Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 79 svör fundust

Af hverju er hringnum skipt í 360 gráður?

Babýloníumenn, sem bjuggu í fyrndinni þar sem nú er Írak en áður hét Mesópótamía, notuðu töluna 60 sem grunnmælieiningu. Talan 60 var einnig grunntala í talnaritunarkerfi þeirra. Þess sér stað í tímamælingum enn í dag þar sem klukkustundinni er skipt í 60 mínútur og mínútunni í 60 sekúndur. En hvers vegna var ...

Nánar

Hvort eiga menn að klæða sig í eina buxnaskálm og hoppa á öðrum fæti í kringum húsið sitt eða hlaupa á brókinni í kringum húsið á bóndadag?

Um þetta fyrirbæri er aðeins til ein einasta heimild ef heimild skyldi kalla. Einhver gamansamur náungi virðist hafa fært Jóni Árnasyni (1819-1888) þjóðsagnasafnara þennan spuna um miðja 19. öld og hann látið sig hafa það að prenta hann eins og fleira skoplegt. Engin önnur dæmi hafa fundist um þennan sið. Fólk...

Nánar

Hver er þjóðaríþrótt Argentínumanna?

Þjóðaríþrótt Argentínumanna er hestaíþróttin pató, á íslensku önd. Markmið keppninnar er að ná „öndinni“, bolta með sex handföngum á, og kasta henni í mark andstæðingsins. Markið er lóðréttur hringur sem minnir á körfuboltahring. Í hvoru liði eru fjórir knapar sem vinna saman að því að koma boltaunum í netið. Í l...

Nánar

Hver var María Gaetana Agnesi og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?

María Gaetana Agnesi fæddist í Mílanó þann 16. maí árið 1718, dóttir auðugra hjóna af menntamannastétt. Faðir hennar var prófessor í stærðfræði við háskólann í Bólogna. Á uppvaxtarárum Maríu stóð konum í Evrópu yfirleitt ekki menntun til boða, en á Ítalíu gegndi þó öðru máli. Þar í landi dáðu menn gáfaðar konur o...

Nánar

Hverjir „fundu upp“ π (pí)?

Talan π (pí) er hlutfallið milli ummáls og þvermáls hrings. Mönnum hefur snemma orðið ljóst að þetta hlutfall er hið sama fyrir alla hringi. Í ritum Evklíðs frá því um 300 fyrir Krist er þessi staðreynd sett fram án sönnunar. Í Biblíunni er talan 3 notuð sem gildi á π: „Og Híram gjörði hafið, og var þa...

Nánar

Getið þið frætt mig um heilarafritun, eða EEG?

Heilarafritun (e. EEG, electroencephalography) er taugalífeðlisfræðileg mæling á rafvirkni í heilanum. Við mælinguna eru notuð rafskaut sem eru sett á höfuðið eða í einstaka tilvikum beint á heilabörkinn, ysta lag heilans. Fyrst er höfuðið undirbúið með því að setja rafleiðandi gel undir rafskautin. Gelið minnkar ...

Nánar

Hvað eru melatíglar og hvernig myndast þeir?

Melatíglar eru net fjölhyrninga sem myndast þannig að smásteinar raðast upp í reglulegt mynstur á gróðurvana melum, í loftslagi þar sem tíðum skiptist á frost og þíða. Á grónu landi myndast þúfur, sem ásamt melatíglum eru algengustu íslensk dæmi um frostmyndanir af þessu tagi. Á hallandi landi myndast melarendur í...

Nánar

Hvers vegna kviknar strax ljós þegar ýtt er á takka?

Í almennu rafveitukerfi eru yfirleitt tvær leiðslur. Við getum hugsað okkur að önnur flytji rafstraum inn í raftækin en hin frá þeim og til baka til rafveitunnar. Rofinn á veggnum er hins vegar eins konar stífla í rásinni; þar slitnar hún. En þegar við ýtum á rofann færist leiðandi hlutur til inni í honum þannig a...

Nánar

Hver eru áhrif Júpíters á jörðina?

Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu og jafnframt sú stærsta í okkar sólkerfi. Eins og á við um aðrar plánetur hefur Júpíter tungl. Nú er vitað um 67 slík. Stærst þeirra er Ganýmedes, það er stærra en reikistjarnan Merkúr. Júpíter er einn af fjórum gasrisum sólkerfisins en hinir gasrisarnir eru Satúrnus, Ú...

Nánar

Færast stjörnurnar á himninum á kerfisbundinn hátt?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Færast stjörnurnar á himninum á kerfisbundinn hátt, sbr. sólargang, séð frá jörðinni, t.d. frá Íslandi? Langflestar stjörnurnar sem við sjáum á næturhimninum eru fastastjörnur eins og þær eru kallaðar. Sú nafngift stafar ekki af því að þær sýnist vera fastar á einhverjum til...

Nánar

Hvað er týrósín og hvaða áhrif hefur það á líkamann?

Týrósín er ein af þeim tuttugu amínósýrum sem líkami okkar þarfnast til að mynda prótín. Lifrin getur myndað týrósín úr amínósýrunni fenýlalanín og því er ekki nauðsynlegt að fá hana úr fæðunni. Týrósín er flokkuð undir arómata vegna benzenhringsins (hringur úr sex kolefnisatómum sem hvert um sig er tengt einu vet...

Nánar

Hvernig byrja ævintýri?

Upprunalegar spurningar hljóðuðu svona: Af hverju byrja ógeðslega margar sögur á Einu sinni var eða Einu sinni kom eða Einu sinni fór? (Elín Heiður) og Eru til einhver ævintýri sem byrja á y eða ý? (Christina Bengtsson). Ævintýri eru oft skilgreind með því að bera þau saman við aðrar þjóðsögur, svo sem sagnir,...

Nánar

Af hverju verður ofurmáni?

Næsta laugardag verður fullt tungl. Á sama tíma er tunglið líka eins nálægt jörðinni og það kemst. Verður því hér um að ræða stærsta fulla tungl ársins 2011, um það bil 14% breiðara og rétt yfir 30% bjartara en önnur full tungl á árinu. Þetta laugardagskvöld mun tunglið sem sagt líta út fyrir að vera aðeins stærra...

Nánar

Hver er munurinn á ísöld og kuldaskeiði?

Í stuttu máli þá er munurinn á ísöld og kuldaskeiði sá að ísöld merkir ákveðið tímabil í jarðsögunni sem stóð yfir í tæplega 3 milljónir ára en kuldaskeið er notað um ákveðin skeið innan ísaldar. Kannski má líkja þessu við það að orðið vetur er notað um ákveðna árstíð en það þýðir þó ekki alltaf sé kalt á veturna ...

Nánar

Fleiri niðurstöður