Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 341 svör fundust

Hver var Þales frá Míletos?

Þales frá Míletos var grískur heimspekingur, fæddur um 625 f.Kr. Aristóteles taldi hann hafa verið fyrsta heimspekinginn. Þales var einnig einn af vitringunum sjö, sem Grikkir eignuðu margvíslega speki. Honum var til dæmis eignað spakmælið „Þekktu sjálfan þig!“ sem var ritað á hof véfréttarinnar í Delfí. Þó var lí...

Nánar

Hver var Pierre Bourdieu og hvert var framlag hans til félagsvísinda?

Pierre Bourdieu (1930-2002) er einn áhrifamesti félagsvísindamaður síðustu áratuga. Hann var af alþýðufólki kominn en lauk heimspekinámi frá elítuháskóla í París og hóf síðan að vinna að félagsfræðilegum rannsóknum. Hann fékkst frá upphafi við viðamiklar empírískar rannsóknir, bæði eigindlegar og megindlegar, en þ...

Nánar

Hvað er vísindaheimspeki?

Hér gefst ekki rými til að líta yfir sögu vísindaheimspekinnar en hún teygir sig alveg aftur til frumherja forngrískrar heimspeki (6. öld f.Kr.). Hins vegar verður vísindaheimspeki ekki að sjálfstæðri fræðigrein fyrr en í upphafi 20. aldarinnar. Einn mikilvægasti áfangi á þeirri löngu vegferð var vísindabylting 16...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Irma Erlingsdóttir stundað?

Rannsóknasvið Irmu Erlingsdóttur eru franskar bókmenntir og heimspeki, menningarfræði, kynjafræði og samtímasaga. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra um rannsóknir sínar á ráðstefnum og málþingum hérlendis og erlendis. Auk þess að hafa birt greinar og bókakafla á sérsviði sínu hefur Irma þýtt erlenda fræðitexta yfi...

Nánar

Hver var gríski djöfullinn Demogorgon?

Nafnið Demogorgon er ekki komið frá Forngrikkjum heldur virðist það fyrst hafa verið notað snemma á miðöldum (um 450) um undirheimaguð. Í sumum heimildum er talið að orðið hafi einfaldlega verið misritun á orðinu demiurgos sem merkti 'handverksmaður' og síðar 'skapari'. Í heimspeki Platons er demiurgos haft yf...

Nánar

Hver var Björn Gunnlaugsson og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Björn Gunnlaugsson (1788–1876) var merkastur íslenskra stærðfræðinga á nítjándu öld. Björn var sonur Gunnlaugs Magnússonar, síðar bónda á Bergsstöðum á Vatnsnesi, og konu hans, Ólafar Björnsdóttur. Gunnlaugur hafði áunnið sér gott orðspor fyrir hugvitssamlegar uppfinningar og þegið viðurkenningar fyrir þær frá kon...

Nánar

Hvað getið þið sagt um heimspekinginn Simone Weil?

Franski heimspekingurinn og baráttukonan Simone Weil (1909-1943) var dóttir læknisins Bernards Weils og konu hans Salomea sem vann alla tíð þétt við hlið manns síns og var vel að sér í læknisfræði. Á æskuheimilinu var mikið lagt upp úr menntun og sá Salomea um nám barna sinna tveggja, Simone og André sem bæði voru...

Nánar

Hver var Ludwig Wittgenstein og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Ludwig Wittgenstein fæddist í Vínarborg þann 26. apríl 1889. Hann stundaði nám í vélaverkfræði en fékk áhuga á heimspekilegum undirstöðum stærðfræðinnar og hóf nám í rökfræði hjá Bertrand Russell við Cambridge-háskóla. Í fyrri heimsstyrjöldinni var hann í austurríska hernum en að stríði loknu gaf hann út bókina Tr...

Nánar

Hver var Ernest Gellner og hvað gerði hann merkilegt?

Ernest Gellner (1925-1995) var mannfræðingur og heimspekingur sem þekktastur varð fyrir tvennt; framlag sitt til félagslegrar mannfræði og gagnrýni sína á svonefnda mannamálsheimspeki. Hugmyndir hans hafa haft einkar mikil áhrif í rannsóknum á þjóðernishyggju annars vegar og í rannsóknum á íslam hins vegar. Gel...

Nánar

Hver eru helstu störf Þorsteins Vilhjálmssonar í þágu vísinda?

Þorsteinn Vilhjálmsson er prófessor emeritus við Háskóla Íslands í eðlisfræði með vísindasögu sem rannsóknasvið. Hann hefur einkum stundað rannsóknir og ritstörf um sögu eðlisvísinda á nýöld og um sögu stjörnufræði, tímatals og siglingakunnáttu á Norðurlöndum á miðöldum. Meðal helstu ritverka eru Heimsmynd á hverf...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Kristján Leósson rannsakað?

Kristján Leósson er þróunarstjóri sprotafyrirtækisins DT-Equipment ehf. en sinnir einnig stöðu verkefnisstjóra hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í hlutastarfi. Hann hefur um árabil stundað rannsóknir í örtækni (nanótækni), ljóstækni, efnistækni og líftækni. Menntun hans er á sviði eðlisfræði, verkfræði og heimspeki en...

Nánar

Hvað er níhílisti?

Níhilisti er einstaklingur sem aðhyllist níhilisma. Nafnið er dregið af latnenska orðinu 'nihil', ekkert, og gefur til kynna að heimspekilegur níhilismi er heimspeki neitunar. Þannig neitar siðfræðilegur níhilisti því að unnt sé að réttlæta eða gagnrýna siðferðilega dóma, meðal annars á þeirri forsendu að siðferði...

Nánar

Hvað er stóuspeki?

Stóuspeki er heimspekikerfi sem varð til í Aþenu undir lok 4. aldar f.Kr. Upphafsmaður þessa heimspekikerfis var maður að nafni Zenon frá Kítíon. Eftir að hafa numið hjá hundingjanum Kratesi, platonistanum Pólemoni og spekingunum Díodórosi Krónosi og Stilponi frá Megöru hóf hann að kenna undir súlnagöngunum Stoa P...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Ástríður Stefánsdóttir stundað?

Ástríður Stefánsdóttir er dósent í hagnýtri siðfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar eru fyrst og fremst á sviði hagnýtrar siðfræði. Megináherslan hefur verið á siðfræði tengda fagmennsku, fötlunarfræði, vísindum og heilbrigðisþjónustu. Ástríður hefur tekið virkan þátt í umfjöllun um si...

Nánar

Hver var Platon?

Heimildir um ævi Platons eru fremur rýrar. Helstar eru bréfin sem honum eru eignuð, alls þrettán talsins, en einkum er þó Sjöunda bréfið mikilvægt; og ævisaga Platons sem varðveitt er hjá Díogenesi Laertíosi, sagnaritara frá þriðju öld sem ritaði ævisögur frægra heimspekinga. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að senni...

Nánar

Fleiri niðurstöður