Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 16 svör fundust

Hvað laðar þorsk að æti?

Þorskur lifir á mjög fjölbreytilegri fæðu. Fyrsta sumarið lifir hann á smágerðum sviflægum krabbadýrum, næstu árin á margvíslegum botnlægum hryggleysingjum en með aukinni stærð verða ýmsar fisktegundir sífellt algengari bráð. Þorskurinn notar sjón, hreyfiskyn, heyrn, lykt og bragð til að finna bráðina. Sjón...

Nánar

Er það satt að ekkert hljóð heyrist úti í geimnum?

Já, það er rétt að ekkert hljóð berst um geiminn. Það er vegna þess að þar er tómarúm, það er að segja nær ekkert efni. Hljóð berst hins vegar eingöngu um efni eins og loft, vatn, steinsteypu eða jarðlög, samanber að jarðskjálftabylgjur eru í rauninni hljóð. Við getum hins vegar breytt hljóðmerkjum í rafsegulby...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um píranafiska?

Allar tegundir píranafiska, eða flensara, tilheyra ættinni Serrasalmidae. Píranafiskar lifa einungis villtir í Suður-Ameríku og í Amasonfljóti finnast um 20 tegundir. Þeirra frægust er Serrasalmus nattereri sem er að öllum líkindum sú tegund sem spyrjendur vilja fræðast um. Líkt og hákarlar laðast píranafiskar...

Nánar

Hvaða hlutverki gegnir nálin á gömlum vínylplötuspilurum?

Framan af 20. öld var algengast að varðveita hljóðupptökur á vínylplötum. Afspilunartækni þeirra byggir á því að plötuspilari snýr hljómplötu með jöfnum hraða á meðan nál hans strýkst við rákir sem liggja í spírallaga ferli umhverfis miðju plötunnar. Við þetta tekur nálin að titra, titringurinn umbreytist í rafmer...

Nánar

Af hverju byggjast tölvur upp á 1 og 0?

Aðalástæðan fyrir því að tölvur byggjast upp á tvíundakerfinu er tæknileg. Í mjög einfölduðu máli er það vegna þess að auðvelt er að greina á milli þess hvort það sé straumur í straumrásum tölvunnar (táknað 1) eða enginn straumur (táknað 0). Ef framleiða ætti tölvu sem ynni jafneðlilega í tugakerfinu þyrfti að gre...

Nánar

Hvernig er leysiljósið unnið?

Til þess að fá grófa mynd af því hvernig leysir vinnur skulum við taka samlíkingu við fyrirbæri sem flestir þekkja. Á rokktónleikum og útisamkomum eiga hátalarakerfin það til að væla af sjálfu sér. Hér erum við með hringrás; hljóðmerki berast til hljóðnema, sem breytir þeim í rafmerki og sendir til magnara. Magnar...

Nánar

Er hægt að flytja rafmagn án þess að hafa rafmagnslínu?

Hugmyndin um þráðlaust rafmagn hljómar eflaust heldur nýstárleg en hún er eldri en marga gæti grunað. Upphaf þráðlausu raftækninnar má rekja til tilrauna uppfinningamannsins Nikola Tesla í lok 19. aldar. Tesla hafði háleitar hugmyndir og stefndi fljótt að því að smíða kerfi sem myndi miðla þráðlausu rafmagni til a...

Nánar

Hvernig virkar reykskynjari?

Reykskynjari (smoke detector) er tæki sem nemur reyk og gefur þá frá sér merki, oft hljóðmerki, þegar reykurinn nær ákveðnum mörkum. Reykskynjarar eru mjög algeng, einföld og ódýr öryggistæki sem finna má á flestum heimilum og vinnustöðum. Í þeim er yfirleitt nemi og hljóðgjafi. Skynjunarhluti þeirra byggist yfirl...

Nánar

Eru háhyrningar hvalategund? Eru hvalir rándýr?

Svarið við fyrri spurningunni er já, háhyrningar eru sérstök tegund hvala og nefnis á fræðimáli Orcinus orca. Lausleg skilgreining á hugtakinu tegund er afmarkaður hópur lífvera, hvort sem um er að ræða jurtir eða dýr, sem eru í meginatriðum eins að útliti og líkamsgerð og geta átt saman frjó afkvæmi. Háhyrnin...

Nánar

Hvað er Geiger-nemi? Hvað mælir hann og hvernig virkar hann?

Geiger-nemi er geislanemi af ákveðinni gerð. Um geislun má lesa meira í svarinu við spurningunni: Hvað er geislun og hvað eru til margar gerðir af henni? Geiger-nemi flokkast undir geislamælitæki sem byggja á notkun jónunarhylkja, en jónunarhylki er lokað hylki með rafskautum sem fyllt er með gasi. Þegar geis...

Nánar

Fleiri niðurstöður