Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 132 svör fundust

Hvað er gyðja?

Gyðja er kvenguð, kvenkennd æðri vera sem yfirleitt er fögur og tignaleg. Gyðjur eru til í mörgum trúarbrögðum, sérstaklega fjölgyðistrúarbrögðum eins og norrænni, rómverskri, grískri og egypskri goðafræði. Helstu gyðjur í norrænni goðafræði eru Frigg (gyðja fjölskyldu og heimilis), Nanna (gyðja hafsins), Frey...

Nánar

Hverjar voru músunar og fyrir hvað stóðu þær?

Músunar voru skáldagyðjur í grískum goðsögum. Þær voru dætur Seifs og Mnemosynu, gyðju minnis. Þessar gyðjur vísinda og lista voru níu talsins: Kallíópa, Klíó, Erató, Evterpa, Melpómena, Polyhymnía, Terpsikora, Þalía og Úranía. Eins og sjá má hér að neðan var hver og ein þeirra fulltrúi ákveðins sviðs lista og vís...

Nánar

Hvers konar gyðja var Hera og merkir nafn hennar eitthvað sérstakt?

Hera var ein af Ólympsguðunum tólf í grískri goðafræði. Hún var kona Seifs og jafnframt systir hans. Hera var verndari hjónabands og kvenna. Með Seifi átti hún tvo syni og tvær dætur: stríðsguðinn Ares og smíðaguðinn Hefæstos, fæðingargyðjuna Eileiþýju og æskugyðjuna Hebu. Hún lagði fæð á og ofsótti jafnvel hjákon...

Nánar

Hvers vegna heitir allt „Sindra“ á Hornafirði?

Við þessari einföldu spurningu er til einfalt svar. Það er vegna Ungmennafélagsins Sindra. Sindri var stofnaður árið 1934 á Höfn í Hornafirði og hefur síðan þá verið miðpunktur í félagsstarfi og íþróttalífi bæjarins. Sindrabragginn eða Bíóbragginn hýsti fyrstu félagsaðstöðuna sem tekin var í notkun 1944 og ger...

Nánar

Hver er Kerberos og hvernig lítur hann út?

Kerberos var hundur Hadesar sem var undirheimaguð í grískum goðsögum og ríkti í Hadesarheimi. Kerberos gætti undirheima, varnaði lifandi mönnum inngöngu og hinum látnu útgöngu. Gríska skáldið Hesíod (8. öld f. Kr.) segir að Kerberos hafi verið með 50 höfuð en gríska leikritaskáldið Sófókles (4. öld f. Kr.) lýs...

Nánar

Hvað er mannfákur?

Mannfákur er goðsagnaskepna sem einnig er nefnd kentár. Kentárar eru menn að ofan en hestar að neðan eins og sést hér á myndinni. Grikkir til forna töldu þá búa í Norður-Grikklandi. Sumir kentáranna voru líka kennarar, eins og til dæmis Kíron sem átti að hafa kennt kappanum Akkilesi. Til er fræg saga af kentár...

Nánar

Hvað var elsta tröllið gamalt þegar það dó?

Tröll eru þjóðsagnapersónur eru ekki til í veruleikanum í venjulegum skilningi. Við munum ekki sérstaklega eftir því að fjallað sé um aldur þeirra, enda kannski erfitt þar sem tröllin fæðast fjarri mannabyggðum og mennirnir vita þess vegna lítið um hversu gömul þau eru. Hugtökin jötunn, tröll og risi eru náteng...

Nánar

Hver var Pandóra, og hver er sagan á bak við öskjuna hennar?

Samkvæmt grískri goðafræði var Pandóra fyrsta konan á jörðinni. Guðirnir höfðu falið bræðrunum Epimeþeifi (nafnið þýðir eftirsjá) og Prómeþeifi (“forsjálni”) að fylla jörðina lífi. Epimeþeifur byrjaði á að skapa dýrin og gaf þeim ýmsa eiginleika, styrk, hraða og klókindi, og feld og fjaðrir til að verja sig með...

Nánar

Getið þið sagt mér eitthvað um gríska goðið Hades?

Gríska goðið Hades var sonur risanna Krónosar og Rheu. Bræður hans voru Seifur og Pósedon, og saman deildu þeir heiminum á milli sín. Seifur ríkti yfir himninum, Pósedon var guð hafsins en Hades guð undirheima og dauða. Hjá Rómverjum gekk Hades undir nafninu Plútó. Kona Hadesar var Persefóna, dóttir systkinann...

Nánar

Getur verið að orðið Versalir komi úr ásatrú?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hver er uppruni orðsins Versalir? Ég tel þetta orð komið úr ásatrú en finn ekki staðfestingu á því. Orðið Versalir er þekkt í málinu frá 19. öld sem íslenskun á borg í grennd vð París með fornum konungshöllum. Franska nafnið er Versaille sem á 11. öld var Versalias. Í Íslen...

Nánar

Hvaðan kemur vitneskja okkar um norræna goðafræði?

Utan hins norræna málsvæðis eru einungis varðveitt örfá eddukvæða brot um fornar hetjur. Drjúgur hluti hins norræna efnis fjallar hins vegar um forna germanska guði sem skýrar vísbendingar eru um að hafi verið tignaðir víða um Evrópu á heiðnum tíma. Nútímamaðurinn vissi þó fátt um þessi goð ef ekki væri fyrir ísle...

Nánar

Hvað eru mörg tungl í sólkerfinu okkar?

Í sólkerfinu okkar ganga að minnsta kosti 129 tungl umhverfis sjö af hinum níu reikistjörnum. Merkúr og Venus hafa engin tungl á meðan jörðin hefur eitt, Mars tvö Júpíter 61, Satúrnus 31, Úranus 22, Neptúnus 11 og Plútó eitt. Það væri óneitanlega stórbrotin sjón að fá að líta upp í himininn á einhverri hinna tungl...

Nánar

Hvað er naga?

Orðið naga er komið úr sanskrít og merkir “höggormur”. Samkvæmt hindúatrú eru nögur guðlegir höggormar sem gæta fjársjóða jarðarinnar. Þeir hafa þó að einhverju leyti mannsmynd og eru jafnvel að hálfu leyti mennskir og að hálfu leyti höggormar. Sem verndarar vatnsbóla og fljóta geta þeir verið hættulegir. Þar ...

Nánar

Hvað eru margir guðir í norrænu og grísku goðafræðinni?

Ulrika Andersson hefur fjallað um gríska guði hér á Vísindavefnum í svari sínu Hver eru kennitákn grísku goðanna? Þar kemur fram að í grísku goðafræðinni koma um þrjátíu gyðjur og jafnmargir guðir við sögu. Lesendum er bent á að kynna sér svar Ulriku í heild þar sem er að finna frekari fróðleik um einstaka guði o...

Nánar

Fleiri niðurstöður