Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 88 svör fundust

Liggja bæði karl- og kvenfugl svartþrastarins á eggjum?

Svartþröstur (Turdus merula) er nýlegur landnemi á Íslandi en fyrsta staðfesta varp hans hér á landi var árið 1969. Til að byrja með var varpið nokkuð óreglulegt en um 1991 voru svartþrestir farnir að verpa reglulega á höfuðborgarsvæðinu. Stór hópur kom hingað vorið 2000 og eftir það tók varpstofninn að eflast og ...

Nánar

Sannar undantekningin regluna?

Það sem átt er við með orðatiltækinu "undantekningin sannar regluna" er að eitthvað getur ekki verið undantekning nema það sé undantekning frá reglu, og því sanni sú staðreynd, að um undantekningu er að ræða, jafnframt að um reglu sé að ræða. Nú getur "regla" verið annaðhvort 1) einhvers konar boð eða forskrif...

Nánar

Hver er saga grískrar heimspeki?

Grísk heimspeki á sér 2600 ára langa sögu frá fornöld fram á okkar daga. Eðlilegast er samt að skipta sögu grískrar heimspeki í fjögur megintímabil. Fyrsta tímabilið, heimspeki fornaldar, hefst á fyrri hluta 6. aldar f.Kr. og nær að minnsta kosti til ársins 529 e.Kr. en þá létJústiníanus I, keisari austrómverska r...

Nánar

Af hverju segja menn "klukk" þegar þeir ná einhverjum í eltingaleik?

Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld er sagt frá skollaleik sem einnig var kallaður blindingsleikur þar sem bundið var fyrir augun á þeim sem var skollinn. Leikurinn hefur sennilegast borist hingað frá Danmörku þar sem hann er kallaður blindebuk (‘blindi hafur’). Jón giskar á að klukk sé le...

Nánar

Hvernig ber að umrita grísk og latnesk nöfn á íslensku?

Sérhvert tungumál hefur sinn háttinn á meðferð grískra og latneskra nafna. Á þeim tungumálum sem ekki eru rituð með grísku letri þarf augljóslega að umrita grísk nöfn með einhverjum hætti. Auk þess breytast ósjaldan bæði grísk og latnesk nöfn á ýmsa vegu þegar þau berast yfir í önnur tungumál. Stundum verða til ák...

Nánar

Hvernig hefur fæðingartíðni breyst gegnum árin?

Sé litið til síðustu 10 ára hefur ekki dregið úr árlegum heildarfjölda fæðinga. Á Íslandi hefur fjöldi fæðinga á ævi hverrar konu samt aldrei verið minni en síðasta áratuginn, en á þessu tímabili eignuðust konur að meðaltali um 1,9-2,1 barn á lífsleiðinni. Til að skilja betur hvað býr að baki fæðingartíðni er ...

Nánar

Hverjir voru helstu landnámsmenn Íslands og hvaðan komu þeir?

Fornleifar sýna að Ísland var fyrst byggt fólki á síðari hluta 9. aldar og á 10. öld. Víðs vegar um nánast alla þá hluta landsins sem töldust byggilegir á síðari öldum skildi fólk eftir sig byggingar og annað jarðrask á þessu tímabili. Nokkur ólík ráð eru til að tímasetja fornleifarnar, en nýtilegast til þess er s...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um vistfræði hrafnsins á Íslandi?

Óhætt er að segja að hrafninn (Corvus corax) sé einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Hann er algengur um allt land og er mjög áberandi í byggð yfir veturinn þegar jarðbönn eru. Hann er staðfugl hér og duglegur að bjarga sér þegar hart er í ári. Flestir hafa líklega séð krumma á flugi og óþarfi er að lýsa...

Nánar

Hvaða tegund smáfugla er algengust í garðinum mínum á veturna?

Félagsmenn Fuglaverndar telja fugla á nokkrum þéttbýlisstöðum tvisvar á ári, auk þess sem einstaklingar eru hvattir til að fylgjast með fuglalífinu í garðinum hjá sér í hverri viku yfir vetrartímann og senda félaginu niðurstöður. Þetta hefur verið gert á hverju ári síðan veturinn 1994/95. Tilgangurinn er að fá upp...

Nánar

Eru strákar algengari en stelpur?

Svarið er já, strákar eru algengari en stelpur. Ástæðan er auðvitað sú, að fleiri strákar en stelpur fæðast. 'Hvers vegna fæðast fleiri strákar en stelpur?' er þá næsta spurning og öllu erfiðari. Fjölmargir vísindamenn og fræðimenn hafa velt þeirri spurningu fyrir sér. Segja má, að enn sé svar við þeirri spurning...

Nánar

Hvar settust íslenskir vesturfarar aðallega að og af hverju?

Þegar Íslendingar byrjuðu að flykkjast vestur um haf voru kanadísk stjórnvöld nýlega farin að bjóða upp á ókeypis land til að lokka fólk til sín. Margar þjóðir Evrópu hófu vesturferðir mun fyrr en þá þótti best að setjast að í Bandaríkjunum. Þær héldu því áfram að leggja leið sína þangað enda var auðveldara að set...

Nánar

Hvernig dó Alexander mikli?

Alexander III (356-323 f.Kr.), eða Alexander mikli, er af mörgum talinn einn farsælasti leiðtogi mannkynssögunnar. Hann tók við konungsembætti af föður sínum, Filippusi II, árið 336 f. Kr. og ríkti yfir Makedóníu allt til dauðadags í júní árið 323 f. Kr, þá aðeins á 33. aldursári. Alexander mikli varð að eins kona...

Nánar

Fleiri niðurstöður