Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 74 svör fundust

Hvað er Huntingtonssjúkdómur og hvernig lýsir hann sér?

Huntingtonssjúkdómur er ættgengur sjúkdómur þar sem heilafrumur hrörna smám saman. Honum var fyrst lýst 1872 af bandaríska lækninum George Huntington. Það sem veldur sjúkdómnum er ríkjandi galli á litningi númer fjögur. Þar er CAG-basaþrenndin endurtekin 36-120 sinnum í DNA-inu í staðinn fyrir 10-35 sinnum. Eftir ...

Nánar

Hverjir eru kostir og gallar atferlisþjálfunar fyrir börn?

Atferlisþjálfun er markviss notkun á vel þekktum námslögmálum í þeim tilgangi að kenna eða móta tiltekna hegðun og losna við aðra úr hegðunarmynstri einstaklings. B. F. Skinner (1904-1990) setti þessi lögmál fram einna fyrstur manna og byggja þau á þeirri grundvallarhugmynd að hegðun skilyrðist eða lærist vegna þe...

Nánar

Hvort kom á undan eldspýtan eða kveikjarinn?

Kveikjarinn kom fyrst fram árið 1823 en eldspýtan eins og við þekkjum hana í dag, nokkrum árum seinna. Áhöld sem líkjast eldspýtunni hafa hins vegar verið til í aldaraðir. Til dæmis er vitað að árið 577 e.Kr. notuðu konur við hirð norður Qi-ríkisins í Kína lítil prik með brennisteini á endanum til þess að kvei...

Nánar

Hvernig er hægt að þýða orðið melancholy á íslensku?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvernig myndi melancholy þýðast yfir á íslensku? Ég hef séð orðabækur þýða það yfir sem þunglyndur, en mér finnst það ekki góð þýðing. Þunglyndur er að sjálfsögðu depressed. Stutta svarið við þessari spurningu er að það fer eftir samhengi hvernig best er að þýða orði...

Nánar

Hvað gerir skeifugörnin í okkur?

Garnirnar eða þarmarnir eru sá hluti meltingarvegarins sem tekur við af maganum. Þeir eru meginhluti meltingarvegarins. Fyrst koma smáþarmarnir eða mjógirni og svo stórþarmur eða ristill. Fyrsti hluti smáþarmanna, sem tekur við fæðumaukinu úr maganum heitir skeifugörn. Eins og nafnið bendir til er skeifugörn ...

Nánar

Getið þið sagt mér allt um lípíð?

Ekki er hægt að greina frá öllu um lípíð á þessum vettvangi þar sem slík umfjöllun myndi fylla mörg bókabindi. Lípíð eða fituefni er stór flokkur efna sem eiga það eitt sameiginlegt að vera vatnsfælin og leysast því ekki upp í vatni. Í þessum efnaflokki er fita (feiti og olíur, það er hörð og mjúk fita), vöx, fosf...

Nánar

Hvað er scotopic sensitivity syndrome?

Mjög deildar meiningar eru meðal fræðimanna um scotopic sensitivity syndrome eða SSS (því miður er höfundi ekki kunnugt um íslenskt heiti þessa ástands) og þá jafnvel um það hvort í raun sé um heilkenni að ræða. Sumum fræðimönnum finnst fáar rannsóknir hafa verið gerðar á heilkenninu og oft skorta á nákvæmni í aðf...

Nánar

Hvernig lækningajurt er fífill og hvaða kvilla læknar hann?

Hér á landi er að finna nokkrar tegundir fífla, má þar nefna fjalldalafífil, hjartafífil, hóffífil, Íslandsfífil, Jakobsfífil, krossfífil, skarifífil og túnfífli (sjá www.floraislands.is). Túnfífill (Taraxacum officinale) er sá fífill sem ef til vill þekktastur og hefur lengi verið notaður í alþýðulækningum. Hi...

Nánar

Hvers vegna er stundum sagt að núgildandi stjórnarskrá sé „bútasaumur“?

Þetta orð lýsir því einkenni stjórnarskrárinnar okkar að hún á rætur að rekja til ólíkra tíma og hefur verið endurnýjuð að hluta oftar en einu sinni. Eins hefur henni verið líkt við „stagbætta flík“. En bútasaumur er ekki nauðsynlega neikvætt hugtak eins og allir sem eiga falleg bútasaumsteppi vita. En það þótti e...

Nánar

Hvaða gas var notað í loftskip?

Til þess að loftbelgur eða annað ílát geti lyfst frá jörð þarf hluturinn í heild að vera léttari en loftið sem hann ryður frá sér. Það er lögmál Arkímedesar sem segir til um þetta. Umbúðirnar eru þyngri í sér en loft, svo og burðarkörfur og farmur sem ætlunin er að lyfta. Því þarf gasið í loftbelgnum eða loftskipi...

Nánar

Er hægt að sanna það sagnfræðilega að Jesús Kristur hafi verið til?

Hér er einnig svarað spurningu Þorsteins Kolbeinssonar, Eru til einhverjar sagnfræðilegar heimilidir fyrir því að Jesús Kristur hafi verið til og að frásögn Biblíunnar samræmist heimildum sagnfræðinnar? og spurningu Sveinbjörns Finnssonar Var Jesús til? Innan sagnfræði er hugtakið „heimild“ notað fremur en „sön...

Nánar

Af hverju eru bara tólf mánuðir í árinu?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvaða ár er í Kína og af hverju eru þeir ekki með sama tímatal og við? Garðar JónssonAf hverju er ekki 13 mánuðir í ári, það myndi passa akkúrat? Ingibjörg SigfúsdóttirAf hverju eru í árinu 12 mánuðir, 56 vikur og 356 dagar? Víkingur FjalarHvenær eru áramót hjá þeim se...

Nánar

Hvenær var hinn svokallaði „nefskattur“ Margrétar Thatcher afnuminn?

Þangað til árið 1989 stóðu tveir tekjustofnar einkum undir rekstri breskra sveitarfélaga, annars vegar fasteignagjöld og hins vegar hlutdeild sveitarfélaganna í sköttum sem innheimtir voru af landstjórninni og úthlutað til sveitarfélaga eftir tilteknum reglum. Fasteignagjöldin áttu sér langa sögu, að minnsta kosti...

Nánar

Getur líkaminn brotið niður fitu ef gallblaðran hefur verið fjarlægð?

Í galli eru gallsölt sem gegna lykilhlutverki við meltingu á fitu. Þessi mikilvægu sölt hverfa þó ekki úr líkamanum þótt gallblaðran sé fjarlægð því gallið er ekki myndað í gallblöðrunni, heldur lifrinni. Eftir myndun berst það í gallblöðruna, þar sem það er geymt og styrkt með því að fjarlægja vatn úr því. Þaðan ...

Nánar

Fleiri niðurstöður