Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 141 svör fundust

Getur rignt úr tveimur skýjalögum á sama tíma?

Stutt og laggott svar er já. Það er ekkert sem segir til um að ekki geti rignt samtímis úr tveimur skýjum sem eru mishátt á lofti. Aftur á móti vaknar spurningin hve auðvelt er að greina eitt ský frá öðru, það er hvar endar eitt ský eða skýjalag og annað tekur við? Skýjaþekjan er oft lagskipt, það er eitt skýj...

Nánar

Eru til margar gerðir skýja?

Hér er einnig svarað spurningunni: Úr hvaða skýjum rignir og úr hverjum rignir ekki? Vatn er alls staðar í andrúmsloftinu í kringum okkur en í mismiklu magni. Oftast er það á formi ósýnilegrar gufu en stundum sem ský. Skýin myndast þegar loft kólnar en það gerist oft þegar loftið þrýstist upp. Ský geta einnig my...

Nánar

Hversu gömul verða ský?

Dæmigerður líftími skýja er á bilinu 10 mínútur til klukkustundar. Ský eru sýnilegur hluti uppstreymis, sá hluti þar sem dropar eða ískristallar hafa myndast þegar loft kólnar við að lyftast. Uppstreymið er síbreytilegt en á sér oftast stað í smáum og skammlífum einingum sem ekki lifa nema í nokkrar mínútur hv...

Nánar

Hvers vegna eru skýin hvít?

Ský eru safn ótalmargra örsmárra vatnsdropa og ískristalla sem myndast við að vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar og þéttist. Þegar sólarljósið fellur á ískristalla og vatnsdropana endurkasta þessar agnir öllum bylgjulengdum hins sýnilega ljóss og við skynjum endurkastið sem hvítt ljós. Vatnsdropar og ískristallar...

Nánar

Hvernig geta ský orðið að mönnum?

Ef ég skil spurninguna rétt á spyrjandi við af hverju okkur finnst oft að ský séu í laginu eins og manneskjur, sérstaklega andlit. Líklegasta ástæðan er að aðrar manneskjur skipta okkur miklu máli. Það er til dæmis mikilvægt að við getum hratt og vel lesið í andlitsdrætti fólks til að vita hvernig því liður og hva...

Nánar

Getur verið léttskýjað í Reykjavík í sunnanátt?

Það getur verið léttskýjað í Reykjavík í sunnanátt en það er sjaldgæft. Til að svara spurningunni verðum við fyrst að ákveða hvaða sunnanáttir á að telja. Stundum hagar til dæmis þannig til að Reykjavík er í skjóli Esjunnar þegar norðanátt er ríkjandi á Vesturlandi. Átt getur þá verið breytileg á höfuðborgarsvæðin...

Nánar

Úr hvaða efni eru skýin?

Ský er safn örsmárra vatnsdropa. Þegar vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar þá þéttist hún og myndar ský. Ský sem eru alveg við yfirborð jarðarinnar kallst þoka. Þegar örsmáir droparnir í skýjunum rekast á hver annan fækkar dropunum og þeir stækka. Loks kemur að því að þeir eru það stórir að þeir falla til jarðar, an...

Nánar

Af hverju eru sum ský hvít en önnur grá?

Ský endurkasta hluta af því ljósi sem á þau fellur, ljósið kemur ýmist beint frá sólu eða er endurkast frá himni, jörð eða öðrum skýjum. Ský, sem sólarljósið skín á, virðast oftast hvít, en önnur virðast grá. Litir hlutar ráðast af bylgjulengd þess ljóss sem þeir endurkasta, rauðir hlutir endurkasta rauða hlut...

Nánar

Hvernig myndaðist jörðin?

Jörðin varð til á svipaðan hátt og aðrir himinhnettir. Sagan byrjar með því að mikið ský úr gasi og ryki er á sveimi kringum sólina. Þetta ský snýst um miðju sína svipað og loftið í lægðunum í lofthjúpi jarðar snýst um lægðarmiðjuna. Smám saman þéttist skýið í gashnött sem síðan verður að vökva og yfirborð hans st...

Nánar

Snjóar á Mars?

Ský hafa verið þekkt á Mars í marga áratugi enda er hægt að greina þau frá jörðinni. Á Mars eru ský allt árið um kring en það var þó ekki fyrr árið 2008 sem það uppgötvaðist að það snjóar á Mars. Uppgötvunina gerði Phoenix-geimfarið. Mynd af skýjum á Mars. Flest ský á Mars eru úr frosnu koltvíildi. Snjórinn sem ...

Nánar

Eru ský á Mars?

Já, það eru ský á Mars, allt árið um kring. Skýin er jafnvel hægt að greina frá jörðinni með stjörnusjónauka. Loftþrýstingurinn við yfirborð Mars er einungis 7 millibör eða um 144 sinnum lægri en loftþrýstingur jarðarinnar. Andrúmsloft Mars er þó greinilega nógu þétt til að bera veðrakerfi því þar eru ský og vi...

Nánar

Hvað er ský á auga?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er ský á auga? Hvers vegna skemmast augasteinarnir? Ský á auga eða drer nefnist það sjúkdómsástand þegar augasteinninn er ekki glær heldur skyggður sem aftur veldur óskýrri sjón. Ef sjúkdómurinn er langt á veg kominn sést að augasteinninn er grár. Slík ský geta komið samtími...

Nánar

Hversu hátt fyrir ofan jörðina eru skýin?

Skýin eru mismunandi hátt frá yfirborði jarðar. Hvernig þau líta út og hve hátt þau eru fer eftir því hve heitt var þegar þau mynduðust. Talið er að til séu um það bil 100 ólíkar tegundir skýja. Ský teygja sig yfirleitt hærra í hlýrri beltum jarðar. Ský er raki sem gufað hefur upp frá yfirborði jarðar og færst...

Nánar

Hvernig haldast ský saman?

Ský gefa okkur innsýn í eilífa samkeppni rakaþéttingar og uppgufunar. Skýið sýnir hvar rakaþéttingin hefur betur. Til að rakaþétting geti náð undirtökunum þarf raki sem er í lofti að kólna. Það getur átt sér stað á nokkra vegu, en uppstreymi er langalgengasta ástæða skýjamyndunar. Uppstreymi á sér einkum stað ...

Nánar

Fleiri niðurstöður