Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 491 svör fundust

Er gríska elsta tungumál í heimi?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvenær varð forngríska til? Gríska er þjóðtunga Grikkja og er býsna gamalt tungumál. Hún er alls ekki elsta þekkta tungumálið en gríska er þó sennilega elsta tungumál heims sem á sér óslitna málsögu og enn er talað af innfæddum. Sú gríska sem töluð var í forn...

Nánar

Hvert er heimildargildi Landnámu? Hvenær er talið að hún hafi verið notuð?

Landnámu má nota bæði sem frásögn og sem leif. Hún er leif um það að Íslendingar voru byrjaðir að skrifa um landnámið á 12. öld. Hún sýnir okkur einnig hvernig þeir skrifuðu um það og hvað þeim fannst mikilvægt að segja frá í sambandi við það. Þá er varðveislusaga Landnámu til vitnis um áframhaldandi áhuga Íslendi...

Nánar

Hver er stærsti og minnsti fugl í heimi?

Strúturinn (struthio camelus) er stærsti núlifandi fugl í heimi. Hann getur orðið allt að 155 kg á þyngd, og fullorðnir karlfuglar ná oft 250 cm hæð. Hálsinn er þó helmingurinn af þeirri hæð. Áður fyrr voru strútar um alla Afríku og mikinn hluta Vestur-Asíu en þeim fór fækkandi og eru nú flestir í sunnanverðri ...

Nánar

Af hverju eru afbrot kvenna sjaldgæfari en afbrot karla?

Ef opinberar afbrotafræðiskýrslur eru skoðaðar kemur í ljós að konur fremja að jafnaði ekki nema um 10-20% af öllum afbrotum, en hlutfallið er reyndar svolítið breytilegt eftir brotaflokkum. Hvers vegna er tíðnin lægri? Margar kenningar hafa verið settar fram til að skýra hvers vegna konur fremja síður glæpi en ka...

Nánar

Hvenær dó Beethoven?

Ludwig van Beethoven lést 26. mars 1827 í Vínarborg, Austurríki, en þar í grennd hafði hann búið og starfað mest alla sína ævi. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Beethoven fæddist, að minnsta kosti var það í Bonn, Þýskalandi, árið 1770 en hann var skírður 17. desember það ár. Faðir Beethovens var söngvari og byrj...

Nánar

Hversu gamlar eru pýþagórískar þrenndir?

Saga pýþagórískra þrennda er mun eldri en saga Pýþagórasar. Á leirtöflu frá Babýlon sem talin er vera frá um 1700 f. Kr. og er nefnd Plimpton 322 hafa fundist skýr merki um áhuga og þekkingu á pýþagórískum þrenndum. Plimpton 322 leirtaflan. Fyrstu línur töflunnar líta þannig út, aðlagaðar að nútímarithætti me...

Nánar

Hvað felst í hugtakinu "kaþarsis" í leiklist?

Gríska orðið kaþarsis þýðir "hreinsun" en hefur einnig verið þýtt "útrás". Sem bókmenntahugtak á það uppruna sinn að rekja til forngríska heimspekingsins Aristótelesar. Lærifaðir Aristótelesar, Platon, hafði gagnrýnt harkalega skáldin og skáldskapinn meðal annars með þeim rökum að skáldskapur kynti undir óæskil...

Nánar

Hversu margir simpansar eru til í heiminum núna?

Stofnum simpansa (Pan troglodytes) hefur hnignað verulega á undanförnum áratugum, bæði vegna þess að búsvæðum þeirra hefur verið eytt og vegna ofveiði. Rannsóknir á stofnstærð simpansa á nokkrum stöðum í Vestur-Afríku hafa sýnt að allt að 90% fækkun hefur orðið á aðeins 28 ára tímabili! Þetta á meðal annars við um...

Nánar

Af hverju var rithöfundurinn Salman Rushdie dæmdur til dauða?

Árið 1989 dæmdi Ruhollah Khomeini, æðsti klerkur byltingarstjórnarinnar í Íran, rithöfundinn Salman Rushdie (f. 1947) til dauða fyrir guðlast. Að mati Khomeinis fól bókin Söngvar Satans eftir Rushdie í sér siðlausa og móðgandi umfjöllun um Múhameð spámann og eiginkonur hans. Jafnframt taldi Khomeini að bókin rangt...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Stefanía Óskarsdóttir stundað?

Rannsóknir Stefaníu Óskarsdóttur, dósents í Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, eru á sviði samanburðarstjórnmála með áherslu á íslensk stjórnmál. Síðustu ár hefur Stefanía einkum skoðað þróun þingræðisskipulagsins hérlendis og aðkomu hagsmunasamtaka að opinberri ákvarðanatöku. Hún hefur sýnt fram á að íslensk s...

Nánar

Stinga strútar höfðinu í sand þegar þeir eru hræddir?

Þessi spurning fjallar um atriði sem er á mörkum þjóðfræði og náttúrufræði, og verður að skoða svarið í því ljósi. Í heimildum er uppruni þeirrar sagnar, að strútar stingi höfðinu í sandinn, rakinn til Jobsbókar Biblíunnar og Náttúrusögu (Historia naturalis) Pliníusar eldri (23-79 e.Kr.). Strútar voru algengir í ...

Nánar

Eru strákar algengari en stelpur?

Svarið er já, strákar eru algengari en stelpur. Ástæðan er auðvitað sú, að fleiri strákar en stelpur fæðast. 'Hvers vegna fæðast fleiri strákar en stelpur?' er þá næsta spurning og öllu erfiðari. Fjölmargir vísindamenn og fræðimenn hafa velt þeirri spurningu fyrir sér. Segja má, að enn sé svar við þeirri spurning...

Nánar

Fleiri niðurstöður