Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 17 svör fundust

Hvað er einn hnútur margir kílómetrar á klukkustund?

Einn hnútur samsvarar einni sjómílu eða 1,852 kílómetrum á klukkustund. Ef skip siglir á 11 hnúta hraða, fer það 11 sjómílur á klst. eða 20 kílómetra á klukkustund. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur getur siglt á 16-17 hnúta hraða. Herjólfur er 2 klukkustundir og 45 mínútur á leiðinni milli lands og Eyja þegar sj...

Nánar

Hvað tóku siglingar á landnámsöld langan tíma?

Tíminn sem það tók að sigla tiltekna leið á landnámsöld var mjög breytilegur. Menn hafa verið fljótastir þegar þeir höfðu hæfilegan meðbyr en mestan tíma tók ferðin ef mótvindur var eða svo hvasst að öldugangur knúði menn til að slá af ferðinni. Stundum tók ferðin þá mjög langan tíma, til dæmis nær allt sumarið. E...

Nánar

Hvað er eitlasótt? Hvernig fær maður hana?

Eitlasótt, sem einnig hefur verið nefnd á íslensku einkirningasótt, heitir á latínu mononucleosis infectiosa. Sjúkdómnum veldur svokölluð Epstein-Barr-veira. Á Vesturlöndum kemur sjúkdómurinn helst fyrir hjá ungmennum og eru megineinkenni hiti, hálsbólga og eitlastækkanir, en stækkaðir eitlar finnast sem hnútar, g...

Nánar

Hvernig er farið að því að greina lungnakrabbamein?

Þegar grunur vaknar um lungnakrabbamein eru gerðar ýmsar rannsóknir til að staðfesta greininguna, en jafnframt til að meta útbreiðslu meinsins og almennt ástand sjúklingsins. Reynt er að velja þær rannsóknir sem veita mestar upplýsingar en hafa sem minnsta áhættu fyrir sjúklinginn.[1] Mynd 1: Röntgenmynd af lun...

Nánar

Hvað þarf mikið bensín í flugferð til Spánar?

Eldsneytiseyðsla flugvéla er ýmsu háð. Hún fer meðal annars eftir gerð flugvélarinnar sem um ræðir, flughraða og -hæð og útihitastigi. Einnig skiptir vindhraði og vindstefna á hverri flugleið miklu máli, en háloftavindar geta verið mjög sterkir. Algengt er að vindhraði í flughæð sé um 55-65 metrar á sekúndu, sem e...

Nánar

Hvernig eru fellibyljir flokkaðir?

Tjón sem fellibyljir geta valdið vex mjög með vaxandi vindhraða. Fellibylur þar sem mesti meðalvindhraði er 70 m/s veldur margföldu tjóni á við annan þar sem mesti vindhraði er 35 m/s. Umfang viðbragða ræðst því af hugsanlegum styrk þegar fellibylurinn gengur á land. Af hagkvæmnisástæðum hefur verið búinn til fimm...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Rögnvaldur G. Möller rannsakað?

Rögnvaldur G. Möller stundar rannsóknir í grúpufræði. Grúpufræði er ein af megingreinum nútíma algebru. Grúpa $G$ er mengi með einni reikniaðgerð sem kölluð er margföldun þannig að þegar tvö stök i grúpunni eru margfölduð saman þá er útkoman nýtt stak í grúpunni. Um reikniaðgerðina þarf að gilda að $(fg)h=f(gh)$ f...

Nánar

Af hverju fær fólk appelsínuhúð og hvað er hægt að gera við henni?

Appelsínuhúð (e. cellulite) er sérstök áferð á húðinni sem minnir á appelsínubörk í útliti. Þessi áferð stafar af byggingu vefja í undirhúðinni. Þar er um að ræða afbrigði af fituvef sem ásamt bandvef myndar bylgjur. Appelsínuhúð er sérstök áferð á húðinni sem minnir á appelsínubörk Í öllum fituvef og öðrum ...

Nánar

Er vindur og rok það sama?

Rok er vissulega vindur en ekki er þar með sagt að vindur sé endilega rok. Vindur verður ef loftþrýstingur er breytilegurr frá einum stað til annars, sjá nánar í svari Haraldar Ólafssonar við spurningunni Af hverju er vindur?. Vindhraðinn er vitanlega mjög mismunandi og er því æskilegt að hafa staðlað kerfi til að...

Nánar

Af hverju er ekki flóð og fjara alltaf á sama tíma?

Þetta er fyrst og fremst vegna þess að það er tunglið en ekki sólin sem ræður mestu um dægursveiflu sjávarfallanna; meginbylgja sjávarfallanna fylgir tunglinu á sífelldu ferðalagi þess miðað við yfirborð jarðar. "Tunglhringurinn" er ekki 24 klukkustundir heldur 24 stundir og 50 mínútur og þess vegna færast flóð og...

Nánar

Hver er munurinn á eitlum og kirtlum?

Mikill munur er á eitlum og kirtlum, bæði hvað varðar gerð og hlutverk. Kirtlar (e. glands) eru úr kirtilvef og skiptast í inn- og útkirtla (e. endocrine og exocrine). Báðar gerðir gegna því hlutverki að framleiða eitt eða fleiri efni og seyta því eða þeim síðan frá sér. Frá útkirtlum liggja rásir eða gö...

Nánar

Fleiri niðurstöður