Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 877 svör fundust

Hvað heita hæsti og lægsti tindur í Aserbaídsjan?

Hæsti tindur Aserbaídsjan kallast Bazardüzü Dağı og er í Kákasusfjöllum, rétt við landamæri Aserbaídsjan og Rússlands. Þessi tindur nær upp í 4485 m hæð og er því meira en helmingi hærri en Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur Íslands. Bazardüzü Dağı nær upp í 4485 metra hæð. Það er ekki gott að s...

Nánar

Af hverju eru kindur settar á afrétt?

Helsta ástæðan fyrir því að bændur reka sauðfé á afrétt á hverju sumri og sækja það að hausti snýr að nýtingu lands og beitarstjórnun. Tún bænda gætu aldrei borið beit sauðfjár heilt sumar þar sem lífmassaaukningin er geysileg hjá þeim hundruð þúsunda lamba sem fæðast á hverju vori og taka út mikinn vöxt yfir ...

Nánar

Hvers vegna kemur reykurinn af eldinum?

Í eldi eru efnin í eldsneytinu að brenna, það er að segja að taka upp súrefni eða ildi úr andrúmsloftinu. Við það losnar mikil orka sem veldur örri hreyfingu á sameindum efnisins og birtist okkur sem hiti og varmi eða varmaorka. Þessi hreyfing er yfirleitt svo mikil að efnin skipta um ham sem kallað er og verða að...

Nánar

Hvernig er sjón laxa?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvernig er sjón laxa? Sjá þeir liti? Sjá þeir aftur, fram, upp og niður fyrir sig? Rannsóknir hafa staðfest að laxfiskar notast aðallega við sjónskynjun þegar þeir veiða og virðast flestir þættir í sjón þeirra vera vel þróaðir. Almennt er litasjónskynjun sæmilega vel þróu...

Nánar

Af hverju mega börn ekki kjósa forseta?

Í heild hljóðaði spurningin frá Viktóríu Sól svona:Af hverju mega börn ekki kjósa forseta? Mér finnst að börn ættu að vera orðin 9 ára þegar þau mega kjósa forseta. Á Íslandi gilda ákveðnar reglur um það hvernig eigi að velja forseta en þær er að finna í stjórnarskránni okkar (Hér er hægt að skoða myndband um s...

Nánar

Hver er munurinn á efnasambandi og efnablöndu?

Í svari við spurningunni Hver er munurinn á jónaefni og sameindaefni? segir þetta um efnasamband: Að lokum má nefna hugtakið efnasamband (e. chemical compound) sem á við þegar tvö eða fleiri frumefni af mismunandi gerð tengjast í ákveðnum hlutföllum. Öll jónaefni (með fáeinum undantekningum eins og Fe1-xO) og s...

Nánar

Er guð til?

Vísindavefurinn fær reglulega sendar fyrirspurnir frá lesendum sínum um tilvist æðri máttarvalda. Vitanlega eru menn ekki sammála um það hvort guð sé til eða ekki. Þeir sem svara spurningunni játandi hafa mismunandi skoðanir á því hvað einkenni þá þennan guð eða jafnvel guði. Þetta sést best á því hversu margvísle...

Nánar

Hvernig fær maður sveppasýkingu á fót?

Fótsveppur er tilkominn vegna sýkingar af völdum örvera sem nefnast sveppir. Þeir sveppir sem algengast er að valdi fótsveppasýkingum kallast dermatophytes en einnig sjást sýkingar af völdum candidasveppsins. Læknisfræðileg heiti yfir fótsveppi eru tinea pedis, dermatophytosis eða athlete's foot. Undir venjuleg...

Nánar

Hvert er næringargildi manneskju?

Fyrir nokkrum misserum hefði verið erfitt að svara þessari spurningu. Mannát hefur því miður verið litið hornauga í vestrænu samfélagi og helstu fræðirit í næringarfræði veita engar upplýsingar um næringargildi mannakjöts. Á síðustu mánuðum og árum hefur þó áhugi og vitundarvakning um mannát skotið rótum á meginla...

Nánar

Af hverju þyrstir okkur í sætindi, og af hverju finnast okkur þau góð?

Við mannfólkið skynjum ferns konar bragð með tungunni, sætt, salt, súrt og beiskt, og fæðumst með þann eiginleika að þykja sætt bragð gott, beiskt og súrt vont en erum hlutlaus eða með einhvern áhuga á salti. Þetta mótast síðan enn frekar af reynslu okkar og verður til þess að okkur langar eða langar ekki í hinar ...

Nánar

Hvað þarf maður að gera til að lífa góðu lífi?

Fjölmargir heimspekingar hafa leitast við að finna svör við þessari spurningu sem óneitanlega tengist mjög hamingjunni, ánægjunni og tilgangi lífsins. Forngrískir heimspekingar ætluðu siðfræðinni það hlutverk að svara því hvernig best væri að lifa vel. Að lifa vel má til dæmis skilja með orðunum að vera hamingjusa...

Nánar

Verður tölva afkastameiri ef örgjörvinn er kældur mikið?

Nei, tölva verður ekki afkastameiri við það eitt að kæla örgjörvann. Góð kæling örgjörvans, sem og reyndar gott loftstreymi í tölvukassanum, getur hins vegar komið í veg fyrir mörg hitatengd vandamál í tölvum. Þau geta lýst sér í aukinni bilanatíðni íhluta, svo sem harðra diska. Einnig getur of hár hiti örgjörvans...

Nánar

Hvað er siðferði? Og hvað er siðfræði?

Siðferði er fólgið í þeim reglum (í víðum skilningi orðsins) er varða lifnaðarhætti okkar, breytni og samskipti við annað fólk, dýr og jafnvel umhverfið líka – með öðrum orðum þeim kröfum sem gerðar eru til okkar um hegðun og breytni – einkum að svo miklu leyti sem þessu verður lýst sem góðu eða slæmu, réttu eða r...

Nánar

Hvernig er best að svæfa börn?

Aðferðir til að svæfa börn geta verið bæði menningarbundnar og persónubundnar. Val á aðferð fer mikið eftir viðhorfum foreldra en einnig eftir aldri og persónugerð barnsins. Hér á eftir er stiklað á stóru varðandi nokkra þætti sem skipta máli þegar börn eru lögð til svefns. Börn fæðast með þann hæfileika að ge...

Nánar

Hvað er spasmi og hvernig lýsir hann sér?

Í læknisfræði er spasmi skyndilegur og ósjálfráður samdráttur vöðva, hóps af vöðvum, í veggjum hols líffæris eða samdráttur ops á líffæri. Í daglegu tali er það kallað spasmi þegar krampi kemur í vöðva, oft með skyndilegum sársauka sem líður fljótt hjá en getur varað í nokkrar mínútur eða lengur. Spasmi getur leit...

Nánar

Fleiri niðurstöður