Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4526 svör fundust

Hvernig eru egg tjaldsins?

Tjaldur (Haematopus ostralegus) er af ættbálki strandfugla en hann er vaðfugl með langa fætur. Hann er að mestu leyti farfugl en hluti stofnsins dvelur þó á Íslandi á veturna. Farfuglarnir koma til Íslands í mars eða apríl og fara í ágúst eða september til annarra landa, þá gjarnan Bretlandseyja. Tjaldurinn er sva...

Nánar

Hvað éta járnsmiðir?

Járnsmiður (Nebria rufescens) er liðdýr af ættinni Carabidae. Þeir eru yfirleitt um 9-12 mm að lengd, með fálmara og 6 langa fætur sem gera þeim kleift að spretta úr spori en þeir hafa fremur veikburða vængi. Járnsmiðir eru nokkuð loðnir en þeir lifa í rökum jarðvegi við lítt gróna tjarnarbakka og bakka straumvatn...

Nánar

Hvort er stærra, Hálslón eða Blöndulón?

Samkvæmt upplýsingum á vef Landsvirkjunar eru Hálslón og Blöndulón mjög svipuð að flatarmáli þegar þau eru full, bæði um 57 km2. Svonefnt miðlunarrými þessara lóna er hins vegar langt frá því að vera það sama. Miðlunarrými Blöndulóns er 400 Gl (gígalítrar) en Hálslóns 2.100 Gl. Hálslón er þess vegna tæplega fimm s...

Nánar

Er Alaska land?

Alaska er vissulega land ef hugtakið er notað um þurrlendi eða landsvæði. Ef spyrjandi á hins vegar við hvort Alaska sé land í merkingunni sjálfstætt ríki þá er svarið nei. Í svari Ulriku Andersson við spurningunni Hvað borguðu Bandaríkjamenn fyrir Alaska þegar þeir keyptu það? má lesa að árið 1867 keyptu Banda...

Nánar

Er örnefnið Katla aðeins notað um eldstöðina í Mýrdalsjökli?

Nafnið Katla er af sömu rót og ketill, en í Mýrdalsjökli eru sigkatlar stundum sýnilegir. Kvenmannsnafnið Katla kemur fyrir í Landnámu og í Íslendingasögum og er á sama hátt rótskylt karlmannsnafninu Ketill. Nafnið er ekki aðeins til sem heiti á eldstöðinni í Mýrdalsjökli í Vestur-Skaftafellssýslu, heldur er þ...

Nánar

Hvers vegna er löggiltur skjalapappír notaður þegar skjölum er þinglýst?

Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Ágætu viðtakendur. Nú er það í lögum þegar verið er að þinglýsa samningum að það þurfi að hafa þá á löggiltum pappír. Vitið þið hver var upphaflega hugsunin á bak við það að allir samningar þurfi að fara á þennan löggilta pappír? Er búin að spyrja þó nokkra að þessu, löglærða...

Nánar

Hvað merkja stórar tölur sem málaðar eru við enda allra flugbrauta?

Á enda allra flugbrauta eru máluð með stórum stöfum númer. Númerin gefa til kynna hvernig brautin liggur miðað við segulstefnu jarðar, það er að segja þá stefnu sem nál í áttavita vísar á. Í stað þess að nota tölur upp í 360, eins og gráður á áttavita, er notað tugakerfi þar sem fyrst er námundað að heilum tug...

Nánar

Getur verið að orðið Versalir komi úr ásatrú?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hver er uppruni orðsins Versalir? Ég tel þetta orð komið úr ásatrú en finn ekki staðfestingu á því. Orðið Versalir er þekkt í málinu frá 19. öld sem íslenskun á borg í grennd vð París með fornum konungshöllum. Franska nafnið er Versaille sem á 11. öld var Versalias. Í Íslen...

Nánar

Hversu mikill sykur er í orkudrykkjum og er eitthvað slæmt við þá?

Til er fjöldinn allur af orkudrykkjum og þeir innihalda mismikinn sykur þannig að það er erfitt að gefa afdráttarlaust svar við þessari spurningu. Flestir orkudrykkir eru sætir á bragðið, en sumar tegundir þeirra eru bragðbættar með sætuefnum og innihalda engan náttúrlegan sykur. Á Netinu má finna lista yfir sy...

Nánar

Er eitthvað merkilegt við brotið 1/137?

Stærðfræðilega er ekki neitt sérstaklega merkilegt við brotið 1/137 = 0.007299270072992700729927... fyrir utan að talan 137 er frumtala. Talan 1/137 á hins vegar dálítinn sess í sögulegu samhengi eðlisfræðinnar. Á fjórða áratug síðustu aldar setti breski eðlisfræðingurinn Arthur Eddington (1882 - 1944) fram t...

Nánar

Geta fuglar lifað í geimnum?

Á Vísindavefnum er til svar við spurningunni Hvað yrði fyrst til að drepa óvarinn mann úti í geimnum? Ef fugl væri óvarinn úti í geimnum má reikna með að áhrifin yrðu þau sömu og þar er lýst og hann mundi deyja á örfáum sekúndum. Fuglar geta sem sagt, ekki frekar en menn, lifað í geimnum án einhvers varnarbúnaðar....

Nánar

Hvað er bór?

Bór (B) er hálfmálmur með sætistöluna 5. Mólmassi bórs er 10,8 g/mól og eðlismassinn í storkuham (það er að segja sem fast efni) er 2,4 g/cm3. Bræðslumark þess er 2075°C og suðumark 4000°C og er það þess vegna í storkuham föstu formi við stofuhita. Til að einangra bór má blanda bórsýru saman við kalín og var þ...

Nánar

Eru snæuglur í útrýmingarhættu?

Það er hægt að nota ýmis viðmið til þess að meta hvað dýrategundir eru í mikilli útrýmingarhættu og ekki víst að allir sem komi að þeim málum fari alveg sömu leið. Alþjóðleg náttúruverndarsamtök sem kallast International Union for Conservation of Nature (IUCN) halda úti heimasíðu þar sem þau hafa flokkað dýra...

Nánar

Fleiri niðurstöður