ClH, NaCl fyrir matarsalt en ekki ClNa og NO2 fyrir köfnunarefnistvíoxíð en ekki O2N. Samkvæ...

Nánar

Fyrir hvaða rannsóknir voru Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 2019 veitt?

Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2019 voru veitt annars vegar fyrir rannsóknir sem snúa að heimsfræði og hins vegar fyrir mælingar á fjarreikistjörnum. Störf verðlaunahafanna eiga það sameiginlegt að auka skilning okkar á þróun alheimsins og sérstöðu jarðarinnar. Prófessor James E. Peebles fékk verðlaunin fyr...

Nánar

Hversu há upplausn er á spegli og er hún yfirleitt mælanleg?

Upplausnarmörk eru tengd öldulengd (λ) ljóssins sem notað er við myndyfirfærslu. Ljósið getur ekki flutt upplýsingar um breytingar á áferð yfirborðs á lengdarkvarða sem er minni en öldulengd. Ef við gætum valið að vild öldulengd ljóss sem notað er við speglun kæmum við að upplausnarmörkum sem er fjarlægð m...

Nánar

Hvernig leysist salt (NaCl) upp í vatni?

Matarsalt Í matarsalti (NaCl) eru annars vegar jákvætt hlaðnar natrínjónir (Na+) og hins vegar neikvætt hlaðnar klórjónir (Cl-). Sterkir aðdráttarkraftar ríkja milli andstætt hlaðinna jóna og valda því meðal annars að þær raða sér á reglubundinn hátt og mynda kristall. Jákvætt hlöðnu jónirnar eru ætíð umkringda...

Nánar

Hvað er þungt vatn og til hvers er það notað?

Kjarnar frumeinda (e. atoms) eru samsettir úr tvenns konar ögnum; róteindum (e. protons) og nifteindum (e. neutrons). Fjöldi róteinda, sem bera jákvæða rafhleðslu, skilgreinir gerð frumeindarinnar en fjöldi nifteinda, sem eru óhlaðnar, getur verið breytilegur. Um kjarnann sveima neikvætt hlaðnar rafeindir (e. elec...

Nánar

Hver er staða ósonlagsins í dag?

Í heild er spurningin svona:Hvað er að frétta af ósonlaginu núna, þynning þess og göt voru mikið í umræðunni fyrir einhverjum árum en lítið heyrist núna. Hver er staðan? Hefur það jafnað sig? Í stuttu máli hefur þróunin líklega farið að sveigja í rétta átt síðasta áratuginn eða svo. Óson er sameind úr þremu...

Nánar

Fleiri niðurstöður