Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2175 svör fundust

Hvert berst gosaska?

Algengt er að lofthjúpurinn sé mjög lagskiptur bæði hvað varðar hitafallanda og vindstefnu og styrk. Ofan á veðrahvolfinu liggja ætíð svokölluð veðrahvörf og eru þau jafnframt neðra borð heiðhvolfsins. Hiti fellur lítið í heiðhvolfinu og er loft þar mjög stöðugt. Lóðréttar hreyfingar lofts eru mjög litlar að ja...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um hvítháfa?

Upprunalega var spurningin svona: Getið þig sagt mér frá öllu sem fer fram við fæðingur hvítháfa, þyngd, stærð, lengd, hver sér um þá og allt í þá veruna?Það er skepna á lífi í dag sem hefur lifað af í milljónir ára án breytinga. Hún lifir til að drepa, hugsunarlaus átvél sem ræðst á allt og tætir allt í sundur. ...

Nánar

Er sálin til?

Hér verður byrjað á að gera greinarmun á tvenns konar hugmyndum um eðli (manns)sálarinnar, hvað það felur í sér að segja að hún sé til. Þá verður gerður greinarmunur á ferns konar hugmyndum um hvað tilheyrir sálinni. Reynt verður að koma helstu uppástungum sögunnar fyrir í kerfi sem vitaskuld er einföldun en vonan...

Nánar

Eru til svör við öllu?

Þessa spurningu mætti skilja á tvo vegu, eftir því hvort áherslan er á "svör" eða á "öllu". Í fyrra tilfellinu er vandinn: "Hvað er svar?", en í því seinna er hann: "Ef við vitum hvað 'allt' er, og við vitum hvað telst fullnægjandi 'svar' við því, er þá til svar við hverju atriði úr þessu "öllu"?". Fyrst skulum...

Nánar

Hvaða skólar voru starfræktir á Íslandi á miðöldum?

Hér skiptir miklu máli hvaða merkingu við leggjum í orðið skóli. Almennt merkir það fastmótaða stofnun sem starfar með reglubundnum hætti í langan tíma eftir formlegri skipulagsskrá og þar sem kennarar fræða nemendur. Sé þessu hugtaki beitt er óvíst hvenær skólahald hófst hér, hversu margir skólar voru í landinu o...

Nánar

Hver er uppruni og saga ólympískra skylminga?

Upphaf skylminga sem keppnisíþróttar má rekja allt aftur til Egyptalands fyrir um 3200 árum. Á veggmyndum í egypsku hofi frá um 1200 f. Kr. má sjá myndir af keppni í skylmingum þar sem notast var við grímur og annan varnarbúnað svipuðum þeim sem notast er við í nútímaskylmingum. Fyrr á öldum börðust menn með ý...

Nánar

Hver var Hómer og eru til einhverjar traustar heimildir um hann?

Einfaldast er að svara spurningunni á þá leið að Hómer sé skáldið sem Grikkir eignuðu elstu bókmenntaverk sín, Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu. Um þetta skáld vitum við nánast ekki neitt og meira að segja hafa menn efast um að kviðurnar séu verk einhvers eins höfundar. Hómer í fornöld Grikkir eignuðu skáldinu ...

Nánar

Tengjast verk Mozarts tónlist Bachs og Beethovens?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvenær var Mozart uppi? Tengjast verk hans tónlist Bachs og Beethovens? Hvað áhrif höfðu tónskáldin hvert á annað? Wolfgang Amadeus Mozart fæddist árið 1756 og dó 1791, hann lifði því og starfaði á þeim tíma sem kallast klassískatímabilið í tónlistarsögunni. Franz Joseph...

Nánar

Hvað eru til margar tegundir af fuglahreiðrum?

Hreiðurgerð þekkist ekki bara meðal fugla heldur hjá öllum hópum hryggdýra. Tilgangur hennar er að útbúa skjól fyrir egg eða unga á viðkvæmasta tímabili ævinnar og skapa þeim ákveðið öryggi til að vaxa og dafna þar til þeir verða nokkurn veginn sjálfbjarga. Sem dæmi um hreiðurgerð annarra hópa en fugla má nefn...

Nánar

Hvenær hófst náttúruvernd og hver er megintilgangurinn með henni?

Upphaf skipulegrar náttúruverndar má rekja til stofnunar Yellowstone-þjóðgarðsins í Bandaríkjunum árið 1872. Aðdragandinn að stofnun hans er afar forvitnilegur, ekki síst vegna þess að þá kom hugmyndin um þjóðgarð í raun fyrst fram. Yellowstone fyrsti þjóðgarður heims Bandaríski jarðfræðingurinn Ferdinand V. ...

Nánar

Hvernig er mengun í hafinu farin að hafa áhrif á ísbirni?

Í heild hljóðar spurningin svona:Hvernig er mengun í hafinu farin að hafa áhrif á ísbirni? Hvaða efni eru það sem safnast fyrir í þeim og hvaðan koma þau helst? Rannsóknir á ísbjörnum eða hvítabjörnum (Ursus maritimus) benda til þess að ófrjósemi meðal þeirra hafi aukist verulega á undanförnum árum. Einnig hafa ...

Nánar

Af hverju urðu Nonna- og Mannabækurnar svona vinsælar?

Jón Sveinsson fæddist árið 1857 og ólst upp á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann missti föður sinn vorið 1869 en þá um haustið bauðst drengnum að fara til náms í Frakklandi. Út fór hinn ungi Jón og dvaldi eitt ár í Danmörku, tók kaþólska trú og hélt síðan til Frakklands til náms í jesúítaskóla. Hann gerðist jesúíti og ...

Nánar

Fleiri niðurstöður