Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 274 svör fundust

Hvað heitir stjörnumerkið sem er eins og W í laginu?

Stjörnumerkið sem minnir á gleitt "W" eða "M" á himninum heitir Kassíópeia. Í grískri goðafræði var Kassíópeia kona Sefeusar og móðir Andrómedu. Kassíópeia þótti falleg og montin og hafði lofað dóttur sinni að hún fengi að giftast Perseusi en fékk bakþanka. Hún sannfærði Agenor, son Póseidons, um að trufla brúðkau...

Nánar

Hver er á merki Háskóla Íslands?

Konan á merki Háskóla Íslands er gríska gyðjan Pallas Aþena sem gegndi til forna meðal annars hlutverki mennta- og viskugyðju. Aþena var dóttir Seifs og viskugyðjunnar Metisar en hana gleypti Seifur áður en gyðjan varð léttari. Nokkru síðar fékk Seifur ægilegan höfuðverk og þegar guðirnir gerðu gat á hauskúpu hans...

Nánar

Af hverju voru hinar myrku miðaldir kallaðar þessu nafni?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvenær voru miðaldir?Miðaldir er tímabilið í mannkynssögunni sem er á milli fornaldar og nýaldar. Fornöld hefst með menningu Súmera í Mesópótamíu sem voru fyrstir til að skilja eftir sig ritaðar heimildir. Tímabilið á undan fornöld er nefnt forsögulegt, því frá þeim tím...

Nánar

Getið þið sagt mér frá uppbyggingu grískra leikhúsa til forna?

Grísk leikhús voru öll undir berum himni. Sviðið (orkestra) var hringlaga flötur þar sem altari Díonýsosar (þymele) stóð gjarnan. Engin leiktjöld voru fyrir sviðinu. Aðgangur að sviðinu (parodos) var á hliðum þess og þar gátu leikarar og kórinn farið inn og út af sviðinu. Fyrir aftan sviðið var annað rétthyrningsl...

Nánar

Eru til íslensk heiti á risaeðlunum abelisaurus og eustreptospondylus?

Upprunalega fyrirspurnin var: Mig vantar íslensk heiti á risaeðlunum abelisaurus og eustreptospondylus. Eftir því sem næst verður komist eru ekki til íslensk heiti á þeim risaeðlum sem spurt er um. Þau heiti sem hér verður stungið upp á eru því eingöngu byggð á áliti höfundar þessa svars. Abelisaurus er...

Nánar

Hvað táknar rauði liturinn í íslenska fánanum?

Rauði liturinn á að tákna eld, blái liturinn hafið og himininn og hvíti liturinn jökla. Rautt og hvítt táknar þannig eld og ís. Rauði liturinn var settur í íslenska fánann að beiðni danskra stjórnvalda en Íslendingar höfðu fyrst valið sér bláhvítan fána. Meginröksemd Dana var sú að bláhvíti fáninn væri allt of ...

Nánar

Hvað merkir orðið biskup upphaflega og hverjar eru orðsifjar þess?

Íslenska orðið biskup er líklegast fengið úr fornensku. Þar kemur fyrir orðið biscop eða bisceop í sömu merkingu. Það kemur líka fyrir í latínu (episcopus) en upphaflega er það komið úr forngrísku, episkopoV (epískopos). Það orð er dregið af grísku sögninni episkopew (episkopéo) sem þýðir: 'horfa á', 'skoða', 'fyl...

Nánar

Hvar er best að finna heimildir um leiklist Forn-Grikkja?

Langbest er að kynnast grísku harmleikjunum með lestri á harmleikjunum sjálfum. Það sama gildir vitaskuld um gamanleikina. Alls eru varðveittir 33 harmleikir auk brota úr glötuðum harmleikjum sem hafa meðal annars fundist á misheillegum papírusbrotum. Sjö verk eru varðveitt eftir Æskýlos, önnur sjö eftir Sófókl...

Nánar

Getið þið sagt mér allt um hina ógnvænlegu basilíuslöngu?

Basilíuslangan, eða basilískan (e. basilisk), er kynjadýr úr evrópskum þjóðsögum. Pliníus eldri (uppi á 2. öld) lýsir henni í bók sinni Naturalis Historiae sem 12 þumlunga langri (um 30 sm) og með kórónulaga blett á höfði. Af þessum bletti fær hún nafn sitt, en gríska orðið 'basilius' merkir 'konungur'. Basilískan...

Nánar

Hvað er sínus og hver fann hann upp?

Upprunalega spurningin var: Hver fann upp sínus og hvað er hann í raun og veru? Þá er átt við sínus í stærðfræði. Sínus er mælikvarði á stærð horns. Í stuttu máli: Sínus af horninu v er lengdin á hálfum streng í einingarhring. Strengurinn spannar tvöfalt hornið, 2v. Sjá mynd 1. Mynd 1: Strikið AB er stre...

Nánar

Fleiri niðurstöður