Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4524 svör fundust

Hvað getið þið sagt mér um djöflaskötur?

Heitið djöflaskötur nær bæði yfir ætt brjóskfiska, Mobulidae, og eina tegund þeirrar ættar, Manta birostris, sem er hin eiginlega djöflaskata og er stærst sinnar ættar. Djöflaskötur hafa allt að 7 metra uggahaf og geta orðið 1300 kg á þyngd. Þær nærast á svifi (krabbadýrum og seiðum) og lifa einkum í heitum sjó...

Nánar

Hvað hét kona Adolfs Hitlers?

Kona Adolfs Hitlers hét Eva Braun. Hún fæddist árið 1912 og hitti Hitler fyrst árið 1929 á ljósmyndastofu þar sem hún vann. Síðar varð hún ástkona hans. Ástarsamband Hitlers og Evu Braun fór afar leynt. Helstu aðstoðarmenn Hitlers þekktu hana lítið og gerðu sér litla grein fyrir því hvers eðlis samband þeirra v...

Nánar

Hvað er skötuselur með stórar tennur?

Skötuselur (Lophus piscatorius) er beinfiskur og hefur fundist á um 1.800 metra dýpi. Hann heldur sig á sendnum eða grýttum botni þar sem hann felur sig í þaragróðri eða í botninum sjálfum og lúrir þar eftir bráð. Hann notar einskonar fálmara ofan á höfðinu sem veiðistöng og lokkar til sín bráðina. Á matseðli sköt...

Nánar

Af hverju heitir keisaraskurður þessu nafni?

Samkvæmt gömlum sögnum er nafnið keisaraskurður (e. cesarean/cesarian/caesarean section, cesarean; da. kejsersnit) komið til af því að hinn rómverski Júlíus Sesar var tekinn með slíkum skurði þegar hann fæddist. Vísbendingar eru þó um að móðir hans hafi enn verið á lífi þegar hann var fullorðinn. Þar sem nær ...

Nánar

Hver var Afródíta?

Afródíta var gyðja ástar og fegurðar hjá Grikkjum til forna en Rómverjar nefndu hana Venus. Hún var kona smíðaguðsins Hefestosar en stóð í ástarsambandi við stríðsguðinn Ares sem Rómverjar kölluðu Mars. Með honum átti hún barn sem var enginn annar en Eros eða Amor, ástarguðinn sjálfur. Sagnaritarinn Hesíódos se...

Nánar

Hvað er hvítagull (white gold)?

Íslenska orðið hvítagull er aðallega notað yfir málminn platínu. Á ensku er white gold hins vegar efnið sem verður til þegar gulli (Au) og palladíni (Pd), nikkel (Ni) og/eða silfri (Ag) er blandað saman. Þegar það er gert hverfur gullni liturinn úr gullinu og það verður hvítt (eða silfurlitt) og þess vegna er...

Nánar

Hvernig segir maður 'ég elska þig' á álfamáli?

Í sögum Tolkiens er að finna tvö álfamál, annars vegar Quenya sem þýðir einfaldlega mál á álfamálinu og hins vegar Sindarin. Á Veraldarvefnum má víða finna orðalista úr málunum, til dæmis hér fyrir Quenya og hér fyrir Sindarin. Samkvæmt síðunni I Love You hljóma orðin ‘ég elska þig’ svona á Quenya: Tye-mela'ne....

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um eldjallið Vesúvíus?

Eldfallið Vesúvíus rís fyrir ofan Napólíflóann. Það er 1.280 m hátt og er hugsanlega um 200.000 ára gamalt. Eitt þekktasta gos í fjallinu varð árið 79 e. Krist. Þá eyðilögðust borginar Pompei, Stabiae og Herculaneun. Um 2.000 manns létust í því gosi, þeirra á meðal fjölfræðingurinn Pliníus eldri (23-79 e. Krist.) ...

Nánar

Hver er vatnsmesta á Íslands?

Ölfusá er vatnsmesta á landsins. Á heimasíðu Orkustofnunar er hægt að skoða niðurstöður vatnamælinga á rennsli vatnsfalla víðs vegar um landið. Þar kemur fram að meðalrennsli Ölfusár við Selfoss er 400 rúmmetrar á sekúndu (m3/s) á 44 ára tímabili. Næst vatnsmesta á landsins er Þjórsá en samkvæmt sömu heimil...

Nánar

Hvaða ár fór fyrsta víkingaskipið á flot?

Í dag veit enginn hvenær fyrsta víkingaskipinu var siglt. Ýmsar heimildir eru til um siglingar víkinga. Frá þeim er meðal annars sagt í Íslendingasögum og öðrum norrænum miðaldaheimildum. Ein erlend heimild segir frá því að fyrsta víkingaferðin hafi verið árið 793 þegar norrænir sjóræningjar réðust á klaustrið...

Nánar

Af hverju var Eiríkur rauði kallaður þessu nafni?

Eiríkur Þorvaldsson var kallaður rauði af einfaldri ástæðu; hann var rauðhærður. Eiríkur rauði var uppi á síðari hluta tíundu aldar og um 980 sigldi hann til lands í norðvestur frá Íslandi, settist þar að og nefndi Grænland. Eiríkur átti þrjá syni með konu sinni Þjóðhildi, Leif, Þorvald og Þorstein. Leifur e...

Nánar

Er til einhver skógur frá landnámsöld á Íslandi?

Birki (Betula pubescens) er eina innlenda trjátegundin sem hefur myndað skóga á Íslandi á núverandi hlýskeiði, eða síðustu 10.000 árin. Það hefur verið áætlað að birkiskógar og kjarr hafi þakið meira en fjórðung landsins við landnám eða um 28.000 km2, áætlaða útbreiðslu má sjá á myndinni hér fyrir neðan. Áætluð ú...

Nánar

Hvar er borgin Bilbao?

Bilbao er stærsta borgin í Baskalandi á Norður-Spáni og stendur við mynni árinnar Nervión við Biscayaflóa. Íbúar borgarinnar sjálfrar eru á bilinu 350-360.000 en á Stór-Bilbao svæðinu öllu býr rúmlega 1 milljón manns. Bilbao er ein helsta hafnarborg Spánar og hefur verið svo lengi. Upphaf hennar má rekja til...

Nánar

Af hverju er ekki i í sögninni mega eins og í sögninni eiga?

Sagnirnar eiga og mega eru báðar núþálegar sagnir en höfðu upprunalega ekki sama sérhljóð í rót. Í eiga hefur rótarsérhljóðið líklegast verið -ai-, samanber gotneska orðið aigan sem merkir ‘eiga’ (á fornnorrænni rúnaristu kemur fram orðmyndin aih = á). Í öðrum germönskum málum má nefna færeyska og nýnorska orðið ...

Nánar

Fleiri niðurstöður