Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4526 svör fundust

Hvernig hljómaði forníslenska? Eru til einhver hljóðdæmi á Netinu?

Ekki er vitað nákvæmlega hvernig íslenska var borin fram á miðöldum, en þó er ljóst að töluverðar breytingar hafa orðið á framburði Íslendinga frá landnámstíð. Um þær er fjallað nánar í svari eftir sama höfund við spurningunni Er vitað hvernig texti Íslendingasagnanna var borinn fram þegar hann var skrifaður? H...

Nánar

Getið þið frætt mig um klaufhala?

Klaufhalar (Dermaptera) eru ættbálkur skordýra. Þeir eru meðalstór skordýr og fremra vængjapar þeirra hefur ummyndast í litlar plötur sem hylja samanbrotna afturvængi. Klaufhalar hafa langa, þráðlaga, margliða fálmara. Á afturenda eru tveir harðir kítínstafir sem mynda nokkurs konar griptöng. Á henni þekkjast klau...

Nánar

Hvað heitir höfuðborg Svartfjallalands?

Upphaflega hljómaði spurningin svo:Hvað heitir höfuðborg Svartfjallalands? (Af því að Svartfellingar áttu alltaf höfuðborg með Serbíu, það er Belgrad.)Svartfjallaland (Montenegro) er land staðsett á Miðvestur-Balkanskaga. Í landinu búa um það bil 680.000 manns (miðað við tölur frá 2007). Stærsta borgin heitir Podg...

Nánar

Hvað eru blóðdemantar?

Orðið 'blóðdemantar' er íslenskun á ensku orðunum 'blood diamonds'. Einnig er til hugtakið 'conflict diamonds' sem mætti þýða sem stríðsdemantar. Flestir kannast líklega við orðið 'blóðpeningar' sem við notum um peninga sem fengnir eru með því að framselja einhvern í dauðann eða svíkja hann með öðrum hætti. Or...

Nánar

Hefur verið sannað vísindalega að smáskammtalyf virki?

Smáskammtalækningar (hómópatía, e. homeopathy) eru ein tegund óhefðbundinna læknismeðferða. Þær byggja á hugmyndum sem voru settar fram við upphaf 19. aldar og ganga út á að gefa mjög útþynntar lausnir sem meðöl við kvillum og sjúkdómum. Smáskammtalyf eru búin til með því að taka til efni sem eiga að verka gegn...

Nánar

Hver er munurinn á argoni og neoni?

Neon (sætistala 10) og argon (sætistala 18) eru frumefni sem tilheyra áttunda flokki lotukerfisins sem nefndur er eðallofttegundir (e. noble gas). Efnin í þessum flokki eru þeim eiginleikum gædd að hafa fullskipað rafeindahvolf og þau ganga þess vegna mjög treglega í efnasamband við önnur efni. Með þennan eiginlei...

Nánar

Er Bretland land eða heiti á mörgum löndum saman?

Það má leggja fleiri en eina merkingu í orðið „land“ en í þessu svari er gert ráð fyrir að það merki sjálfstætt ríki þótt það sé kannski þröng skilgreining. Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu er Bretland heiti á ríki sem nær yfir svæðin England, Skotland, Wales og Norður-Írland auk eyja í grennd. Á ensku kallast ...

Nánar

Hvenær var fyrsta bóluefnið fundið upp og hvað er bóluefni?

Það er vitað að allt að 200 árum f.Kr. var farið að reyna að koma í veg fyrir bólusótt í Kína eða Indlandi með því að smita fólk af einhverri annarri sýkingu. Á Vesturlöndum er ekki vitað um tilraunir til að nota smit á þennan hátt fyrr en á 18. öld. Breski læknirinn Edward Jenner (1749 - 1823) var frumkvöðull á...

Nánar

Hvað getur maður vakað lengi samfleytt?

Samkvæmt því sem næst verður komist er viðurkennt met í vöku án aðstoðar lyfja 264 klukkutímar eða 11 sólahringar. Þetta gerðist árið 1964 og þar átti í hlut 17 ára gamall bandarískur piltur að nafni Randy Gardner. Þessi langa vaka var í tengslum við vísindaverkefni sem hann vann að en hann vildi slá fyrra heimsme...

Nánar

Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis birkiaska virki?

Birkiaska er náttúruvara, það er að segja hún flokkast sem fæðubótarefni og hefur ekki markaðsleyfi sem náttúrulyf hér á landi. Fjallað eru um náttúrlyf og náttúrvörur í svari sömu höfunda við spurningunni Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum? Náttúruvörur eru seldar án þess að kröfur séu gerðar til g...

Nánar

Hvaða nýja stjarna fannst árið 1918?

Þann 29. júní árið 1918 birtist frétt í blaðinu Dagsbrún um að ný stjarna hefði uppgötvast fyrr í mánuðinum. Í fréttinni segir að stjarnan hafi verið „viðlíka skær og skærustu fastastjörnur“ og að 35 stjörnufræðingar um allan heim hafi samstundis sent skeyti til stjörnufræðimiðstöðvarinnar í Kaupmannahöfn, enda ha...

Nánar

Hvað geta hundar lifað lengi án matar og vatns?

Margar dýrategundir geta tekist á við svelti í skamman tíma án þess að bíða skaða af. Lífið er barátta og í lífi villtra dýra koma oft dagar þar sem enga fæðu er að fá. Rannsóknir á tíðni drápa hjá úlfum (Canis lupus) hafa sýnt að þeir fella bráð að jafnaði á þriggja daga fresti og þá belgja þeir sig út af kjö...

Nánar

Af hverju höggva spætur í tré?

Spætur eru tiltölulega algengar í skóglendi og víðar í Evrasíu, Ameríku og Afríku en lifa ekki í Eyjaálfu og á Madagaskar. Spætutegundir eru mjög mismunandi að stærð, allt frá fuglum sem eru um 7 cm og vega örfá grömm upp í stóru gránuspætuna (Mulleripicus pulverulentus) sem finnst í regnskógum Suðaustur-Asíu o...

Nánar

Hvaðan kemur orðið þágufall?

Eitt falla í latínu nefnist dativus og hafa nágrannamál eins og norðurlandamál, enska og þýska nýtt sér það í mállýsingum sínum (d. dativ, e. dative, þ. Dativ). Það lýsir því í hvers þágu eða óþágu eitthvað verður eða er gert. Í latneskri málfræði er til dæmis greint á milli, dativus commodi sem mætti nefna þægind...

Nánar

Fleiri niðurstöður