Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4525 svör fundust

Til hvers þurfum við tær?

Í hvorum fæti eru 26 bein og 33 liðamót. Um 20 vöðvar hreyfa þessi bein og sinar toga líkt og teygjur í beinin þegar vöðvarnir dragast saman. Í hvorum fæti eru 100 liðbönd sem tengja bein við bein og brjósk við bein og halda öllum hlutum fótarins saman. Stóratá tekur þátt í að halda jafnvægi og hinar tærnar vir...

Nánar

Er einhver þjóðtrú tengd skógarþrestinum?

Íslensk þjóðtrú er fáorð um skógarþröstinn. Þó vilja sumir meina að af atferli hans megi lesa veðurspár. Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) nefnir til dæmis í grein sinni, "Hættir fugla", í tímaritinu Dýravinurinn árið 1907, að komi skógarþrestir heim að bæjum í sól og blíðu, hvort sem er að hausti eða vori, þyki s...

Nánar

Er hvítt súkkulaði búið til úr hvítum kakóbaunum?

Nei, hvítt súkkulaði er ekki úr hvítum kakóbaunum heldur vantar í það efnin sem gera súkkulaði venjulega brúnt. Venjulegt dökkt eða brúnt súkkulaði er samsett úr þremur meginþáttum, kakómassa eða kakóþurrefnum, kakósmjöri og sykri auk bragðefna. Í hvítu súkkulaði eru hins vegar ekki kakóþurrefni, heldur aðeins ...

Nánar

Hvernig verka hljóðnemar?

Hljóðnemar breyta hljóðbylgjum í rafbylgjur. Fremst á hljóðnemum er himna, ýmist úr plasti, pappír eða áli. Þegar hljóðbylgjur skella á himnunni titrar hún og myndar þannig rafbylgjur. Hljóðhimnan er staðsett fremst í hljóðnemanum eins og sést á skýringamyndinni hér fyrir neðan: Hljóðhimnan er staðsett fremst...

Nánar

Hvað eru um það bil margir kílómetrar frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja?

Með nútímatækni og þeim möguleikum sem Netið býður upp á er tiltölulega lítið mál að mæla fjarlægðir milli staða. Við áætlun vegalengda þarf hins vegar að athuga hvernig mælt er. Til dæmis stoðar lítið að vita hver loftlínan frá Reykjavík til Akureyrar er ef menn ætla að ferðast í bíl. Hún gagnast flugvélum þó vit...

Nánar

Hvað verður um hvíta litinn þegar snjórinn bráðnar?

Við skulum fyrst athuga hvað ræður hvíta lit snjósins. Snjór er samsettur úr örsmáum ískristöllum. Þeir endurspegla með dreifðu endurkasti nær allt ljós sem á þá fellur. En endurkastið ræður einmitt lit snjósins. Snjórinn verður þannig hvítur vegna þess að hvíta ljósið er blanda af öllum litum litrófsins. Myndi sn...

Nánar

Hvað tákna litirnir þrír í ítalska fánanum?

Talið er að ítalska fánann megi rekja til komu Napóleons Bónaparte, hershöfðingja og verðandi keisara Frakklands, til Ítalíu árið 1797. Ítalski fáninn samanstendur af þremur litum; grænum, hvítum og rauðum. Bæði rauði og hvíti liturinn koma úr fána Mílanóborgar en sá græni kemur frá fylkingu Langbarða (e. Lombardy...

Nánar

Hvar eru Úralfjöllin?

Úralfjöllin eru um 2500 km langur fjallgarður í miðvesturhluta Rússlands. Þau ná frá Karahafi í norðri (Karahaf er hluti af Norður-Íshafinu) að Kasakstan og Úralfljóti í suðri. Þau eru fellingafjöll sem mynduðust við árekstra fleka en lesa má um slík fjöll í svari við spurningunni: Hvernig myndast fellingafjöll? ...

Nánar

Af hverju eru holur á tunglinu?

Holurnar á tunglinu eru gígar sem hafa orðið til þegar loftsteinar hafa rekist á tunglið. Einhverjir gíganna kunna þó að vera komnir til við eldvirkni. Minnstu gígarnir á tunglinu eru agnarsmáir, þeir hafa fundist í tunglgrjóti sem geimfarar hafa komið með til jarðarinnar. Stærsti gígurinn á tunglinu er um 360 ...

Nánar

Hvenær fóru menn fyrst á hestbak?

Fræðimenn sem hafa stundað rannsóknir á sögu hestsins (Equus caballus) greinir á um upphaf þess að menn fóru að hagnýta sér þessa nytsemdarskepnu. Elstu vísbendingar um slíka hagnýtingu á hrossum eru frá svæði sem nú tilheyrir Mið-Asíulýðveldinu Kasakstan, nánar tiltekið á stað sem heitir Krasni Yar eða rauða jörð...

Nánar

Hvernig velgir maður einhverjum undir uggum?

Orðasambandið að velgja einhverjum undir uggum er notað í merkingunni ‛þjarma að einhverjum, láta einhvern finna fyrir valdi sínu’. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðtakið er úr Skírni frá 1839:Áli jarl hafði í hyggju að velgja Tirkjum undir uggum. Halldór Halldórsson getur sér þess til í ...

Nánar

Hvað er maður lengi að labba frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur?

Á vef Vegagerðarinnar má meðal annars finna tölulegar upplýsingar um vegalengdir milli hinna ýmsu staða á landinu. Samkvæmt þeim tölum eru 44 km frá Reykjavík til Ytri-Njarðvíkur, 46 km til Keflavíkur og 51 km til Hafna en Reykjanesbær er sveitarfélag sem stofnað var 11. júní árið 1994 með sameiningu sveitarfélaga...

Nánar

Hvenær voru vélbyssur notaðar fyrst í stríði?

Í vefútgáfu Íslensku alfræðiorðabókarinnar segir að vélbyssa sé „byssa (hlaupvídd 5,45-20 mm) sem hleypir af mörgum skotum í óslitinni röð meðan haldið er í gikkinn; fóðruð með skotfærum frá belti eða magasíni.“ Þessi Maxim-byssa á þrífæti er frá 1895. Fyrsta alsjálfvirka vélbyssan var hönnuð af Sir Hiram Stev...

Nánar

Hver er höfuðborg Bretlands? Hve margir búa þar og hve stór er hún?

Eins og segir í svari EDS við spurningunni Er Bretland land eða heiti á mörgum löndum saman? er „Bretland heiti á ríki sem nær yfir svæðin England, Skotland, Wales og Norður-Írland auk eyja í grennd.“ Breska konungsfjölskyldan hefur aðsetur í Buckingham-höll. Höfuðborg Bretlands heitir London eða Lundúnir en b...

Nánar

Fleiri niðurstöður