Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4526 svör fundust

Hvaða sjúkdómar eru algengastir í þróunarlöndunum?

Þeir alvarlegu sjúkdómar sem eru algengastir í þróunarlöndunum eru bakteríusjúkdómar eins og berklar, magaveiki og heilahimnubólga. Einn alvarlegasti heilbrigðisvandinn víða í Afríku er þó alnæmi sem breiðist mjög hratt út. Auk þess eru mislingar og malaría víða vandamál. Flestir þessara sjúkdóma finnast einnig...

Nánar

Voru ísbirnir á Íslandi fyrir landnám?

Hafís er undirstaða þess að lífvænlegt sé fyrir hvítabirni en þeir eru útbreiddir með ströndum og á hafís allt umhverfis norðurheimskautið.[1] Suðurmörk útbreiðslu þeirra ráðast af því hversu langt vetrarísinn nær. Þar sem ekki er stöðugur hafís, til dæmis umhverfis Ísland, geta hvítabirnir ekki búið þó þeir rambi...

Nánar

Hvar var Jómsborg?

Í Jómsvíkinga sögu segir meðal annars frá Jómsvíkingum, alræmdu hernaðarbandalagi danskra víkinga sem hafa aðsetur í svo nefndri Jómsborg. Í sögunni segir að danskur höfðingi að nafni Pálna-Tóki hafi flúið undan Danakonungi og á náðir konungsins í Vindlandi sem gefur honum land í sínu ríki gegn því að hann verji V...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Grímsvatnagosið árið 2011?

Öflugt gos hófst í Grímsvötnum þann 21. maí 2011 klukkan sjö um kvöld. Vísindamenn höfðu búist við gosi í nokkurn tíma, því að mælingar á landrisi í Eystri-Svíahnúk sýndu að kvikuhólfið undir vötnunum var komið í svipaða stöðu og fyrir eldsumbrotin í nóvember 2004. Þá hafði jarðskjálftavirkni heldur aukist misseri...

Nánar

Hvað getur þú sagt mér um dýralífið í Katar?

Katar (e. Qatar) er ríki á Katarskaga við suðvestanverðan Persaflóa en skagi þessi gengur norður úr austurströnd Arabíuskaga. Landið er rúmlega 11,5 þúsund ferkílómetrar að stærð eða um 1/9 af flatarmáli Íslands og að stórum hluta eyðimörk. Yfir sumartímann getur hitinn þar farið allt upp í 50ºC yfir heitasta tíma...

Nánar

Hvernig og hvenær myndaðist Öræfajökull?

Eldstöðin Öræfajökull myndaðist við síendurtekin eldgos frá sprungum er smám saman byggðu upp mikið eldfjall með sigdæld eða öskju í kolli. Líkast til hefur engin virk eldstöð orðið fyrir eins miklum áhrifum af jöklum og ís sem Öræfajökull. Landslag var mun minna í Öræfasveit þegar eldgos hófust í eldstöðinni, hæs...

Nánar

Hverjir voru denisóvamenn?

Í dag lifir aðeins ein tegund manna á jörðinni, Homo sapiens, sem við tilheyrum. Fyrir 100.000 árum voru hins vegar fjórir ef ekki fleiri hópar (eða tegundir) manna á jörðinni. Auk okkar hafa flestir heyrt um neanderdalsmenn og einhverjir um hina lágvöxnu flóreseyjamenn í Suðaustur-Asíu.[1] Í þessu svari verður fj...

Nánar

Í hvaða píramída er Kleópatra grafin?

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega þetta: Enginn veit hvar gröf Kleópötru Egyptalandsdrottningar er að finna en víst er að hún er ekki í píramída. Talið er að fyrsti egypski píramídinn, sem kallast þrepapíramídinn í Sakkara, hafi verið reistur í valdatíð Djoser fyrsta konungs þriðju konungsættarinnar...

Nánar

Hvaða áhrif hafði pillan á líf íslenskra kvenna?

Getnaðarvarnarpillan kom fyrst á markaðinn um 1960 og varð fljótlega vinsæl meðal íslenskra kvenna. Ekki aðeins gerði hún konum kleift að koma í veg fyrir getnað á skilvirkari máta en nokkur önnur getnaðarvörn fram að því, heldur var notkun hennar á ábyrgð kvennanna sjálfra og hún tekin óháð kynlífsathöfninni. Pil...

Nánar

Hver er lengsta skáldsaga í heimi?

Við vitum ekki til þess að hægt sé að svara þessari spurningu með því að benda á einhverja tiltekna skáldsögu og segja: "Þetta er lengsta skáldsaga í heimi!" Það er aðallega vegna þess að það er hægt að mæla lengd skáldsagna á ýmsa vegu. Það liggur beinast við að mæla lengd útgefinna skáldsagna með tommustokk eða ...

Nánar

Var Sókrates örugglega til, efast fræðimenn ekkert um það?

Já, Sókrates var nær örugglega til og almennt efast fræðimenn ekki um það. Sókrates fæddist í Aþenu 469 f.Kr. og lést þar árið 399 f.Kr. Hann samdi sjálfur engin rit og því getum við ekki lesið hans eigin orð en um hann er þó fjallað í samtímaheimildum, það er að segja í heimildum frá hans eigin tíma eftir samtíma...

Nánar

Hvað er heilbrigð skynsemi?

Heilbrigð skynsemi (á ensku: common sense) er hæfileikinn til að átta sig á því sem er dagljóst. Heilbrigð skynsemi segir okkur til dæmis að búast vel áður en haldið er á íslenskt hálendi því að reynslan sýnir að þar er allra veðra von. Um aldamótin 1800 komu fram skoskir heimspekingar sem kenndu sig við heilbr...

Nánar

Hvort eru fleiri konur eða karlar á Íslandi?

Svarið er karlar. Þann 1. desember 1999 voru Íslendingar 278.717 talsins, þar af voru 139.518 karlar og 139.199 konur. Mismunurinn er 319. Á höfuðborgarsvæðinu eru konur hins vegar fleiri en karlar (86.986 á móti 84.529) og gildir það bæði um höfuðborgina sjálfa (55.624 konur og 53.528 karlar) og Hafnarfjörð, ...

Nánar

Fleiri niðurstöður