Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 249 svör fundust

Hvernig var líf kvenna í Kína á árunum 1000 f.Kr. til 200 f.Kr.?

Þar sem þetta tímabil spannar afar mikilvægt umbrotaskeið í sögu Kína til forna er rétt að veita fyrst örstutt yfirlit yfir það. Zhou-keisaraveldið tók við af hinu grimmilega Shang-veldi á 11. öld f.Kr. Fyrstu aldirnar var þetta friðsamlegt blómaskeið þar sem fjölmörg einkenni kínverskrar siðmenningar festust í se...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Martha Ásdís Hjálmarsdóttir rannsakað?

Martha Á. Hjálmarsdóttir er lektor og námsbrautarstjóri í námsbraut í lífeindafræði við Háskóla Íslands og fræðslustjóri á Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Martha lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, prófi í lífeindafræði frá Tækniskóla Íslands og BS-prófi frá sama skóla strax og nám í lífeind...

Nánar

Er hemlunarvegalengd bíla óháð massa þeirra eða þyngd?

Stutta svarið er já: Hemlunarvegalengd bíla er óháð massa þeirra. Hún er eingöngu háð upphaflegum hraða bílanna, yfirborði vegar eða götu og ástandi hjólbarða. Upphaflega spurningin var sem hér segir: Tveir bílar, annar er helmingi þyngri. Spurningin er: Hafa þeir sömu bremsuvegalengd miðað við sama hraða? Ef ...

Nánar

Hver var Hildegard frá Bingen og fyrir hvað er hún þekkt?

Í sögu kristinnar guðfræði eru ekki margar nafngreindar konur og lengst af hefur afrekum þeirra lítt verið haldið á loft. Á síðari árum hefur þetta viðhorf mjög breyst og hlutur kvenna í kirkjusögunni verið dreginn fram. Á miðöldum voru nokkrar konur sem mörkuðu spor og voru þekktar og ein þeirra er abbadísin Hild...

Nánar

Gat fólk skilið í gamla daga?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hefði ekki verið hægt fyrir Bjarna og Steinunni á Sjöundá að fara fram á skilnað við maka sína í stað þess að myrða þá? Svo að byrjað sé á byrjuninni eru ótraustar og mótsagnakenndar heimildir um hjónaskilnaðarrétt Íslendinga í heiðni. Í Brennu-Njáls sögu segir frá Þráni Sig...

Nánar

Hvað var að gerast í sögu heimsfræðinnar um 1918?

Mikilvægasti atburðurinn í sögu heimsfræðinnar kringum árið 1918 var vafalaust sá að þýsk-svissnesk-bandaríski eðlisfræðingurinn Albert Einstein (1879-1955) setti fram almennu afstæðiskenninguna (e. general theory of relativity) í lok árs 1915. Kjarni hennar fólst í svonefndum sviðsjöfnum sem lýsa gerð rúmsins ása...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um andaglas?

Vísindavefnum berast reglulega spurningar um ýmiss konar yfirnáttúrlega hluti, svo sem stjörnuspeki, galdra og drauga. Þessum spurningum er sjaldan svarað, þar sem yfirnáttúruleg fyrirbæri eru samkvæmt skilgreiningu ekki viðfang vísindanna. Þótt hér verði fjallað um slíkt er það því ekki til marks um að þessi þuma...

Nánar

Hvernig er hægt að sanna stærðfræðilega að 1 + 1 = 2 og 2 + 2 = 4?

Áður hefur verið fjallað um þetta efni í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig vitum við að 1 + 1 = 2 og 2 + 2 = 4? Þar var stuðst við eftirfarandi skilgreiningu á náttúrulegu tölunum $1$, $2$, $3$, og svo framvegis: Segjum að við höfum tvö söfn af hlutum og að við getum parað hlutina úr fyrra safninu sa...

Nánar

Hver er saga dánarvottorða á Íslandi?

Á Norðurlöndunum var rík hefð fyrir því að prestar skráðu upplýsingar um dánarmein í prestsþjónustbækur sínar, og tölfræðilegar upplýsingar um dánarmein grundvölluðust framan af á skýrslum frá prestum. Lengi vel var söfnun upplýsinga um dánarmein mun ítarlegri í sænska ríkinu (það er í Svíþjóð og Finnlandi) en í D...

Nánar

Hvað er nýplatonismi Plótinosar?

Áður hefur verið fjallað sérstaklega um Plótinos í svari við spurningunni Hver var Plótinos og hvert var framlag hans til heimspekinnar? Við bendum lesendum á að kynna sér það svar einnig. Útlínurnar í heimspekikerfi Plótinosar Orðið „nýplatonismi“ er uppfinning fræðimanna á 18. öld. Plótinos og sporgöngumenn ...

Nánar

Er rökkvun raunverulegt vandamál?

Endurskin og deyfing stuttbylgjugeislunar frá sól hafa áhrif á orkubúskap við yfirborð jarðar og hafa áhrifin í heild verið nefnd rökkvun. Rökkvun er viðvarandi hluti orkukerfis lofthjúpsins og er því ekki vandamál sem slík, heldur er fremur að breytingar á henni geti talist það, rétt eins og gróðurhúsaáhrif eru v...

Nánar

Hver uppgötvaði rafmagnið?

Ein stærsta byltingin í nútímasamfélagi var uppgötvun og nýting rafmagnsins. Þó enn séu fjölmargir sem ekki búa við þau þægindi sem rafmagnið veitir væri nánast óhugsandi að ímynda sér lífið í hinum vestræna heimi án þess. Svo háð erum við rafmagninu að samfélag okkar lamast nánast algjörlega þegar þess nýtur ekki...

Nánar

Hvað er tilvistarstefna?

Stundum er sagt að tilvistarstefna, eða existensíalismi, leggi ofuráherslu á einstaklinginn en það er ofsögum sagt. Ef eitthvert íslenskt orðtak eða málsháttur ætti að vera slagorð tilvistarstefnunnar þá væri það að ,,hver sé sinnar gæfu smiður''. Tilvistarstefnan varð áhrifamikil heimspekistefna upp úr heimst...

Nánar

Hvers vegna breytist röddin í fólki sem andar að sér helíngasi?

Hér er einnig svar við spurningunni: Getur helín skaðað mann ef maður lætur það ofan í sig til skemmtunar? Raddböndin eru tvær aðskildar himnur eða þykkildi í barkakýlinu í hálsinum. Brjósk og vöðvar stjórna því hvort og þá hversu mikil glufa er milli raddbandanna, hver lögun þeirra er og hvort þau eru slök eða s...

Nánar

Fleiri niðurstöður